Harmsögur ævi minnar

26.1.12

Maðurinn sem fann upp jóga gerði augljóslega ekki ráð fyrir svona hjólbeinóttu liði eins og mér. Hvernig í fjandanum á ég að halda jafnvægi á einni sveigðri löpp?! Mér líkar þetta ekki. Og það er örugglega slæmt feng shui í þessu. Piff.

23.1.12

Ég var að gúggla mig (já já, whatever, eins og það geri það ekki allir) og komst að því að ég gæti hugsanlega verið réttmætur erfingi bakarísveldis þess er við Bernhöft nokkurn er kennt. Eða hvað, gæti það ekki bara verið rétt hjá mér? Það þætti hlunkinum nú ekki leiðinlegt.