Harmsögur ævi minnar

31.5.05

Jæja, þá bara nenni ég þessu ekki lengur. Ég blogga kannski þegar ég er komin út ef það verður ekki of mikið að gera í sólböðunum.

Er að reyna að finna mér e-ð til dundurs á flugvellinum á morgun en dettur ekkert í hug. Man ekkert hvernig á að leggja kapla eða neitt svoleiðis. Ef það hefði ekki farið hrásalat inn í game-boyinn minn hérna um árið gæti ég sjálfsagt tekið hann, en það er víst ekki hægt. Litabók kannski? Snake í gemsanum? Úff.

30.5.05

Er þetta eitthvað grín? Hér dynja haglél á stærð við tennisbolta á glugganum. Ja hérna hér.

Uss, nú verð ég á skrifstofunni hennar mömmu bara í dag og á morgun og svo er ég farin aftur. Það verður ágætt að komast í sól og sjó. Í gamla daga voru allir heilsulausir sendir til Suður-Evrópu til hressingar. Muniði ekki eftir kallinum hennar þarna í Brúðuheimilinu? Hann náði nú aldeilis bata.

Annars var stuð um helgina. Tsjill á föstudaginn heima hjá Glókolli í ástarsorg og svo tsjill með sama kolli og bjórmálaráðherra kvöldið eftir. Tókum lýðræðið á þetta í mússíkinni og skiptumst á að velja lög. Alltaf sami hringurinn og það mátti ekki svindla. Og það mátti ekki skipta út laginu manns ef maður fór á klóið. Þetta var frábært sístem. Annars er ég nú hætt að vera tónlistarfasisti og einoka græjurnar í partýjum. Maður er orðinn svo líbó svona í seinni tíð og eftir að hafa vanist á ruslið sem er spilað úti alls staðar get ég sætt mig við nánast hvað sem er.

Auk þess er ég hálfpartinn dottin út úr þessu öllu saman og veit ekkert hvað er hipp og kúl þessa dagana.

Önnur tíðindi eru þau að ég eldaði lasagne á laugardaginn og held svei mér þá að ég hafi toppað sjálfa mig. Það var hrikalega gott. Hógvær, ég veit.

27.5.05

Jæja já... hvað get ég sagt, föstudagur og síðasta helgin mín. Ætli maður skreppi þá ekki eitthvað. Byrja á því að hitta Glókoll í ástarsorg í kaffi og svo sjáum við til. Glókollur í ástarsorg er nú yfirleitt til í stuð. Hann á líka gullvísakort svo þetta ætti ekki að verða vandamál.

Hann á svo líka kvíðastillandi lyf sem ég ætla að stela svo mér líði ekki alltaf eins og það sé nagdýr í maganum á mér að éta mig að innan. Ég er viss um að ég er annaðhvort með magasár eða bakflæði. Er enginn með bakflæði lengur? Þetta var nú ekkert smá í tísku fyrir nokkrum árum.

Sé til... ef ég æli blóði þá er þetta líklegast magasár.

26.5.05

Fór að horfa á leikinn í gær... bara með Liverpool mönnum svo ég neyddist til að halda með AC Milan til að skapa jafnvægi við borðið. En svo skipti ég bara yfir í Liverpool þegar þeir unnu. Það vill enginn halda með liði sem tapar.

Svo pizza og læti með Völla og Tobbaliciousi. Fínt fínt. Meiri bjór meiri bjór meiri bjóóóóór.

25.5.05

Bíddu... er heimurinn að gera grín að mér?

Vá, eftir 10 ár í grunnskóla, 4 ár í menntaskóla, 1 1/2 ár í iðnskóla og 3 ár í háskóla komst ég loksins að því að ég er geðveik. Hah!

Hvað gerir maður í svoleiðis málum? Ég hallast helst að því að fá mér bjór.

24.5.05

Nú eru bara 8 dagar þangað til ég fer. Fokkðett. Ég þarf að henda mér í gólfið í kvíðakasti, bæjó.

23.5.05

Boris vann ekki, mér til mikilla vonbrigði. Helvítis pakk.

Annars var tekið á því um helgina, mikið dansað og drukkið. Kannski fullmikið af því góða, ég er þreytt ennþá en það var viðbjóðslega gaman. Skrýtið og skemmtilegt. Engin slaxmál sem betur fer... maður fer nú alveg að verða of gamall fyrir svona villtar nætur.

Fór í ofnæmispróf og er einmitt með ofnæmi fyrir... jú rykmaurum! Stupid poetic justice. Þeir þrífast þó ekki á klakanum (eins og hefur áður komið fram hérna...) en svona rakabæli eins og Sardinía er víst kjörstaður fyrir alls konar svona ógeð. Þá er nú komin skýringin á því af hverju ég fékk aldrei ofnæmi á Íslandi.

En lítið er nú hægt að gera við blessuðum skepnunum, nema læra að lifa með þeim og taka ofnæmistöflur. Maður sefur a.m.k. ekki einn, nei nei nei, þetta skríður á mér í milljónatali þegar ég er uppi í rúmi. Svo verpa þeir í koddann minn og ég tek hann með mér til Íslands og reyni að koma þeim á legg eins og góð mamma.

Ja hérna hér, það er kannski ekki skrýtið að maður lendi stundum í ryskingum:

20.5.05

HA HA HA!

Vonbrigði ársins í gær... djöfull er fyndið að við höfum ekki komist áfram. Þetta leysti reyndar vandamál hjá mér því nú þarf ég ekki að stressa mig yfir því hvað ég á að gera á laugardagskvöldið.

Horfði á undankeppnina hjá Dóru. Hún kaus Pólland (klofið tók völdin) en ég varð ástfangin af Króatíumanninum. Ég átti því miður ekki inneign á símanum til að kjós'ann... þá er bara að vona að hann birtist í draumum mínum í nótt í stað dónalegra svertingja og sápuóperusúkkulaðigæja (já og svo var hann ekkert úr One Tree Hill heldur Jack og Bob eða eitthvað).

Komst Króatía annars áfram? Gleymdi alveg að fylgjast með því... ef svo er ætla ég að horfa á keppnina í silkináttkjól með öðrum stelpum í silkináttkjólum og svo förum við í koddaslag og fjaðrirnar fjúka út um allt og festast í nuddolíunni sem við notuðum hvor á aðra skömmu áður.

Boris Novkovic... here I come!

18.5.05

Já gleymdi alveg að segja frá því að í fyrradag dreymdi mig að þeldökkur maður reyndi að tæla mig til ástarleikja með því að veifa framan í mig risastórum tólunum. Svo í nótt dreymdi mig að ég væri að kyssa e-n gaur úr One Tree Hill (veit ekki hvern því ég hef bara séð einn þátt).

Ætli maður sé að verða e-ð desperaaat?

Ég komst að því að ég verð að þvo mér í framan og tannbursta mig um leið og ég kem heim á daginn. Annars koðna ég niður í stofusófanum og hef hvorki getu né rænu á því að drulla mér í rúmið fyrr en öll dagskrá er búin í sjónvarpinu. Það vex mér nefnilega svo í augum að þurfa að fara á klósettið og tannbursta og rugl.

Í gær t.d. rankaði ég við mér um 3-leytið. Þá var ég lekin á milli púðanna í sófanum og nennti náttúrulega ekkert að standa í neinu veseni. Svo vaknaði ég eins og pandabjörn í morgun. Helvítis maskari. Helvítis leti. Helvítis líf.

Jæja þá er komið að því. Neutral-maðurinn píndi mig til að byrja á kössunum í geymslunni. Ég á ótrúlega mikið af drasli sem aðrir eru að geyma fyrir mig og þar sem Neutral-maðurinn er að fara að flytja í sumar vildi hann að ég grynnkaði á kassastaflanum.

Ég er nú búin að vera að humma þetta fram af mér en sá í gær að það var engrar undankomu auðið. Það er ekki það að ég nenni ekki að taka til í þessu, það er meira það sem ég er hrædd við að finna í kössunum. Þarna er nefnilega öll mín fortíð, góðir tímar og slæmir og ég hef stundum svo lítið hjarta að það fer alveg með mig að fara í gönguferð niður minningastíginn. Svona tiltekt endar yfirleitt í því að ég sit með nostalgíublik (og tár) í augum og skoða gamlar myndir, tónleikamiða, skólablöð, bréf og alls konar dót.

Það er sérstaklega ömurlegt að skoða dót úr grunnskóla. Þegar maður var ungur og saklaus og fannst sér allir vegir færir. Allt lífið framundan og ekkert ómögulegt.

Svo náttúrulega kemst maður að því hvað lífið er mikill skítaskurður.

17.5.05

Böhöö. Nú er ég búin að sitja við tölvu í klukkutíma og örugglega búin að athuga háskólapóstinn 30 sinnum. Enn eru ekki komnar inn einkunnir... dææææs. Ég þoli ekki að bíða eftir einkunnum. Ég er alveg orðin viss um hafa bara fallið í öllu.

Ef ég hef fallið í öllu ætla ég að fara upp í Breiðholt og láta bílsýkilinn éta mig.

Ég sá í fasteignahluta Fréttablaðsins auglýsta íbúð í Breiðholti með 35 fm bílsýkli. Það er ógeðslegt.

Annars lítið að frétta nema át og hreyfingarleysi. Datt í það með Neutral-manninum á föstudagskvöldið. Mikið stuð.

Og þau undur og stórmerki gerðust að mér tókst að lauma Ariel þvottaefni ofan í körfuna hjá honum. Hann er sáttur, ég veit eiginlega ekki hvort hann tók eftir því. En nú ilmar þvotturinn af alpaferskleika. Ég þoli ekki lyktarlaus þvottaefni.

12.5.05

Pröf búin. Gott gott gott.

Þá er næst á dagskrá að taka til eftir mig. Það eru sko blöð, bækur, bréfaklemmur, pennar og póst-its út um allt. Neutral maðurinn var alveg brjálaður yfir þessum sóðaskap. Þá er bara að henda smá Neutral í fötu og skúra pleisið. Verður varla mikið mál.

8.5.05

Eitt próf eftir eitt próf eftir eitt próf eftir.

Skellti mér í öl og læti á föstudaginn með Glókolli. Við dönsuðum (og drukkum) frá okkur allt vit. Lentum í slaxmálum og allt, uss uss uss.

Hef ákveðið að skrallast ekki meir þangað til ég fer út aftur, bara leigubíllinn inn í Hafnarfjörð kostaði rúmar 2000 krónur takk fyrir, og þá er ótalinn brennivínspeningur og fleira vesen. Ég hef ekkert efni á þessu. Eins gott að það var ógeðslega gaman hjá okkur.

Svo vil ég biðja fólk að hætta að gera grín að gula hárinu mínu. Ég er ekki að fara að eyða tíuþúsundkalli í strípur svo þið verðið bara að læra að lifa með þessu. Doesn't bother me.

3.5.05

Ég fór að máta bikiní í verslanamiðstöð í dag. Lenti í því skemmtilega atviki að eiginmaður konunnar í básnum við hliðina svipti upp skilrúminu hjá mér með látum þar sem ég stóð algjörlega varnarlaus með jullurnar út í loftið. Ég veit eiginlega ekki hvort okkar varð vandræðalegra. Hræææðilegt.

Besta var samt að ég beið með að segja mömmu söguna þar til við vorum komnar út úr búðinni til að lenda ekki í því að gaurinn stæði fyrir aftan okkur eða eitthvað og heyrði allt. Nú, við vorum komnar fram á gang og ég byrja frásögnina með mjög leikrænum tilburðum og tilheyrandi hlátrasköllum og látum. Stendur þá ekki karluglan akkúrat hálfan metra frá mér. What are the odds???

Annars var ég að spá í að biðja um ráð til að losna við bollumaga á þremur vikum. Án líkamsræktar eða skurðaðgerðar. En lausnin er komin. Það er ekkert jafn anorexíuhvetjandi og að standa fyrir framan spegil í sundfötum... í þröngum mátunarklefa með halógenljósum. Oj.