Harmsögur ævi minnar

28.2.10

Stærsti gallinn við að eiga ekki bíl er að þurfa að dröslast í matarbúð í strætó. Ég held samt að það séu óumflýjanleg örlög mín í dag. Mikið vildi ég að Stúdentagarðar hefðu reynt að fá einhverja aðra búð á svæðið en skítabúlluna 10-11.

22.2.10

Jæja, fimm dagar liðnir og ég hef barasta ekkert skitið á mig. Það er afrek, a.m.k. ef eitthvað er að marka minn sjúka sambýlismann, og þar sem ekki er frekari afrekum fyrir að fara í lífi minu þessa stundina ætla ég bara að vera stolt af því. Annars er það helst að frétta að fólk fer dálítið í taugarnar á mér, þá sérstaklega reyndar vitlaust fólk en það ættu nú flestir að skilja. Nema þessir vitlausu.

Samstarfskona mín hafði orð á því í dag að það væri orðinn eitthvað stuttur í mér þráðurinn. Sennilega verður maður þannig af því að vera ríkisstarfsmaður. Að auki hrjáir mig vangefin vöðvabólga... en það er nú sennilega algengt hjá skrifstofublókum um heim allan, ekki bara ríkisstarfsmönnum. Það gæti nú samt útskýrt pirringinn að einhverju leyti. Ég náði þó að krypplast heim, hvar Sambó gaf mér öfgasterkt lyfseðils-íbúfen sem hann fékk einhvern tímann og er nú nokkuð slök. Mest langar mig að glápa á sjónvarpið en það er mjög erfitt þegar maður á ekki sjónvarp. Ætli ég haldi þá ekki bara áfram með bækurnar hans Péturs Gunnars um Þórberg. Fínt stöff en mikið kvartar Þórbergur og kveinar. Það er sennilega ekki tekið út með sældinni að vera listamaður. Sei sei nei.

17.2.10

Átti þetta símtal við ástkæran sambýlismann minn áðan:

Sambó: „Ég var að spá í að kaupa kannski skyr eða eitthvað í kvöldmatinn... eða súrmjólk.“
Deeza: „Jaaaaá, ég borðaði samt súrmjólk í morgunmat. Og jógúrt eftir hádegismatinn. Sú jógúrt varð reyndar valdur að því að ég þurfti að hlaupa heim og skipta um föt.“
S: „Haaaa? Æi, kúkaðirðu á þig?“
D: „Whaaaaat?!“
S: „Nei, þú veist, ég meinti ekki að þú hefðir kúkað á þig, eða sko, hélt kannski að það hefði komið smá bónus.“
D: „RAGNAR, ÉG HELLTI NIÐUR Á MIG!“
S: „Aaaah, svoleiðis...“

5.2.10

Ég horfði á Goodfellas einu sinni sem oftar um daginn (sorrý Snorri, ég fer alveg að skila henni) og komst þá að því, mér til mikillar undrunar, að í uppáhaldsatriðinu mínu er spilað eitt af mínum uppáhaldslögum. Reyndar ekki í útgáfunni sem ég þekkti, þ.e.a.s. upprunalegu útgáfunni með höfundinum Gino Paoli, heldur söngkonunni Minu.



Hún gaf lagið svo út líka í enskri útgáfu sem mér finnst reyndar ekkert spes, en jæja, hér er hún:



Langt frá því að vera jafn dásamlega fagurt og þetta:



Ég hélt að þetta hlyti að vera fallegasta ástarlag allra tíma, samið af ungum ástföngnum pilti til sinnar heittelskuðu. Svo kynnti ég mér málið aðeins betur og þá segist Gino kallinn hafa samið þetta þar sem hann lá í rúmi á hóruhúsi... það var nefnilega það. En samt: Looking at the purple ceiling, he thought, "Love can grow at any moment at any place" (1).

Er það nú ekki bara þrátt fyrir allt dálítið fallegt?