Ég fagnaði víst of snemma. Ég er ennþá með hita og munu stórhættulegar rassamælingar því verða stundaðar áfram á Eggertsgötunni.
Harmsögur ævi minnar
Nú er miður júní og í stað þess að njóta fyrstu sumardagana (loksins!) þá ligg ég veik. Þetta er rosa kát pest: kvef og beinverkir og stíflaðar ennis- og kinnholur, og svo óvænt aukaeinkenni á hverjum degi. Í gær fékk ég t.d. niðurgang sem var sérlega hressandi viðbót. Í ofanálag er ég að sálast úr áhyggjum yfir vinnunni af því að þar kemur ekki maður í manns stað... þ.e. allt sem á eftir að gera bíður eftir mér þar svo ég þarf að ráðast á megastafla og 700 tölvupósta þegar mér batnar. EF mér þá batnar.