Harmsögur ævi minnar

31.5.07

Það er kannski ekkert einkennilegt að nágranni minn á stúdentagörðum hafi stundum hringt á lögguna þegar maður var að blasta þetta úr Pioneer fermingargræjuhátölurunum.

(Þó að það hafi nú oftar verið karlakóralög...)

(Ætli fermingargræjuhátalarar séu lengra orð en jarðarberjaostakökubragð?)

Hvað varð um þennan Tússj sem var að vinna með Deloitte? Var hann bara rekinn?

29.5.07

Djöf... andsk... ég er komin með moðerfokkíng ofnæmi fyrir hljóðfræði. Og þetta er hreinlega ekkert grín, mér varð litið í spegil áðan og húðin á mér er öll rauðflekkótt og upphleypt. Síðast þegar ég fann fyrir svipuðu endaði ég á spítala með stera og andhistamín í æð... svo ekki sé nú minnst á höfuð á stærð við Laugardalshöll. Hin stelpan sem er með mér í labinu er að verða sköllótt. Við ættum náttúrulega að gefa út bók með raunum okkar.

Eeeen yfir í léttara hjal; hérna er myndbrot með Pétri, Páli og Maríu. Þetta er öfgagott lag þótt það sé nú ekki nema brot af því þarna. Og jafnvel þó að lagið væri lélegt væri það samt þess virði að horfa á Maríu skekja sig sem andsetin af djöflinum væri.

Húsið mitt lekur! Það lekur úr sturtunni niður í eldhús... í gegnum eldhúsljósið. Það getur ekki verið gott mál. Ó kræst hvað ég hlakka til að búa í einhverju sem er ekki greni og þurfa ekki að leigja með öðru fólki. Eins og stendur er greinilega óopinber keppni í gangi um hversu hátt er hægt að raða ofan á ruslafötuna áður en skipt er um poka. Ég neita að skipta um poka enda er ég alltaf að fara út með ruslið. Svo virðist sem reglurnar séu þær sömu og í Simpsons: ef það dettur ekki, þá má það vera. Nú er komið fjall upp úr ruslinu og þar af leiðandi ómögulegt að loka pokanum. Pakk.

28.5.07

Ég var ekki étin af börkum, ó nei. Hins vegar virðist nágranni minn ekki vera lengur með internettengingu. Það sýgur, en jæja, easy come easy go.
---
Núna hangi ég uppi í skóla að reyna að læra. Það gengur hægt því það er búin að standa yfir mikil smíðavinna í höfðinu á mér í allan dag. Ég sem hélt að timburmenn væru í fríi á hvítasunnunni.
---
Tim tilkynnti mér fyrir nokkrum dögum að Cambridge hefði eignast fyrsta kynskipta hrossið á Englandi. Þótti mér það nokkuð merkilegt, þrátt fyrir að eiga bágt með að skilja af hverju einhver nennti að standa í því að gera kynskiptaaðgerð á hrossi. Föttuðum við skömmu síðar misskilninginn... mare og mayor er nefnilega borið nákvæmlega eins fram af Bretum. Það veldur sjálfsagt sjaldan misskilningi, en gerði það þó í þetta sinn. Gaman að því.

23.5.07

Þetta myndband er súrt súrt súrt. Svona svipað og ég þessa dagana. Hins vegar er lagið ótrúlega gott. Ég held að það sé ekki til neitt alvöru myndband við það svo þetta verður að duga.

Haldiði að það sé ekki bara að borga sig að hafa unnið í banka? Ég er alveg öfgafljót að slá inn tölurnar í línuritin sem ég er að gera. Það er svo aftur annað mál að ég er ekkert klár í excel og nú sit ég bara uppi með fullt af súlum og tölum og veit eiginlega ekkert hvað ég er að horfa á. Ætli ég þurfi ekki að rýna aðeins betur í þetta.

Ég fór líka á fyllerí á mánudaginn með TimTom. Endaði á því að gista hjá Tom því hann vildi ekki leyfa mér að hjóla heim á esinu. Nema hvað að ég hringdi í kærastann minn og spurði hvort hann hefði eitthvað á móti á því að ég lægi allsber uppi í rúmi með öðrum karlmanni. Eða svo segir kærastinn... ég man ekki einu sinni eftir því að hafa hringt í hann. Hann sagði líka að ég hefði ætlað að segja honum eitthvað ægilega mikilvægt, en viljað geyma það. Guð má vita hvað það var, vonandi er ég ekki ólétt... eða jafnvel örvhent! Ég er alveg á því að það eigi að vera áfengismælir í símum. A.m.k. í mínum símum.




P.s. Það skal tekið fram að ég var hvorki allsber né sváfum við Tom í sama rúmi.

Ég hjólaði svo hratt í skólann að ég var með flugnaklessur framan í mér þegar ég mætti.

21.5.07

Völundur sagði mér ógeðslega fyndinn brandara á laugardagskvöldið. Ég get ómögulega munað brandara en hugsaði með mér: "Ha ha ha, þetta er fyndið, ég verð að muna þennan". Ég tuggði því ofan í mig pönsjlænið aftur og aftur og auðvitað man ég núna bara helvítis pönsjlænið en ekki fyrri hlutann. Hvað gerði þessi sveppur aftur? Var hann alltaf úti að skemmta sér eða eitthvað?

Siggi litli Sörensen... Ekki lítill lengur!

Demitt!!! Týndi fullum sígarettupakka... andsk... &%&*$#!!!

20.5.07

Æi ég er ein í labinu og ég er viss um að ég heyri í börkunum. I'm outta here.

Það er einn kvenkyns hljóðfræðiprófessor í deildinni minni og er sú kona frekar hvöss og ákveðin. Í dag heyrði ég tvær sögur um hana. Hún á í fyrsta lagi að hafa drepið svín með berum höndum og rifið úr því barkann. Í öðru lagi segir sagan að hún hafi brotist inn á sjúkrahús hér í bæ og skorið barkann úr líki heimilislauss manns.

Það er ponku áhyggjuefni að ég trúi þessum sögum alveg. Og þessi kona verður væntanlega prófdómari í vörninni minni. Gúlp.

(Annars finnst mér þetta algjör óþarfi hjá henni... hér er nefnilega til þessi fíni plastbarki!)

19.5.07

Ég tók mér frí í gærkvöldi og þar sem ég sat við skrifborðið inni í herberginu mínu og horfði út í loftið, rak ég augun í bolla, hálffullan af grútmygluðu kaffi. Þá fór ég að spá í hvenær í ósköpunum ég hefði síðast drukkið kaffi inni í herbergi hjá mér. Ég er ekkert búin að vera heima þannig að það er a.m.k. vika, ef ekki tvær. Það er þokkalega subbulegt. Svosem ekkert stórmál, ég hellti nú bara myglunni og vaskaði upp bollann.
---
Baugarnir eru í algjöru hámarki og er ég nú farin að líta út eins og Alice Cooper eftir gott fyllerí. Það er að sjálfsögðu draumur hverrar ungrar stúlku.
---
Það er flutt ný stelpa inn í húsið. Hún er tjalli og er algjör snillingur... er alltaf að fara á reif í skærbleikum brjóstahaldara og alþakin gaddakeðjum.

18.5.07

Ég á stefnumót í kvöld við ógeðslega þykka tölfræðibók. Það verður æði. Öll fylleríssímtöl vel þegin.

Ég fékk tveggja vikna frest á ritgerðina... það þýðir enginn 17. júní í Edinborg með doktornum sínum. Æi þetta reddast vonandi allt saman. Og svo er alltaf hægt að tölta niður minningastíginn á milli mælinga:

17.5.07

Ég rakst á strák áðan sem er með mér í masternum. Ritgerðin hans er á svona líka góðu róli, hann á bara rétt eftir að laga hana aðeins til og bæta inn í hér og þar. "Jiii, en æðislegt!" sagði ég. Það þarf varla að taka fram að ég var sko að hugsa allt annað.

Ég er búin að mæla og mæla og mæla. Það gekk vel í upphafi því ég var náttúrulega í einhverju adrenalínbrjálæði út af klúðrinu og alveg að kúka í buxurnar af stressi. Núna finnst mér hins vegar allur vindur úr mér og farið að hægjast á. Kannski þarf ég bara að fara í rúmið... nei gengur ekki, get ekki sofnað því ég hef alltaf svo miklar áhyggjur þegar ég er komin upp í rúm. Helst myndi ég vilja horfa á skemmtilega mynd eða fara á pöbbinn. En það bíður betri tíma.

Og svo er ég að verða feitabolla því ég hef ekki tíma til að versla mat, tjah hvað þá að fara heim og elda hann. Hér er því samloka og snickers stöðugt á matseðlinum. Það er ótrúlega spennandi til lengdar.

Annars ætla ég nú ekkert að vera að væla. Eða jú, það mætti reyndar hætta að fjandans rigna í þessu landi alltaf hreint.

16.5.07

Ef fæturnir yrðu teknir af manni þá þyrfti maður að labba á ökklastubbum og það finnst mér fáránleg tilhugsun. Ætli það væri ekkert erfitt að labba niður stiga?

15.5.07

Ég gerði afskaplega fúla uppgötvun í dag. Allar vökunæturnar í labinu til einskis og ég þarf að byrja upp á nýtt. Engum að kenna svosem... nema þessu fúla forriti sem ég hata. Leiðbeinandinn minn sagðist reyndar taka á sig sökina því hann gerði sömu mistökin þegar hann var að sýna mér mælingarnar. En það minnkar svosem ekkert svekkelsið, né breytir þeirri staðreynd að ég þarf að gera þetta allt aftur. Æiiiii :(

14.5.07

Þreytt!! Ég gæti keypt í matinn fyrir fimm manna fjölskyldu með pokunum undir augunum á mér.

12.5.07

Það er ráðstefna hérna uppi í skóla... mjög þægilegt að hafa fólk á ferli þar sem labið getur orðið ansi einmanalegt. Fór út áðan í kaffi og sígó og minglaði eins og enginn væri morgundagurinn. Hitti m.a. tvo prófessora úr Harvard - það getur nú komið sér vel að hafa sambönd þar.

Annars er ég hálfpartinn að mygla hérna. Og svo klessti ógeðsleg dúfa á gluggann áðan. Ég er ekki hrifin af dúfum.

Ég át kvöldmat á pöbbnum í gær. Ég og Tom deildum rauðvínsflösku með matnum og fórum svo aftur upp í skóla að læra. Aftur á pöbbinn um tíuleytið, nokkur vínglös, heim og svo beint upp í skóla í morgun. Já, ef maður getur ekki köttað út pöbbinn þá verður maður bara að æfa sig í að læra í glasi og/eða þunnur.

Ég á líka eftir að sakna pöbbamatarins... steak and ale pie, sausages and mash... mmmmm.

Ég er að fara í júróvisjönpartý í kvöld. Það er hálf fúlt samt að Ísland sé ekki með. Og ég sem var búin að kaupa mér ný föt! Alltaf þegar ég er að fríka út uppi í skóla þá skrepp ég í bæinn og kaupi mér eitthvað til að gleðja mig. Works every time. Ég kaupi mér a.m.k. skópar á viku, sem er kannski sjúkt, en hér er geðheilsa mín að veði. Ég er algjörlega að treysta á að kærastinn beili mig út úr þessum magnaða kreditkortareikningi sem ég er að velta á undan mér. En þá verð ég kannski að hætta að pína hann til að segja "ég elska þig" í símann fyrir framan vini sína. Mér finnst það samt ógeðslega fyndið.

11.5.07

Ég er súr, júróvisjön var ekkert sýnt á ruv.is. En svo frétti ég að Ísland hefði ekki komist áfram svo að mér var alveg sama. Ég sem ætlaði að fá mér bjór á laugardaginn... er ekkert spennt yfir þessu núna. Er ekki ekki hægt að stofna bara austróvisjön og vestróvisjön svo við fáum einhvern tímann að vera með?

Ég fékk mér kaffi áðan og mjólk út í. Það bragðaðist skringilega. Ég er viss um að þetta var brjóstamjólk.

10.5.07

Ég ætla að vera ógeðslega löt í kvöld og horfa á júróvisjön í staðinn fyrir að læra.

9.5.07

Ég mætti galvösk í mannlaust labið áðan, skellti á mig heyrnartólum og mældi eins og vindurinn. Og talandi um vind þá er ég búin að vera hálf uppþembd í allan dag og varð því gríðarlega ánægð þegar um fór að losna. Sat hér í mestu makindum með bros á vör og lét vaða alveg hægri vinstri. Það var þá sem ég komst að því að labið var ekkert mannlaust. Ég var eins og áður sagði (og sem betur fer) með heyrnartól og hef því blessunarlega ekki hugmynd um hversu mikil óhljóðin voru.

Svo vil ég mæla með því að fólk smelli á hlekkinn sem Anna Lea setti í komment á færslunni hér fyrir neðan. Nei... seriously... do it.

8.5.07

Æi nú er ég alveg komin í kúk með lagalistann. Er eftirpartý innfalið? Nei, þetta er klúður... enginn listi. En ég ætla samt að setja inn lög sem að mér finnast skemmtileg því youtube er alveg málið þessa dagana. Miklu betra en Praat.

Lag númer sex:

Bjór og Trivial í gær varð þess valdandi að ég vaknaði heldur seint í morgun. Ég brunaði út í Sainsbury's því ég er matarlaus og auk þess hætt í dítoxi... ég skipti út öllu grænmetinu fyrir Chicago Town örbylgjupizzur og svoleiðis rusl. Svo hjólaði ég í ofboði upp í skóla bara til að fatta að það er e-ð helvítis próf í hljóðfræðilabinu til fimm í dag. Þetta gerði mig bara pirraða og þess vegna gerði ég lista yfir fólkið sem ég hata mest:

  1. Penelope Cruz
  2. Avril Lavigne
  3. Julia Roberts

Hmmm... ég man ekki eftir fleirum en ég er næstum því viss um að ég hata fleiri. Þetta er bara orðið svolítið erfitt fyrir mig því ég er ekki næstum því jafn langrækin og ég var. Bíddu jú, ég hata indverska gaurinn á Subway sem setur alltaf ógeðslega lítið af sósu á bátinn minn.

7.5.07

Ég sé fyrir mér að fólk bíði í ofvæni eftir restinni af lagalistanum og sá mig knúna til að taka pásu á mælingunum. Sannleikurinn er þó líklegast sá að öllum er skítsama. Ætli ég verði ekki bara ein í þessu partýi líka? Meikar ekki diff... me myself and I eigum eftir að skemmta okkur sjúklega vel. Ykkur er ekki einu sinni boðið.

En hér er a.m.k. lag númer fimm:

6.5.07

Lag númer fjögur (takið sérstaklega eftir glæsilegum dansi "bakradda"stúlknanna og lærið. Þetta verður sumardansinn í ár. Þokkafyllri hreyfingar hafa ekki sést síðan ég kenndi sjálfri mér djassballett úti í Genova 2001):



Lag númer þrjú:

5.5.07

Það er náttúrulega bara óþolandi að leita að drasli á Youtube þegar einhver fífl eru stanslaust að setja inn eitthvað jafn hálfvitalegt og "ÉG að syngja James Taylor lög (viðbjóðslega illa)" eða "ÉG bjó til (ömurlega sökkandi) vídeó við Sunshine of your love". Það á að taka internettenginguna af svona fólki og stinga henni upp í rassinn á því.

Jesus Mary and Joseph!!! Ég er gjörsamlega að ganga af göflunum í þessu hljóðfræðilabi. Og ég er komin með ógeðslega verki í axlirnar.

Kannski ég hætti þessu bara og setji stefnuna á að slá í gegn í fegurðarsamkeppnum fyrir aldraða (eins og ástmaður minn stakk upp á).

Ho ho ho, þetta er klárlega svalasta myndband allra tíma. Ekki eftir neinu að bíða... hér er lag númer tvö:

Ég er að útbúa lagalista fyrir ógeðslega skemmtilegu partýin sem Glókollur ætlar að halda þegar ég kem heim. Hér er fyrsta lagið. Magnaður skítur þetta myndband, alveg magnaður skítur!

3.5.07

Ég átti símasamtal við ástmann minn áðan. Það var nokkurn veginn svona:

Deeza: "Hæ ástin mín, hvað segirðu?"
R: "uuuhm mmm hrrrrmm"
D: "Ha?"
R:"mmmmaaahmm oooorrrm"
D: "Já já, heyrðu ég skil ekkert hvað þú segir"
R: "mmmeeehhmahmo?"
D: "Eh?"
R: "ohmmma"
D: "Heyrðu frábært, ég heyri þá í þér seinna í dag, bæjó"
R: "oohmm eeh"

Það er bara stundum ekki hægt að heyra hvað drengurinn segir. Ætli ég geti sent hann til konunnar hans Árna Sigfússonar? Hún er í þessum bransa er það ekki?

2.5.07

Leiðbeinandinn minn kom inn í labið núna rétt í þessu til að ná í eitthvað og varð meira hissa en ég hef séð nokkurn mann hissa áður. "Hvah! Bíddu... Deeza mín, ættir þú ekki að vera á pöbbnum núna?" Svarið er jú, augljóslega ætti ég að vera á pöbbnum. En svona er lífið.

Hápunktur kvöldsins: Ég leit á klukkuna áðan og hún var 19:44. 1944! Eins og maturinn. Get it? Oh, allir þessir litlu hlutir...

Hérna eyði ég orðið öllum mínum stundum, hlustandi á ægifagrar raddir tilraunadýranna minna, meðan ég skrái lengdir samhljóða, sérhljóða, aðblásturs og fráblásturs samviskusamlega í excel skjal. Það er rokk. Það er líka keppni í gangi, hver skyldi nú vera með flottasta hljóðrófsritið? Spennó? Verðlaunin eru samt leyndó.

Djöfull verður þessi ritgerð mögnuð.

Djöfull langar mig að detta í það.