Harmsögur ævi minnar

5.7.11

Nú styttist heldur betur í sumarfrí... þegar þessum degi lýkur eru bara þrír dagar eftir. Vúhú! Mig langar að halda því fram að ég verði geðveikt slök á því og í svaka rólegheitum en líklegast á ég eftir að finna mér eitthvað til að vera ógeðslega stressuð og tens yfir. Ég á t.d. ennþá eftir að taka öltimeit mp3- og stafrænna mynda sortéringu. Já og svei mér þá, ég held ég hafi bara ekki snert á neinu svoleiðis síðan ég útskrifaðist úr háskólanámi. Ég hef heldur ekki raðað bolum í litaröð. Maður þyrfti að taka eins og eina góða prófatörn til að koma öllu í röð og reglu heima hjá sér.