Harmsögur ævi minnar

30.3.06

Æi, myspace myspace myspace. Glatað? Finnst ég samt vera að missa af lestinni... er ég að verða gömul? Á ég að kýla á það eða? Myspace eða ekki?

29.3.06

Ég steikti mér fiskbúðing úr dós áðan, með spældu eggi og bökuðum baunum. Mig minnti að mér þætti þetta ægilega gott. Mig misminnti.

27.3.06

Gekk bara vel að skrifa ritgerð í dag, held ég fari bara að senda inn annað uppkast bráðum.

Annars er erfitt að sameina tilhugalífið háskólanum. Ég og Sufjan fórum út að borða í gær á einhvern voða kósí pítsustað. Það var mjög gott... ég man reyndar ekki nafnið á staðnum en hann er í hliðargötu frá Laugaveginum.

Við létum taka mynd af okkur:

Úps, rakst á sögusagnir á netinu um það að kærastinn minn spilaði með hinu liðinu. Þetta er vonandi tóm vitleysa. Hann hefur a.m.k. ekki minnst á neitt.

Af hverju í ósköpunum kúgast ég þegar ég set eyrnatappa í eyrun á mér? Kannski Doktorinn geti útskýrt þetta fyrir mér?

25.3.06

Það var nú á stefnuskránni að skrifa ítölskuritgerðina í dag. Ég held ég sé búin að skrifa 10 línur. En í staðinn er ég búin að fá skemmtilegt fólk í kaffi og gúggla fullt af forvitnilegu dóti. Það er nú merkilegt þetta svokallaða alnet.

Svo horfði ég á Sufjan Stevens myndbönd og viðtöl í marga klukkutíma. Ég er svo ástfangin af honum að ég get hvorki borðað né sofið. Nei, það er lygi, ég get bæði borðað og sofið. En ég er samt ástfangin. Ég hef reyndar aðeins áhyggjur af því að þessi ást er sannarlega óendurgoldin og verður það væntanlega áfram. Það er auðvitað bömmer. En ef ég fæ hann ekki kýs ég að deyja alein og yfirgefin í hárri elli, gríðarlega bitur út í lífið og tilveruna. Ég hata ástina.

Svo var Glókollur að hvetja mig til að skrá mig á my space. Það er víst móðins og enginn maður með mönnum nema hann eigi þar síðu. Ég held að Glókollur vilji fá mig þangað af því að hann á enga my space vini og verður að fá fjölskylduna til að skrá sig. Algjör lúser. Til hvers er þetta annars?

Og eitt að lokum: Ég get af einhverjum ástæðum ekki kommentað á blog.central síður lengur. Þannig að blog.centralar - ekki verða fúlir þó ég kommenti aldrei, ég er samt að lesa.

24.3.06

Ákvað áðan að hreinsa og laga til í mp3-unum mínum. Guð minn fokking góður hvað það var heimskuleg hugmynd. Ég hef bara ekki fengið jafn heimskulega hugmynd í marga daga. Nú er ég búin að sitja í 5 tíma og er komin í d-ið. D-IÐ!!! Ég er að verða snælduvitlaus hérna. Djöfull er ég mikill hálfviti. Arg.

23.3.06

Jæja, þetta gekk víst ekki upp hjá mér og George. Aðeins of mikill aldursmunur kannski.

En það skiptir ekki máli því ég er komin með nýjan kærasta. Bullandi ást og hamingja bara. Hérna er mynd sem við tókum af okkur í gær:



Og svo verð ég að láta eina góða fylgja með af henni Krillu minni í partýi á Eggerti:

21.3.06

Ég trúi þessu ekki, er helvítis Gilmore "leiðinlegustu mæðgur í sögu sjónvarpsins" Girls byrjað aftur? Erfitt að gera upp við sig hvor þeirra er meira óþolandi... held ég yrði samt að velja mömmuna, hún er svo mikið leiðindagerpi að það hálfa væri nóg. Ef ég rekst á þær á förnum vegi ætla ég að binda þær saman bak í bak, stinga úr þeim augun og kveikja í þeim.

Súkkulaðikakan sem ég bakaði á föstudaginn kláraðist í dag. Hér skapaðist því ansi mikið panik-sykurfíkils-ástand eftir kvöldmat. Þvílík gleði og hamingja þegar ég fann eitt Snickers uppi í skáp. Gleði gleði gleði.

Og Triviað á leikjaneti.is er að eyðileggja líf mitt. Það er fáránlega ávanabindandi.

Af hverju er svona kalt allt í einu? Ég er í flíspeysu inni. Það var nánast komið vor bara í fyrradag.

Og annar pirringur... af hverju í ósköpunum fær Charlize Theron ennþá eitthvað að gera? Hún hlýtur að vera leiðinlegasta leikkona allra tíma. Og þessi óskar fyrir Monster var gjörsamlega óverðskuldaður. Allir að kúka á sig af hrifningu yfir því hvað væri hægt að gera sæta konu ljóta. Big freakin' deal. Hún var alveg jafn léleg og leiðinleg í þeirri mynd eins og öllum öðrum sem hún hefur komið nálægt.

Hún fær sem betur fer aldrei aftur tilnefningu. Ekki eftir að hafa mætt í þessu hörmulega kjólskrípi á óskarinn í ár. Djöfull var það ljótt fyrirbæri. Fussumsvei.

20.3.06

Í tíma í morgun:

D: Heyrðu B, eigum við ekki bara að segja okkur úr þjóðkirkjunni?
B: Jú jú.
D: Ég skil bara ekki þessa tregðu. Af hverju í ósköpunum ættu samkynhneigðir ekki að mega gifta sig í kirkju, ég veit ekki betur en rauðhært fólk gifti sig alveg hægri vinstri án þess að nokkur skipti sér af því.
B: Já einmitt. Og svertingjar.
D: Nákvæmlega.

19.3.06

Er að reyna að troða í mig efni morgundagsins í hinu stórkostlega lit. theory námskeiði. Ég skil ekki af hverju ég þarf alltaf að lesa fyrir tíma nóttina áður, ég sko búin að hafa nægan tíma í vikunni. Svona er maður agalaus og ægilegur.

Og svo er alltaf skemmtileg sjónvarpsdagskrá lengi lengi á sunnudögum. Það, plús lestrarleysið, er kannski ástæða þess að ég er ekki búin að mæta í áðurnefnt lit. theory námskeið í háa herrans tíð. Svona er lífið. Ég skil heldur ekki hvernig nokkrum heilvita manni datt í hug að klína þessu á mánudagsmorgna kl. 8. Alveg glatað. Og ó, hvað ég get endalaust vælt yfir því. Það á að stofna háskóla fyrir B-manneskjur á þessu landi.

17.3.06

Það er víst vissara að fara ekki í sleik við marga í kvöld fyrst það er flensa að ganga.

15.3.06

Já, vá mig dreymdi dónalegan draum um aðalstjórnandann í Top Gear í nótt... það, eða hann... nei andskotinn, ég get ekki talað um það.

Svo dreymdi mig líka að Bjórmálaráðherra og Krilla eignuðust barn saman. Ég og Tobbalicious vorum af einhverjum ástæðum viðstödd fæðinguna (ekki faðirinn þótt undarlegt megi virðast, móðir hans kom hins vegar skömmu síðar). Þeim fæddist gullfallegur heilbrigður drengur. Til hamingju krakkar!

Það er gaman að hrósa og gaman að fá hrós (þó ekki kunni maður alltaf að taka því). Því er nú ekki beinlínis ausið yfir mig en þó man ég eftir tveimur atvikum síðustu mánuðina:

Ég sest upp í bíl hjá Völundi til að fara á pöbbkviss, búin að mála mig aðeins í tilefni föstudagskvölds. Völundur segir: "Bíddu... hvert þykist þú vera að fara? Af hverju ertu svona uppstríluð?"

Jólaboð hjá ömmu. Faðir minn segir í óspurðum fréttum: "Deeza, þú ert óvenju lítið feit núna. Hvernig stendur á því?"

Já, það er gott að eiga góða að.

14.3.06

Jæja, þarf að klára ritgerðarskratta fyrir morgundaginn. Á ekki von á öðru en að mér takist það, eins frábær og ég er.

Annars ætlaði ég að biðja þessa tvo sem lesa bloggið að koma með álit á hlut sem er búinn að naga mig talsvert... lenti m.a.s. í rifrildi síðasta sumar yfir þessu. Hérna kemur það:

Hvað þýðir það að vera gáfaður? M.ö.o. hvað eru gáfur? Allar tillögur vel þegnar, koma svo!

13.3.06

Náði nýjum lægðum í dag þegar ég steinsofnaði yfir skólabókunum og vaknaði eins og róni í stólnum með hamborgarasósuklessu á framhandleggnum. White trash dauðans maður. Ég myndi sóma mér vel í hjólhýsinu.

Kíkti aftur á passamyndirnar fáránlegu. Ég var með ljósbleikan gloss sem varð af einhverjum ástæðum að eldrauðum flekkjum á myndunum. Alveg eins og ég hefði slafrað í mig hrárri lifur áður en ég settist í kassann. Glæsilegt alveg.

12.3.06

Heyrðu, þetta er súper. Ég vissi að ég væri að velja rétt:


You scored as Linguistics. You should be a Linguistics major!

Linguistics

83%

English

75%

Theater

67%

Art

67%

Philosophy

67%

Dance

58%

Sociology

58%

Engineering

50%

Mathematics

42%

Journalism

33%

Psychology

33%

Anthropology

25%

Biology

17%

Chemistry

8%

What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!)
created with QuizFarm.com


Nú og ef málvísindin klikka á ég greinilega bjarta framtíð fyrir mér í dansinum. Tobbalicious getur nú vitnað um gríðarlega færni mína, léttleika og ómótstæðilegan þokka á því sviði.

11.3.06

Já, gleymdi... ég fór í passamyndakassa dauðans í gær... oj hvað ég hata passamyndakassa eins og pestina. Náði þó loksins að fullkomna lúkkið sem ég er búin að vera að vinna í, moron slash geðsjúkur morðingi. Þetta eru fokkljótar myndir maður. Það verður algjörlega þeim að kenna ef ég kemst ekki inn í neina skóla. Og þá sný ég aftur með hafnaboltakylfu og sýni kassanum hvar Davíð keypti ölið. Helvítis passamyndakassar með skæting alltaf hreint.

Það gekk vonum framar að fara ekki út á lífið í gær. Eða þannig.
Helstu afrek:

Skarst illa á hendi við uppvask í ókunnugu húsi í vesturbænum.
Eyddi ekki krónu, nema í pulsu á leiðinni heim.
Át sömu pulsu á bekknum á Lækjartorgi í rólegheitunum meðan einhver sólbrún Pravda gella ældi lungum og lifur við hliðina á mér.
Gerði marga snjóengla.
Datt ekki í stiganum á 11.

Ágætis kvöld alveg. En ég er með ógeðslegt samviskubit yfir lærdómsleysi. Hvort ætti ég að hætta að drekka eða reykja? Bæði? Helvítis pöbbkviss, sem sogar sakleysingja eins og mig inn í stórhættulega undirheima Reykjavíkurborgar. Sukk og svínarí. Ég ætla aldrei aftur á pöbbkviss.

10.3.06

Ætla á kvissið á eftir og ég ætla, ætla að vinna bjórkassann. Það verður samt ekkert húllumhæ í kvöld, ó nei (eða svona 70% víst a.m.k., maður veit auðvitað aldrei). Hins vegar verður skvett úr klaufunum næsta föstudagskvöld. Þá skilst mér að sé dagur heilags Patreks, verndardýrlings Írlands. Ég er að föndra græna hatta fyrir okkur öll og svo drekkum við nóg af Guinness. Nú, og að auki er Tobbalicious að útbúa riverdance kóreógrafíu sem allir ættu að ráða við.

8.3.06

Arctic Monkeys diskurinn er ógeðslega góður. Bæði Tobbalicious og Völundur sögðu að maður fengi örugglega fljótt leið á honum en ég verð að vera ósammála. Enda vita þeir ekkert um tónlist... pissuðu báðir í sig af spenningi þegar þeir fréttu að Katie Melua ætlaði að halda tónleika hérna. Helvítis kjeeellingar báðir tveir.

Og Tobbalicious: Nei og aftur nei, ég vil EKKI fá diskinn með Ragnheiði Gröndal lánaðan.

6.3.06

Ég er með riiisastóra bólu á enninu og það er hjartsláttur í henni. What the hell is that? Utanlegsfóstur?

En þegar syrtir í sál er nú um að gera að kíkja í minningapokann og draga fram gleðilegri stundir. Þessi mynd er frá því á gamlárskvöld. Good times baby, good times.

Ef eitthvað er meira sexý en George Clooney, þá er það George Clooney með skegg... purrrrrr! Mæli stórkostlega með Syriana.

Lenti líka í slysi áðan. Á eldspýtnastokknum mínum er mynd af brennandi Óla Priki og fyrir neðan stendur: "Danger - Fire kills children". Tjah, ekki bara children, ég var nefnilega að kveikja mér í sígarettu og það skaust þessi líka svaka neisti úr eldspýtunni þegar ég kveikti. Ég vék mér fimlega frá og fékk tak í hálsinn af æsingnum. Reyndar stendur líka: "Strike softly away from body", en ég strauk að mér. Allt mér að kenna. Stórhættulegt helvíti.

Og nú er klukkan næstum tvö og tími dauðans klukkan átta í fyrramálið. Það er æðislegt. Life is peachy, ég segi ekki annað.

P.s. Ekki búast við því að fá boðskort í útskrift í vor. I have to go hang myself now.

5.3.06

Ég fór í kaffi með Glókolli áðan og spurði hann spjörunum úr um tilgang lífsins og leitina að hamingjunni. Eins og við var að búast hafði Glókollur engin svör og öllum spurningunum er ennþá ósvarað. Ef einhver er með lausnina (og ég vil helst ekki 42 sem svar) væri það vel þegið.

Annars er þetta gullfallegur sunnudagur og ekkert til að kvarta yfir svosem. Þó að ég hati sunnudaga út af lífinu.

4.3.06

Já gleymdi að taka það fram að ég vaknaði líka með glænýja klippingu í morgun. Það er nú ekki í fyrsta skipti.

Jamm og já. Rosalegt kvöld í gær. Óþarfi að fara út í smáatriði, ussss. Bara drykkjulæti og nokkur neyðarleg atvik að vanda. Stundum getur maður bara ekki haldið kjafti.

Heimleiðin var ansi skrautleg og svo gerðum við frökenin tilraun þegar heim var komið og tókum andhistamín-parasetamól kokkteil einhvern sem á víst að koma í veg fyrir þynnku. Ekki bara er ég laus við þynnku, heldur er ég ekki veik lengur. Aldeilis huggulegt. Já þvílíka helvítis ruglið (og svo er ég með marblett á bakinu).

3.3.06

Ég var að heyra sögusagnir um það að Fabrizio Moretti og Drew Barrymore væru hætt saman. Ég skal sko kroppa í þá afganga hvenær sem er (þ.e.a.s. hann ekki hana, þó hún sé ágæt).

Guð minn almáttugur, ég þarf nauðsynlega að komast eitthvað út í kvöld.

Uss, ennþá kvef og hausverkur í gangi. En var að drekka lífselixír: appelsínute með sítrónu, engifer, chilli og hunangi. Þetta á eftir að henda mér í gang. Mig langaði nefnilega út í bjór í kvöld til að fagna prófinu (eða öllu heldur drekkja sorgum mínum). En neeeei, það var of gott til að vera satt. Svo er ég alltaf í fullu fjöri þegar ég verð að vera heima. Við sjáum til, kannski, kannski.

2.3.06

Gleymið giftingarlistanum mínum... ég vil bara Jason Lee og engan annan. Namminamm.

Vá, var að koma úr prófi sem var svo fáránlegt að það var bara asnalegt.

Var annars að lesa á mbl.is að George Clooney segist vera vitavonlaus í ástarmálum. Það er nú kannski bara af því að hann hefur ekki átt hina fullkomnu kærustu, þ.e.a.s. mig (sjá færslu fyrir neðan).

Goggi minn, þú bara bjallar í mig.