Mikið finnst mér það leiðinlegt þegar ég segi „heyrðu“ við fólk og það svarar „já alveg ágætlega“. Ég lenti í þessu í vikunni í ónefndri búð. Ég sagði einmitt „heyrðu“ við ungan pilt og hann svaraði um hæl „já ég heyri“. Ég gnísti tönnunum svo fast að ég braut upp úr jaxli. Það er vegna þess að ég er svo stillt og prúð og legg það ekki í vana minn að röfla í afgreiðslufólki í búðum; sérstaklega ekki bara vegna þess að það segir eitthvað sem fer í taugarnar á mér. Nei, ég bæli þetta allt niður.
Ég veit ekki hvers vegna í ósköpunum ég ætti að vera að spyrja fólk hvort það heyrði (það myndi heldur væntanlega ekki heyra í mér ef það gerði það ekki), en ef ég vildi gera slíkt myndi ég væntanlega spyrja „heyrirðu?“, ekki satt?
<< Home