Harmsögur ævi minnar

22.4.07

Lífið gengur sinn vanagang hérna. Við erum reyndar að leita að nýjum meðleigjanda, og ég þurfti að sýna einhverjum dúdda lausa herbergið á föstudagskvöldið. Hann kom rétt fyrir miðnætti eins og sækó og ég var með símann tilbúinn ef hann skyldi vera geðsjúkur morðingi. Það var nú ekki svo, en hólí mólí, gaurinn skildi varla stakt orð í ensku. Ég tuggði ofan í hann í sífellu að hann þyrfti að hitta hin tvö sem byggju hérna áður en nokkuð yrði ákveðið, og að herbergið væri ekki laust fyrr en í byrjun maí. "Yes yes yes" sagði minn maður. Í gær hringdi hann svo bjöllunni um hádegisbilið og sagðist vilja flytja inn seinni partinn. Eh? Þú ekki skilja kannski? Ég ansa ekki ef hann kemur aftur.