Harmsögur ævi minnar

30.7.10

Ég var eitthvað að þvælast úti á landi í vikunni og ætlaði að koma með ferðasögu en nenni því eiginlega ekki. Hins vegar langar mig agalega að kvabba yfir örfáum atriðum sem fór sérstaklega í taugarnar á mér í ferðinni:

1) Malarveganíðingar. Þeir eru ógeð. Hvers konar rumpulýður er það sem tætir fram úr manni á 130 á malarvegi? Eða mætir manni án þess að hægja á sér? Ég tala nú ekki um þegar fólk er með þessi ofvöxnu fellihýsis-/hjólhýsisógeð aftan í bílnum. Fuss og sveiattan.

2) Sjoppustarfsfólk sem virðist ekki átta sig á almennum hreinlætisreglum. Er til of mikils mælst að starfsfólkið taki ísbrauðform og/eða pulsubrauð upp með pappír en ekki beint með skítugum hrömmunum? Og þá sérstaklega þegar sama starfsfólk er búið að taka við drullugum peningum allan daginn. Ojbara.

3) Hjálmlausir bjánar á hjóli. Hvaða lofthausum dettur í hug að hjóla í svaka stuði á þjóðvegi 1 án þess að vera með hjálm? Í alvöru?

Fleira var það nú ekki. Góða verslunarmannahelgi lömbin mín!