Harmsögur ævi minnar

26.4.10

Hvað er málið með YouTube? Af hverju fer vídeóið út fyrir? Af hverju?!

Það er alltaf svo myglað að mæta í vinnu aftur eftir frí... þó það hafi ekki verið nema fimm daga. Maður er ótrúlega fljótur að venjast því að hanga.

Annars er það helst að frétta af mér og Sambó að við höfum farið hamförum í eldhúsinu það sem af er árinu. Alltaf að prófa eitthvað nýtt og framandi. Ég er t.d. með grasker heima sem bíður þess að vera notað í eitthvað frábært. Þó heppnast ekki allir réttir jafn vel. Við gerðum t.d. ofnbakaða borgara úr túnfiski og kjúklingabaunum um daginn. Þeir voru bragðgóðir en alveg sjúklega þurrir. Við vorum svona eftir að hafa borðað þá:



Olíu í þá næst, ekki spurning.

23.4.10

Ég er í fríi í dag en í staðinn fyrir að njóta þess sit ég með hjartað í buxunum yfir vinnustressi sem þarf að reddast í dag. Nú er ég búin að hringja nokkrum sinnum til að tékka á því og rækta magasár þess á milli. Geggjað frí. Það er annað en Sambó sem er sjúklega afslappaður og ennþá sofandi. Þetta er ungt og leikur sér og áttar sig sennilega ekki á því að prófin nálgast óðfluga. En eníhú, tvífarar dagsins:

Selurinn:


Friðný:



Stuð stuð stuð.

9.4.10

Híhí!

1.4.10

Mig dauðlangar að detta í hug eitthvað bráðsnjallt aprílgabb en ég er alveg galtóm. Í fyrra laug ég að nokkrum að verið væri að gefa páskaegg í 10-11 á Eggertsgötunni. Sambýlismaður minn og frændi (ekki sami maðurinn, bara svona til að fyrirbyggja misskilning) létu gabbast. Sambó fór út í búð en fann ekki neitt svo hann fór heim aftur og hringdi í mig til að kvarta. Ég sagði honum að starfsfólkið hefði örugglega bara átt eftir að bæta í stæðuna eða eitthvað og hann ætti að fara aftur og hreinlega spyrja um þetta. Bæði hefði ég séð þetta í blaðinu og svo var verið að gefa helling þegar ég kom við á leiðinni í vinnunna. Hann fór aftur og hringdi svo alveg brjálaður. Þá hafði hann (eins og sauður) spurt um eggin. Afgreiðslufólkið kannaðist auðvitað ekki við neitt og stakk upp á að kannski hefði einhver verið að gera grín. Það væri nú einu sinni 1. apríl. Sá varð fúll maður. Fyrrnefndur frændi minn keyrði svo með barnið sitt í þessa sömu verslun til að fá gefins egg. Ég fékk smá samviskubit yfir því verð ég að viðurkenna... en djöfull var þetta samt ógeðslega fyndið.