Harmsögur ævi minnar

13.4.07

Ég get auðveldlega legið hreyfingar- og meðvitundarlaus heilu dagana og aðeins reist höfuð frá rekkju endrum og eins til að kveikja mér í sígarettu. Þegar ég er nýbúin að setja á mig naglalakk er mér hins vegar ómögulegt að gera ekki neitt. Núna er ég búin að klæða mig í ullarsokka, kroppa lok af vaselíndollu, vaska upp og blogga. Og naglalakkið alveg í köku maður.

Og mig langar sjúklega út að borða í kvöld. Mig langar í tapas. Mig langar ekki í meiri barnamat. Niður með börn og allt sem þeim fylgir!