Ég er byrjuð í ægilegri hollustu og dítoxi eftir páskana. Nema hvað að ég er búin að vera meira og minna rúmliggjandi af sykurskorti og hef engu komið í verk. Núna er ég búin að bæta smá óhollustu í hollustuna, bara svo ég lendi ekki á spítala. Helvítis sykur.
Svo var ég að spá í að skreppa til Sardiníu í byrjun júlí... ódýrt flug ef maður pantar snemma og hræódýr gisting á Cagliarískum stúdentagörðum. Er einhver geim?
<< Home