Harmsögur ævi minnar

27.9.06

Erum a lifi. Frettir vaentanlegar bradlega. Koss.

19.9.06

Já ekki er nú gaman að vera heimilislaus aumingi skal ég segja ykkur. Draslið mitt er allt í pokum, og eyði ég nú dögunum vafrandi um skuggaleg stræti miðborgarinnar með bjórdós í hönd.

Ég fékk inni hjá móður minni í dag og hékk þar glápandi á sjónvarpið. Horfði meðal annars á viðbjóðslegan eróbikkþátt á stöð 2. Af hverju er eróbikkfólk alltaf að segja "vúhúú" og "íhaaah". Sennilega á það að virka hvetjandi. Það hvatti mig a.m.k. til að henda súkkulaðikassanum í sjónvarpið.

Annars var helgin fín og allt svosem í góðu. Það er æði að vera í bústað. Uppáhalds samtalið mitt var eftirfarandi: A: "Sjitt, ég ældi", B: "Vá, ég líka", C: "Hey, ég ældi líka. Eða sko, bara uppí mig. Ég kyngdi því svo aftur". Klassalið.

14.9.06

Í hvert einasta skipti sem ég þarf að pakka öllu draslinu mínu í kassa, man ég hvað það er VIÐBJÓÐSLEGA LEIÐINLEGT!!!

12.9.06

Næstsíðasti dagurinn í vinnunni... úff hvað þetta líður hratt. Lítill söknuður svosem - ég held að við getum öll verið sammála um það að bankastörf eru ekki minn tebolli. Engu að síður á ég eftir að sakna fólksins sem ég er að vinna með, þau eru snillingar. Skrýtið að vera alltaf að byrja og hætta alls staðar. Alltaf að breyta til.

Ég þarf að baka kveðjukökur í kvöld. Sem er fínt. Eitthvað þarf ég að dunda mér við þangað til Rockstar byrjar. Púðursykurmarengs með rjóma og jarðarberjum og súkkulaðikaka með hnetum. Og kanilsnúða fyrir bústaðinn.

Og mér til mikillar gleði er bæði Lush og Top Shop í Cambridge. OG klúbbur sem heitir 22! Mér líður strax eins og heima hjá mér. Þetta er bara smart.

11.9.06

Noj noj noj, haldiði að ég hafi ekki fengið 118 af 120 í helvítis toefl-inum. Það lítur semsagt út fyrir það að ég fari í blessaðan masterinn í Cambridge innan skamms. Mig vantar reyndar ennþá íbúð og u.þ.b. hálfa milljón í reiðufé til að láta dæmið ganga sæmilega upp en hvah, það reddast maður.

9.9.06

Æi, er bara eitthvað að hanga lasin heima. Glatað að vera lasinn. Svo er Rockstar sem ég er búin að sjá 100 sinnum í sjónvarpinu, svo ég sit bara og ét saltstangir og drekk djús og horfi á hjásvæfuna sofa vært í sófanum því hann er svo mikið krútt þegar hann er sofandi. Jææææja, þetta er kannski fullmikið eins og atriðið í Friends þegar geðveiki meðleigjandinn hans Chandlers var alltaf að glápa á hann þegar hann var sofandi. Já svona er maður nú mikið sækó, bezt að snúa sér að einhverju öðru.

Ég hlakka svo til næstu helgar. Sumarbústaður með heitum potti og réttir á laugardeginum og bara gleði gleði. Trill (tsjill og grill) og fjör.

Núna er hjásvæfan byrjuð að hrjóta sem andsetin af djöflinum væri. Það dregur nú aðeins úr krúttlegheitunum verð ég að viðurkenna.

7.9.06

Ja hérna, langt síðan maður hefur skrifað. Enda svosem ekki mikið af viti sem kemur upp úr manni hvort eð er. Ég nenni að sjálfsögðu ekki að telja upp allt sem á daga mína hefur drifið síðan síðast; það tæki alltof langan tíma því líf mitt er svo ótrúlega spennandi. Ég ætla samt að segja frá því að ég fór á tónleika á þriðjudaginn... beið reyndar ekki eftir aðalbandinu Bloodhound Gang, enda fór ég aðallega til að sjá Dr. Mister & Mr. Handsome. Mér leið alla tónleikana eins og ég væri áttræð, því höllin var stútfull af pínkulitlum börnum í gleðikonufötum. Ég hef ekki fengið svona mikið menningarsjokk síðan ég slysaðist óvart inn á Oliver á djamminu og rakst á fólk á klósettinu með snyrtibuddur á stærð við íbúðina mína.

En Dr. og Mr. voru geðveikir.

1.9.06

Nú er það svart maður. Það var ekki til smjör í vinnunni svo ég þurfti að fá mér Létt & Laggott á brauðið. Ussss. Á meðan ég snæddi fletti ég Mogganum síðan í gær og fékk framan í mig flennistóra mynd af hinni ótrúlega ljótu Penelope Cruz. Af hverju, AF HVERJU er hún ekki með neitt bil milli nefs og vara?! Svo finnst mér hrokafullir, jakkafataklæddir hálfvitar með tízkugleraugu algjörlega óþolandi. Og flest gamalt fólk líka. Og þá er þus dagsins frá.