Harmsögur ævi minnar

29.4.07

Það er nú ekki bara neikvætt að vera veikur, neibb, ég er til dæmis búin að búa til nýja og svalari mæspeis síðu og í gær fékk ég mér ís í kvöldmat.

Svo fékk ég happdrættismiða með lífrænu jógúrtunni minni, ég get svei mér þá unnið miða á Glastonbury. Þá get ég hangið skökk með hinum hippunum og borðað alla þá lífrænu jógúrt sem mig lystir. Ekki amalegt það. Ætli Peter, Paul & Mary verði að spila?

Svo vantar mig einhver ráð til að auka einbeitinguna hjá mér. Mér er lífsins ómögulegt að hugsa um einn hlut í meira en fimm mínútur í einu. Ég held að heilinn á mér sé í endalausum Tarzan-leik. Út um allt og upp og niður og stundum í köðlunum.