Harmsögur ævi minnar

31.8.08

Þetta er flottasta skilti sem ég hef á ævi minni séð:


27.8.08

Djöfulsins vonbrigði er þessi búlla uppi á Grensásvegi sem þykist vera útibú af ísbúðinni í Vesturbænum. Ef ég bið um lítið af nammi í þeytinginn minn þá vil ég LÍTIÐ AF NAMMI. Og ísinn á ekki að bráðna um leið og hann snertir boxið... þá er hann ekki nógu frosinn. Ég þarf ekki að lufsast út í ísbúð til þess að kaupa 3 kg af smartís með smá mjólkurslettu á, ég get alveg fixað það sjálf. Og já, ég er kannski óþarflega pirruð yfir þessu en þetta er uppáhalds ísinn minn og ég var mjög spennt að vanda. Nú ætla ég að bruna upp á Grensásveg og roundhouse-kikka þetta ömurlega afgreiðslulið í barkakýlið. Nei ókey, kannski ekki en ég fer a.m.k. aldrei þangað aftur. Kannski veiði ég bara leifarnar af smartís-fíestunni upp úr ruslinu og býð öllum krökkunum í hverfinu í nammiveislu. Nóg er nú til. Aaaaaaarg hvað ég er fúl.

26.8.08

Ég var einu sinni sem oftar að láta mig dreyma með því að fletta fasteignasíðum mbl.is. Þar rakst ég á yndislegt hús á Brekkustíg með þessari líka undarlegu uppröðun. Ég gæti best trúað að þetta væri slæmt feng shui:



Samt nett að vera með svona þvofu.

25.8.08

Ja hérna hér... það er nú bara ekki til það vandamál í heiminum sem Dr. Phil hefur ekki skrifað bók um. Ég finn lykt af nóbel.

Ég er að spá í að byrja að kalla hjássa sambó. Has a nice ring to it.

22.8.08

Ókey ókey ókey... ég tek það til baka að við séum ekkert góð í handbolta.

21.8.08

Nýja myndbandið með Páli Óskari er mjög flott. Hins vegar finnst mér öll tónlist sem frá honum kemur frekar slöpp. Það bara vantar allt fútt í hana.
---
Um helgina ætla ég í sumarbústað. Þar verður ekki hlustað á Pál Óskar hugsa ég. En það er aldrei að vita nema maður hendi Feargal Sharkey á fóninn ef sá gállinn verður á manni.
---
Ég er með ótrúlega magnað lyktarskyn. Ég á t.d. mjög erfitt með að hætta að reykja því þá finn ég yfirnáttúrulega mikla lykt af öllu. Núna er einhver helvítis lykt að bögga mig heima hjá mér. Þetta er lykt eins og af nýburaskít eða gömlu nautahakki. Hvaðan hún kemur veit ég ekki... og kæri mig kannski ekki um að vita.

20.8.08

Lítil vinkona okkar hjássa spurði mig í vikunni hvort ég væri „mamman hennar Ragnar“. Ég er nú reyndar nokkrum árum eldri... en mamma hans?!

18.8.08

Ómeeen hvað mig langaði að vinna í lottóinu. Nú sit ég uppi með skósíðan bleikan pels og nýjar gulltennur sem ég hef ekkert efni á. Svona er að láta bjartsýnina hlaupa með sig í gönur.

17.8.08

Ég var að horfa á fimleikaúrslitin á ÓL áðan. Ein kínverska stelpan var með stórar tennur. Ég hélt að Kínverjar væru ekki hrifnir af illa tenntum smástelpum. Hún vann heldur ekki.

15.8.08

Á Dlisted fann ég loksins draumabrúðarkjólinn minn:



Sooo classy.

14.8.08

Ég og hjássi skelltum okkur á fyrirlestur um Norræna húsið í gær. Hjássi sofnar greinilega ekki bara í partýum - hann sofnar líka á fyrirlestrum. Neyðarleeeegt.

13.8.08

11.8.08

Hjássi vinnur á hóteli og kemur stundum með matarafganga með sér heim. Það þykir mér ekki leiðinlegt. Síðan ég kom heim úr vinnunni er ég t.d. búin að borða bæði laxa- og skinkubrauðtertu, eplaböku og marengstertu með rjóma. Slurp. Ég er svo sannarlega fædd til að lifa í allsnægtum.
---
Og talandi um hjássa... hann segir að ég sé einstaklega morgunfúl og leiðinleg. Hann ætti nú bara að prófa að vekja sjálfan sig eftir næturvakt... jæks. Ég potaði nokkrum sinnum inn í nefið á honum með upprúlluðu blaði áðan og hann varð ekki lítið fúll. Áfram sefur hann þó. Ég hef heldur ekki lokið mér af.
---
Og yfir í barnavesen... ekki barneignir þó, enda hef ég ekki nokkurn minnsta áhuga á því að unga út lendaávexti þrátt fyrir að vera komin á fertugsaldurinn. Nei, barnanöfn skulu það vera. Ég sagði fröken frænku minni um daginn að ef ég eignaðist einhvern tímann piltbarn myndi ég nefna hann Dreka. Henni fannst það hryllilega ömurlegt. Mér finnst Dreki hins vegar ógeðslega svalt nafn. Maður sem heitir Dreki verður eitthvað stórfenglegt, það er alveg deginum ljósara.

En svona þegar ég spái betur í því gæti dópsali eða handrukkari svosem alveg heitið Dreki líka. Ég spái betur í þessu... ég á nú örugglega 20 frjósöm ár eftir miðað við hvað ég er seinþroska.

6.8.08

Almáttugur, þvílík leiðindi. Ég sem hélt að suðan væri lengi að koma upp í kartöflum þegar maður væri að bíða. En greinilega ekki nærri því eins lengi og það tekur klaka að bráðna þegar maður affrystir ísskáp. Mig langar gríðarlega upp í rúm að klára að horfa á allar vídeóspólurnar sem hjássi keypti en þetta þarf víst að klárast. Ég er að spá í að æfa mig í að standa á höndum á meðan ég bíð. Eða tengja plötuspilarann.