Harmsögur ævi minnar

24.11.09

Ég var að dandalast uppi í aðalbyggingu HÍ seinni partinn í gær. Þar var doktorsvörn sem ég var eitthvað að stússast í. Innifalið í því stússi var að vígja nýtt herbergi í aðalbyggingunni sem nú er hægt að nota bæði fyrir varnir (í ýmiss konar undirbúning) og eftir (í hamingjuóskir og freyðivínssopa). Inni í þessu huggulega herbergi er forláta upplýstur glerskápur. Inni í skápnum eru alls konar merkileg plögg; gömul doktorsskírteini, myndir og annað slíkt. Þegar allir voru farnir í gær gekk ég frá eftir mannskapinn. Ég gat ómögulega fundið rofann til þess að slökkva á skápnum svo ég yfirgaf svæðið án þess að slökkva, hugsandi með mér að umsjónarmaður hússins hlyti að kíkja inn í stofurnar áður en öllu yrði læst. Þegar leið á kvöldið fór ég þó að efast og þegar upp í rúm var komið gat ég ómögulega sofnað. Hvað ef það kviknaði í? Ekki bara hafði ég áhyggjur af því að þau ómetanlegu menningarverðmæti sem er að finna í skápnum myndu eyðileggjast heldur var ég orðin handviss um það að Aðalbyggingin sjálf myndi brenna til kaldra kola og allt mér að kenna. Það var því ekkert annað í stöðunni um þrjúleytið (ennþá svefnlaus) að drífa sig í kuldagallann og upp í skóla til að vakta. Þannig að ef þið áttuð erindi framhjá Aðalbyggingunni í nótt og sáuð grunsamlega þúst fyrir utan, hafið þá ekki áhyggjur. Þetta var bara ég að passa að það kviknaði ekki í. Og mikið sem ég stóð mig vel - það kviknaði sko ekki í neinu.

22.11.09

Naujnauj, það er aldeilis að maður bloggar loksins þegar maður kemur sér í það. Eina ástæðan fyrir því að ég nenni því núna er reyndar sú að ég sit með tölvuna í fanginu og er að bíða eftir því að sjöundi þáttur af Damages hlaðist upp í Megavideo. Og þar að auki er ég búin að skoða allt sem ég nenni að skoða á hinu svokallaða alneti.

Ég ætti kannski að nota tækifærið og athuga hvort einhver eigi saumavél til að lána mér. Ég þarf nefnilega að sauma tennisbolta í nátttreyjuna hans Sambós. Eða öllu heldur undir bakhúðina á honum þar sem hann sefur ekki í náttfötum. Hann er farinn að færa sig allsvakalega upp á skaftið með þessi næturöndunarhljóð og ég gjörsamlega þoli það ekki. Yfirleitt er þetta slæmt, svo slæmt að ég held stundum að hann sé að kafna. Núna er hann ógeðslega kvefaður í ofanálag og herra minn, það er ekki gaman. Það er auðvitað leiðinlegt að kafna og allt það en fyrir utan það þá verð ég náttúrulega að fá minn nætursvefn. Maður er nú orðinn þrjátíu og tveggja og má ekki við svona löguðu. Mér finnst ég eyða alltof miklum tíma í að reka hann á hliðina... sem snýr frá mér auðvitað. Ég þoli ekki að láta anda á mig. En ég held að tennisboltarnir séu alveg málið, þá getur hann ekki legið á bakinu.

Ég get endalaust pirrað mig á fyrirvörum við myndir á fréttamiðlum. Þessi mynd er t.d. tekin af Vísi.is í dag. Undir henni stendur: Athugið að myndin tengist fréttinni óbeint. Önnur vinsæl setning er: Athugið að myndin tengist fréttinni ekki beint. Annaðhvort tengist myndin fréttinni eða ekki, svo einfalt er það. Það að myndin að neðan tengist fréttinni ekki beint, þýðir hvað þá? Er þetta húsið við hliðina á húsinu sem brann? Eða tengist hún fréttinni óbeint vegna þess að í báðum tilvikum var eitthvað húsnæði reykræst? Ef myndin er ekki af því sem fréttin er um, má þá ekki bara segja að myndin tengist fréttinni ekki?

mynd
Slökkviliðsmenn reykhreinsa húsnæði.
Athugið að myndin tengist fréttinni óbeint.
Mynd/ Valgarður.



16.11.09

Poetics

“So say the foolish!” Say the foolish so, Love?
“Flower she is, my rose” or else, “My very swan is she”
Or perhaps, “Yon maid-moon, blessing earth below, Love,
That art thou!” to them, belike: no such vain words from me.

“Hush, rose, blush! no balm like breath,” I chide it:
“Bend thy neck its best, swan, hers the whiter curve!”
Be the moon the moon: my Love I place beside it:
What is she? Her human self, no lower word will serve.


10.11.09

Ég var að hlusta á spjallþátt á Rás 2 í gær. Þar ræddu þáttastjórnendur um greiðslujöfnun og báðu svo hlustendur að hringja inn og segja skoðun sína á málefninu. Kona hringir.

Þáttastjórnandi: „Jæja, hvað finnst þér um greiðslujöfnun? Ertu búin að kynna þér þetta?“
Kona: „Nei.“
Þ: „Nú?“
K: „Nei, ég er bara svo heppin að þurfa ekki á þessum úrræðum að halda.“
Þ: „Uuuu já, ókey.“

Til hvers í fjandanum var hún eiginlega að hringja? Fólk kemur mér stöðugt á óvart.

4.11.09

Orðsifjar dagsins (reyndar bara ein orðsifj):

G-string:
1878, geestring, "loincloth worn by American Indian," originally the string that holds it up, etymology unknown. The spelling with G (1891) is perhaps from influence of violin string tuned to a G (in this sense G string is first recorded 1831). First used of women's attire 1936, with reference to strip-teasers.

(Í boði etymonline.com)

2.11.09

Ég og mamma ætlum að búa til slátur bráðum en mig langar miklu frekar til að nota dótaríið í að búa til splatter-mynd. Nóg af innyflum og blóði og svoleiðis. Svo er ég ekkert rosalega hrifin af slátri en ég held að það séu aðallega storknaðir mörkubbar sem pirra mig, ekki sláturbragðið sjálft. Það er þá bara eins gott að skera mörinn nógu smátt. Svona er nú líf mitt og pælingar æsispennandi.