Harmsögur ævi minnar

29.6.07

Aftur ætlaði ég að vera löngu búin að blogga en netið er búið að vera eitthvað leiðinlegt.


Jæja... ég náði að skila inn ritgerðinni eins og frægt er orðið. Ég þurfti svo að verja hana á miðvikudaginn. Ég var svo stressuð að ég fór að væla uppi í hljóðfræðilabi ein á þriðjudagskvöldið. Algjört breakdown bara. En þetta fór nú allt saman vel, við fáum reyndar ekki einkunnir fyrr en á mánudag en þau sögðu að ég hefði náð og að þetta hefði bara verið afskaplega fínt hjá mér.


Í dag koma Glói og Gimmi til mín... ég er einmitt að blása á mér hárið og svona fyrir maraþonsessjón á pöbbnum áður en við höldum til Sardiníu á mánudag. Stuð stuð stuð. Ég má semsagt ekkert vera að þessu og hendi bara inn nokkrum myndum í staðinn:






































































Góða helgi gullin mín!!!

26.6.07

Ætlaði að vera löngu búin að blogga, en sit því miður sveitt lesandi yfir ritgerðina mína og allt sem henni tengist fyrir þessa blessuðu vörn á morgun. Úff og sveiattan, sveiattan segi ég! Ég er dauðans matur.

20.6.07

Mér finnst fyndnast í heimi þegar ég er að skrifa um tölfræði. "Jamm, hérna (F(2,8)=5.260, p=0.035)"... ég gæti alveg eins verið að tala kínversku - ég skil ekkert hvað þetta þýðir. Greenhouse-Geisser? Nei, má ég þá heldur biðja um bjór.

19.6.07

Kaffi- og nikótínsturlun hefur náð hámarki. Fór heim í morgunsárið og er komin aftur. Ritgerð þarf að skrifast. Ég bið ykkur öll vel að lifa.

17.6.07

Ó mamma, hvað þetta er fyndið:

14.6.07

WTF!!!
Nú er vika í skiladag, og ég endurtek... WTF??? Hvernig í ósköpunum gerðist það?

Þar sem ég nenni ómögulega að skrifa um ritgerðina mína og, let's face it, enginn vill lesa um hana, þá ætla ég að ausa úr skálum svekkelsis míns.

Þannig er mál með vexti að Burger King niðri í bæ lokaði fyrir nokkru og því um fátt að velja þegar maður vill fá sér borgara á fylleríi/í þynnku. Þá stendur valið um McDonalds (jakk), hamborgaratrukk sem í daglegu tali er nefndur "The Van of Death" og svo höfum við City Kebab, þar sem maturinn er fínn en gaurarnir eru megasleazy og alltaf að reyna við mann. Og svo auðvitað Gardi's sem er með snilldarmat, bæði borgara, keböb og fleira.

Neeeema hvað að ég fór a Gardi's um daginn til að ná í snarl fyrir mig og Tom. Tvo gríska borgara bað ég um, namminamm, með fetaosti og fíneríi. Allt í einu tók ég eftir því að dúddarnir sem vinna þarna eru ekki með neina hanska og eru samt að káfa á öllu með höndunum. En þar sem maður er nú vanur að vera í sveitinni og ekki pláss fyrir neinn tepruskap þá var ég ekkert með neinar sérstakar áhyggjur. Þangað til að gaurinn veiddi fetaoststykki upp úr dollu með höndunum, setti á annan borgarann, sleikti á sér puttana, já ég endurtek: SLEIKTI Á SÉR PUTTANA, og fór AFTUR með hendina ofan í til að ná í nýtt stykki á hinn borgarann. Nei, nei, nei. Ég segi það aftur: ég er sko engin tepra, en þetta er fokkíng sóðaskapur.

Ég borðaði nú borgarann í þetta skipti en ég get ómögulega hugsað mér að fara þangað aftur. Sem er grautfúlt því þetta eru bestu borgararnir í bænum.

11.6.07

Ég fékk að fara í sturtu hjá skólasystur minni. Það var hugsanlega besta sturta sem ég hef farið í á ævinni.

9.6.07

Oj það er eitthvað svo vanskapað að vera uppi í skóla á laugardagskvöldi. Þó að ég geti nú svosem ekki kvartað, ég er búin að fara á pöbbinn síðustu þrjú kvöld. En nú er mál að linni.


Ég vaknaði hálfþunn og sveitt (já hér er sko orðið megaheitt alla daga), alveg að kafna úr minni eigin reykingafýlu sem og skyndibitaleifalykt eftir borgarann sem ég tók með mér heim. Henti mér í slopp og í sturtu, en neibb, engin sturta á veggnum. Það er nú samt aðeins betra heldur en þegar það var ekkert klósett. Af tvennu illu finnst mér nú skárra að geta ekki baðað mig heldur en að þurfa að hjóla niður í bæ til að kúka. Nú er ég með fjórfalt svitalyktareyðislag undir höndunum. Og píparinn kemur væntanlega ekki aftur fyrr en á mánudag þannig að þetta er æsispennandi. Það verður komin einhver skemmtileg flóra á húðina á mér. Mosi, og jafnvel kóralrif ef ég er heppin.


Ég sá æðislega furðulegt dýr áðan sem ég tók mynd af með símanum, en ég kann ekki að færa myndina úr símanum eitthvað annað. Þetta var hálfpartinn eins og fiðrildi, grænt og bleikt með flauelsáferð, eða rosalega fíngerðum fjöðrum. Mig grunar jafnvel að þetta hafi verið pínkulítið geimskip.


Og svona til gamans læt ég fylgja með mynd af mér í labinu. Samt er ég ekkert í labinu þessa dagana. En ég eyddi nú dagóðum tíma þar fyrir nokkru.




8.6.07

Í dag er opinber skiladagur á mastersritgerðunum. Ég held að u.þ.b. 13 af 20 hafi skilað í dag og restin er með frest. Við hittumst áðan í hádegismat til að fagna. Það var frekar ljúfsárt verð ég að segja, og frekar mikið antíklæmax að setja niður freyðivínsglasið og fara aftur upp í skóla að læra. Herregud hvað mig langar að klára þetta.

7.6.07

Ég var að spjalla við einn af kennurunum mínum um hvað ég ætti að vinna við eftir útskrift. Hann sagði að ég ætti að verða njósnari. Mér líst þrusuvel á það.

5.6.07

JÁ JÁ JÁÁÁÁÁ!!!! Kláraði helvítis kapalinn... nú hef ég engar afsakanir fyrir því að læra ekki. Skrifiskrif.

Ég heyrði í sjó-ástmanninum áðan. Hann var búinn að vera að dunda sér við það að æla lungum og lifur síðan lagt var úr höfn en bar sig þó furðuvel. Þetta hlýtur að lagast þegar hann fer að... gera það sem er gert á togurum, hvað sem það nú er.

Það kom pípari til okkar í morgun til að laga baðherbergið. Eftir að ég vaknaði komst ég ekkert á klósettið, hvorki til að létta á mér, tannbursta mig né fara í sturtu. Þegar ég var alveg að kúka í buxurnar dreif ég mig bara niður í bæ og fór á almenningsklósett sem var mjög kósí. Ég notaði tækifærið og keypti fullt af drasli sem mig vantaði (tjah, eða langaði í) og var nokkuð sátt við afraksturinn þrátt fyrir að vera mörgum tugum punda fátækari. Það sem var þó merkilegast við bæjarferðina var að ég var sokkalaus þegar ég kom heim og skil ég ekkert hvernig stendur á því.

Svo vantar mig sárlega læristrauma þannig af ef þið nennið sendið mér smá.

Og meeeen mig vantar að komast í klippingu!

4.6.07

Grrrreat. Ég lufsaðist á bókasafnið í dag að ná í eitthvað drasl sem mig vantaði fyrir ritgerðina. Kom heim með þvílíkan doðrant sem heitir því hressa nafni Proceedings of the Seventh International Congress of Phonetic Sciences Montreal 1971. Ég var eitthvað að glugga í þennan risa áðan og mundi þá ómögulega hvaða grein mig vantaði... eða af hverju ég var að ná í þetta á annað borð. Hví hví? Af hverju var ég með þetta skrifað niður? Ég tók líka aðra bók þar sem ég er alltaf að reyna að lesa drasl eftir einhvern dúdda sem var hrifinn af aðblæstri. En hann skrifar bara allt á frönsku, mér til mikillar gremju. Jeminn, ég held að ég ætti að fara í rúmið.

Það sem ég hata mest í lífinu um þessar mundir:

  1. Spider Solitaire
  2. Spider Solitaire
  3. Spider Solitaire

Mig dreymdi í nótt að ég ætti afmæli og var hundfúl þegar ég vaknaði í morgun yfir því að enginn væri búinn að hringja eða senda sms. Svo áttaði ég mig á því að ég á ekkert afmæli. Og það er langt í það meira að segja. Ætli þetta sé byrjunin á einhverju ó-mæ-god-er-að-verða-þrítug!!!-dæmi?
---
Nágranninn minn virðist vera farinn að borga fyrir internetið aftur. Það finnst mér mjög ánægjulegt... ég var eiginlega að verða leið á Spider Solitaire. Og þá sérstaklega með fjórum sortum sem ég FÆ EKKI TIL AÐ BÉVÍTANS GANGA UPP!!!
---
Í dag vantar mig:
Sparikjól
Bikiní
Bleikan mattan varalit - ég dröslaði Tom með mér í Boots í gær þar sem ég prófaði trilljón varaliti en enginn var nákvæmlega eins og ég vildi. Má ekki vera of bleikur og ekki með appelsínugulum blæ heldur svona ljósbleikur. Vandamálið við svoleiðis lit er að ef hann er aðeins of ljós þá lítur maður út eins og ekkert súrefni komist í hausinn á manni. Já það er erfitt að vera til.
---
Kærastinn minn er að fara á sjóinn í dag. Mér finnst það gasalega fínt. Ég vona bara að hann detti ekki úr bátnum eða gubbi eða eitthvað. Og ég vona að þeir séu ekki með tunnu um borð... það veit hver maður að það býður nú bara upp á alls konar smitsjúkdóma.

3.6.07

Ég nennti ekki að læra svo ég hjólaði upp í skóla til að fara á netið. Nema hvað að þegar ég var að hjóla inn í garðinn sem ég fer venjulega í gegnum mætti ég heilum hóp af kúm. Og þær voru akkúrat eitthvað að vafra á hjólastígnum. Ég fetaði mig ofurvarlega í gegnum hópinn og var næstum sloppin þegar ein þeirra sló mig með halanum... og það beint í fésið. Það var aldeilis dónaskapurinn, ég átti nú bara ekki til orð. Og nú er ég með beljuhalahár og flugur fastar í varaglossinum. Það sem á mann er lagt.