Harmsögur ævi minnar

26.5.11

Ég elska, elska leikfimiteygjur þar sem maður á að setja á sig kryppu. Ég er nefnilega krypplingur af guðs náð og líður aldrei betur en þegar ég er með bakið á mér kengbogið og hökuna grafna í bringuna. Mér finnst hins vegar ógeðslega óþægilegt að vera með beint bak og já, bara beinlínis mjög erfitt. Þetta getur verið til vandræða í vinnunni. Þar langar mig auðvitað mest að vera svona:


En er eiginlega dáldið meira svona:

Þetta er sannarlega ekki nógu virðulegt.

25.5.11


Þessi er svalur. 

24.5.11

Djöfull langar mig í svona. Brátt í brók á mikilvægum fundi? Ekki vandamál.

16.5.11

Ég elska hot jóga. En ég vildi að ég þyrfti ekki að reka andlitið á mér ofan í gamla frauðdýnu sem aðrir jógarar svitna líka í. Ætli þessar dýnur séu einhvern tímann þvegnar? Nú á ég reyndar mína eigin dýnu en ég tími eiginlega ekki að drulla hana út í skítugum íþróttasal (í hinu hottjógasvittninu).

Annars er ég orðin svaka liðug, það vantar ekki. Það sem hefur valdið mér mestum vandræðum er þessi fjandans slökun í lok tímans. Ég er með njálg í rassinum og þetta hefur verið mér óbærilega erfitt. Ef ég þarf að liggja kyrr og ekki hugsa um neitt þá er það bara ávísun á vandræði. Mig klæjar út um allt (sennilega út af ókunnugra manna tásveppum sem skríða um líkama minn), ég finn stanslausa þörf til þess að ræskja mig eða hósta og svo hugsa ég líka um hvað ég þarf að kaupa í búðinni og hverjum ég þarf að muna að senda tölvupóst og hvað ég þarf að gera í vinnunni daginn eftir. Ég slaka svo lítið á í þessari slökun að ég er eiginlega alveg á nálum af stressi þegar hún er búin. En batnandi hottjógakonu er best að lifa. Þetta kemur allt saman.

11.5.11

Það er alveg sama hvað fer ofan í mig, ég er alltaf svöng. Hvað er það? Ætli ég brenni svona ógeðslega miklu við að sitja á rassinum allan daginn? Oooo já, það er örugglega það.