Harmsögur ævi minnar

28.2.06

Ha ha ha! Nokkuð víst að ekki eru allir sammála þessu:

You Are A Professional Girlfriend!

You are the perfect girlfriend - big surprise!
Heaven knows you've had enough practice. That's why you're a total pro.
If there was an Emily Post of girlfriends, it would be you.
You know how to act in every situation ... to make both you and your guy happy.


Annars langar mig í einhverja hipp og kúl klippingu og jafnvel litun líka. Hver vill gefa mér pening? Ja, eða klippa mig?

27.2.06

Ömurlegur dagur. Kvíði dauðans yfir öllu mögulegu og ómögulegu. Var að reyna að læra fyrir próf en lenti í flótta-kóma. Sofnaði semsagt yfir bókunum og gat ekki rifið mig upp aftur þrátt fyrir að ég væri meðvituð um að ég væri sofandi og ætti að vakna. Tókst að opna augun nokkrum sinnum en gat ekki hreyft mig og sveif aftur í draumalandið.

Í draumunum tókst mér alltaf að finna friðsæla og fallega staði þar sem ég gat sest og horft á ströndina, börn að leik eða fallegan skógarlæk. En eftir smástund kom alltaf einhver kennari eða ritgerðarleiðbeinandi, settist við hliðina á mér og byrjaði að nöldra í mér yfir skólanum. Þeir eyðilögðu allt.

Og það versta er að ég fékk ekki einu sinni bollu. Það voru meiri helvítis vonbrigðin, ég er nú eiginlega búin að vera með tárin í augunum síðan seinni partinn yfir því að enginn skyldi hafa hugsað til mín. Völundur sagði að ég gæti keypt bollur á útsölu í bakaríunum á morgun. Ætli ég geri það ekki. Samt ekki alveg það sama.

Einhver færir Deezu ferska bollu á bolludag með ást og kærleik í hjarta og bætir við faðmlagi í eftirrétt = gott.

Deeza kaupir sjálf bollu á útsölu daginn eftir og gúffar henni í sig ein heima í skítugu skúmaskoti, sveitt og feit á blettóttum nærbol= ekki alveg jafn frábært.

26.2.06

Hér er giftingarlistinn minn:

Karlmenn:

Joaquin Phoenix
Jack White
Christian Bale

Ef ég væri kall:

Catherine Keener
Bebe Neuwirth
Gisele Bundchen

24.2.06

Æi allt svo dautt eitthvað. Þetta er glataður árstími og ég nenni engu. ENGU segi ég.

En þetta er ég búin að gera í dag:

Fara í sturtu.
Kúka þrisvar.
Stela happaþrennu (vann ekki).
Spila Bubbles.
Lesa póstinn minn oft.
Borða samloku með beikoni, eggjum og sveppum og bollu í eftirrétt mmmm...

Dömur mínar og herrar, this is my life. Æsispennandi alveg.

22.2.06

Búin að fá tölvuna en hef verið gríðarlega upptekin. Bubbles spilar sig sko ekki sjálft, sei sei nei.

10.2.06

Þessa grein er að finna á B2. Hún ku fjalla um unaðsbletti karlmannsins. Ég renndi yfir hana og rakst þar á þessa málsgrein: "Sogblettir voru kannski það flottasta þegar þú varst yngri, en flestir menn hata þá, sérstaklega þegar þeir þurfa að vera með skjaldbökuháls í vikur!" (stafsetningarvillur fjarlægðar af mér).

Skjaldbökuháls?! Er þá verið að tala um "turtleneck"? Þ.e.a.s. rúllukraga? Skjaldbökuháls!!! Þetta er nú það besta sem ég hef heyrt lengi.

Mæli með því að þið kíkið á þessa grein. Hún er bara ótrúlega vel skrifuð.

8.2.06

Ha??? Ég sem er ekki búin að lenda í slaxmálum í mörg ár!

You're An Angry Drunk

Ever wake up with sore knuckles and a black eye? Thought so.

Ég gat ekki sofnað í nótt því ég var svo mikið að spá í hvernig skóm ég ætti að vera í þegar ég gifti mig. Ég sé sjaldan fallega hvíta skó og var kannski helst að spá í bleika eða eitthvað slíkt. Þeir verða a.m.k. að vera háhælaðir og opnir. Og bleikir... eða kannski gulllitaðir bara?

Og ef ykkur finnst þessar pælingar helst til snemma á ferðinni þar sem ég er einstæðingur mikill þá er það ekki rétt. Þegar (tjah eða ef) stóri dagurinn rennur upp verður um nóg að hugsa og ég þarf þá ekki að hafa áhyggjur af þessu í ofanálag. Þið hlæjið að mér núna en sá hlær best sem síðast hlær. Þ.e.a.s. ég, stresslaus og í góðum fíling í brúðkaupsundirbúningnum.

7.2.06

Á sunnudagskvöldið reif ég loftnetssnúruna úr sjónvarpinu og henti henni inn í geymslu. Það var eftir að ég var búin að horfa á lokaþáttinn af Judging Amy í þriðja skiptið. Hann var ekki góður í fyrsta skiptið.

Í gærkvöldi þurfti ég svo að snúa aftur í geymsluna með skömmustusvip. Ég get nefnilega ekki misst af Lost. Djöfull eru Lost góðir þættir.

Lost, gott. Judging Amy, vont. Bara spurning um að velja og hafna, ekkert flóknara en það. Ég hef bara því miður enga sjálfstjórn þegar kemur að sjónvarpsglápi.

6.2.06

Ég skrópaði í skólanum í morgun. Ekki af því að ég gat ekki vaknað, neibbs, ég var risin úr rekkju eldsnemma. Ég bara nennti ekki. Aðallega út af því að ég hafði ekki náð að lesa þessar 500 blaðsíður og tæplega 100 glærur sem átti að tækla í dag. Það er ömurlegt að sitja í þrjá tíma (frá 8:15 nota bene) og vita ekki rass um hvað er verið að tala. Þetta er hreinlega ógeðsfag og verður mér sennilega að falli í vor.

Ekki eru þó allir jafn áhugalausir og ég og gengið mitt. Neibbs, sumir mæta galvaskir og geta ekki beðið eftir því að fara að ræða strúktúralisma, póstmódernisma og guð má vita hvað. Sama er mér, meðan ég þarf ekki að taka þátt í því. Ég er líka alltaf orðin uppgefin eftir hálftíma því ég eyði svo mikilli orku í það að þykjast glósa. Heimsku skyldufög aaarrrg.

Vá hvað Walk the Line er mikil snilld. Og Joaquin Phoenix er kominn á giftingarlistann minn. Hann er nú bara yfirnáttúrulega góður í þessari mynd. Ég er ennþá með gæsahúð. Úff.

1.2.06

Hnuff, ég held ég geti gleymt því að ná hundrað kílóunum fyrir júní, ég er ekki búin að þyngjast nema um skitið eitt og hálft kíló síðan um áramót þó ég hafi lagt mig alla fram. Þetta gengur allt of hægt... ætli þetta verði ekki bara blásið af. Hvað get ég gert í staðinn? Safnað hári undir hendurnar kannski?

Andskotinn að tapa fyrir Króötum! Hvernig er hægt að missa boltann sex á móti fjórum? Fær þetta lið ekki borgað fyrir að spila handbolta? Ég er aldeilis brjáluð. Brjáluð segi ég!