Harmsögur ævi minnar

28.12.04

Þá er ég að fara á morgun og lendi í því eins og venjulega að hafa ekki náð að hitta nærri því alla, eiga eftir að fara til læknis, tala við nokkra kennara, kaupa skólabækur, fara í bankann og hitt og þetta. Ég bið bara kærlega að heilsa öllum sem ég náði ekki að tala við. Reyni að vera duglegri að senda ímeil á nýja árinu.

21.12.04

Ha ha ha. Varð vitni að hræðilega fyndnu atviki heima hjá fyrrverandi sambýlismanninum. Við erum á leiðinni út í kaffi og hann var fatalaus. Tók þess vegna upp á því að þurrka nærbrækur og sokka í örbylgjuofninum. Á 900 vöttum. Veit ég svo ekki fyrr en hann rífur upp hurðina á örbanum og hendir logandi fatatutlunum á gólfið. Allt brætt saman og götótt. Djöfull hló ég.

Þeir eru nú dúllur þessir karlmenn. En kannski ekki þeir allra skörpustu.

Er á Eggerti að skipta búi. Komið hefur í ljós að fyrrverandi sambýlismaðurinn er duglegur að lána dót en ekki jafn duglegur að fá það til baka. Auglýsi ég hérmeð eftir Lovestar eftir Andra Snæ og Hr. Alheimi eftir Hallgrím Helgason. Það má jafnvel lauma þeim í bréfalúguna, no hard feelings.

Jólasmjólafrí.

Hélt ég yrði rosalega full af orku og stuði þegar ég væri komin í frí en ég geri nú bara lítið annað en að glápa á sjónvarpið. Sem er bara ágætt. Þreif reyndar hjá föður mínum, Neutral-manninum í dag. Hann kaupir bara Neutral-vörur: sjampó, hárnæringu, sápu, þvottaefni, mýkingarefni og allt saman bara. Engin lykt og ekkert. Og svo held ég að þetta sé allt sami vökvinn, lítur a.m.k. allt eins út... lit- og ilmlaust. Hmmm, líst ekkert á þetta. Hann er eins og konan í Fóstbræðrum sem gat bara eldað bjúgu.

15.12.04

Jæja, bara tvö próf eftir... ef ég gæti nú bara drullast til að halda þetta út og læra. Ég er bara algjörlega búin á því, get ekki einbeitt mér. Um leið og ég sest niður stend ég upp og næ mér í vatnsglas, eða nammi, eða fer á klóið, nú eða ég fer að spá í í hverju ég ætla að vera á laugardaginn þegar ég fer út að skemmta mér, eða ég þarf að hugsa um hvað ég ætla að kaupa í jólagjafir. Úff, kannski er ég með athyglisbrest eins og pabbi segir.

Annars er þetta búið að vera fljótt að líða sem betur fer. Eiginlega of fljótt því það er ekkert svo langt þar til ég fer aftur. Sniff sniff.

P.s. Er Jói Fel alltaf að verða massaðri??? Ótrúlegt að sjá manninn.

11.12.04

Ég er að fara í eitthvað prumpuhljóðfræðipróf á mánudaginn. Eins og gefur að skilja gengur hálf erfiðlega að sitja stilltur við lestur á laugardagskvöldi. Svo rakst ég á þessa mynd í glósunum mínum. Hún á að sýna myndunarstaði samhljóða bla bla bla en mér finnst hún alveg eins og eitthvað úr Silence of the Lambs.

Krípí sjitt maður. Annars er ég að spá í að taka mér pásu (frá því að vera í stanslausri pásu), troða mig út af sælgæti og horfa á Bridget Jones. Það verður notalegt.

10.12.04

Komin heim og allt í góðu, búin í tveimur prófum og fjögur eftir.

Þurfti að borga tíuþúsundkall í yfirvigt á Sardiníu. Helvítis Ryanair. Pikkaði út eina strákinn sem var að tsjékka inn og brosti mínu blíðasta. Ég er greinilega ekki eins hugguleg og ég taldi mig vera því hann rukkaði mig fyrir hvert einasta umframkíló. Ég var svo fúl að ég byrjaði aftur að reykja.

Ég ætlaði ekki að lenda í þessu sama á Stansted svo ég tók allt upp úr töskunum og tróð í plastpoka, úlpuvasa og ofan í brækurnar. Stóð svo og svitnaði í röðinni meðan draslið hrundi utan af mér. En það hafðist; ekki króna sem ég þurfti að borga aukalega. Skil reyndar ekki hvaða máli skiptir hvar kílóin eru í vélinni... kemur þetta ekki allt út á það sama? Flugvallapakk.

6.12.04

Jæja, þá er maður alveg að fara að leggja í'ann. Eftir smástund fer ég í 4 klukkustunda rútuferð til Alghero, þaðan flug til Stansted, töskur í geymslu, lest niður í bæ, nótt á B&B og svo bara versl á morgun og flug kl. 20.

Taskan mín er ÓGEÐSLEGA þung. Aldrei þessu vant er ég ekki með mikið af dóti en þurfti náttúrulega að drusla helv... skólabókunum með. Djö, set heimsmet í yfirvigt. Og þær láta mig örugglega tékka inn handfarangurinn, fúlu flugvallat****r.

Annars er það í fréttum að Subbi baðst afsökunar í gær, jamm... hann skal þó ekki búast við einhverjum vinskap, það er alveg á hreinu.

Anyway, sjáumst hress, ekki á morgun, kannski heldur 18. þegar ég er búin í prófum... hver ætlaði aftur að halda pahtee?

SMAK!

5.12.04

Ég fór í klippingu á föstudaginn enda ekki farið síðan í mars og hárið á mér farið að líta út eins og gamalt súrhey. Klippistrákurinn var geðveikt sætur svo nú ætla ég að vera dugleg að láta snyrta.

4.12.04

Var að enda við að gúffa í mig lítra af ís. Í kjólinn fyrir jólin? Neibbs... ekki þetta árið.

2.12.04

Var að horfa á Kastljósið og Ísland í býtið með Kristjáni Jóhannssyni. Hólí moðer of god. Er nú ekki tími til kominn að e-r pikki í þetta gerpi og segi honum að steinhalda kjafti? Þvílíkur vindbelgur og monttittur.

Ekki nóg með að hann sé að hann sé að drepast úr hroka heldur er hann greinilega ekki sá allra skarpasti heldur. Ekki heil brú í röksemdafærslunni hjá þessum bjána. Og nú ætla ég ekkert að blanda mér í það sem deilt er um enda veit ég ekki neitt um þau mál, en framkoman hjá manninum er algjörlega fyrir neðan allar hellur.

Myndi ekki taka við þessum drulludisk frá honum þó ég fengi hann gefins. Go back to Italy!

Kannski ég láti staðar numið ef ég ætla ekki að fá e-n mafíuleigumorðingja á mig...

(En 700.000 í kostnað við að koma til Íslands?! Skrýtið... ég er að borga tæpar 30.000 fyrir minn miða fram og til baka!)

Fyrir tæpum tveimur árum sátum við faðir minn ásamt fyrrverandi sambýlismanni mínum í eldhúsi þess fyrrnefnda og ræddum heimsmálin. Kom þar ýmislegt fram, misgáfulegt náttúrulega, eins og vill gerast þegar fólk er komið á fimmta ginglas. Eitt var atriðið sem ég var nú hálf treg að gúddera þá, og fannst alhæfing mikil, en eftir því sem tíminn líður sé ég að þessi punktur hefur vaxið og vaxið í áliti hjá mér. Það var semsagt sú fullyrðing að Frakkar séu hrokafullir kynvillingar. Get ég ekki betur séð en að í það skiptið hafi ER haft rétt fyrir sér. Ég mana fólk til að koma með mótrök.