Harmsögur ævi minnar

26.1.12

Maðurinn sem fann upp jóga gerði augljóslega ekki ráð fyrir svona hjólbeinóttu liði eins og mér. Hvernig í fjandanum á ég að halda jafnvægi á einni sveigðri löpp?! Mér líkar þetta ekki. Og það er örugglega slæmt feng shui í þessu. Piff.

23.1.12

Ég var að gúggla mig (já já, whatever, eins og það geri það ekki allir) og komst að því að ég gæti hugsanlega verið réttmætur erfingi bakarísveldis þess er við Bernhöft nokkurn er kennt. Eða hvað, gæti það ekki bara verið rétt hjá mér? Það þætti hlunkinum nú ekki leiðinlegt.

15.11.11

Nojnojnoj, það væri nú ekki amalegt ef minn dæner væri svona flottur!

27.10.11

Mikið rosalega gengur illa að opna dænerinn aftur. Það eru þó góðar og gildar ástæður fyrir því. Ein af ástæðunum er sú að eigandinn er fluttur. Já, ég segi það og skrifa, fluttur af stúdentagörðum, detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði! Það þarf augljóslega að ganga frá hinu og þessu áður en tekið verður á móti gestum á nýjum og endurbættum dæner og allt tekur það tíma. Önnur ástæða er sú að eigandinn þekkir alltof mikið af skemmtilegu fólki. Allt þetta skemmtilega fólk gerir það að verkum að eigandann langar ekkert einu sinni að fara í dagvinnuna sína, og hvað þá í aukavinnuna, þ.e.a.s. dænerinn, heldur bara að hanga alltaf með dásamlega fólkinu sínu þegar laus stund gefst. Þriðja ástæðan er sú að það er auðveldara að bera fram djúsí rétti á dænernum þegar yfir einhverju er að kvabba. Það er afskaplega lítið skrifhvetjandi að vera ógeðslega hamingjusamur.

Það er hins vegar nóg að gerast hjá jakkanum.

1.9.11

Þetta gerði hún elsku besta Hildur mín handa mér um daginn, mér til mikillar gleði. Vægast sagt.


31.8.11

Hvurslags er þetta, Dænerinn bara búinn að vera lokaður í næstum því tvo mánuði... þetta gengur ekki! Ég fer alveg að opna aftur. Með nýjan og spennandi matseðil. Og skemmtilegar prumpusögur.

5.7.11

Nú styttist heldur betur í sumarfrí... þegar þessum degi lýkur eru bara þrír dagar eftir. Vúhú! Mig langar að halda því fram að ég verði geðveikt slök á því og í svaka rólegheitum en líklegast á ég eftir að finna mér eitthvað til að vera ógeðslega stressuð og tens yfir. Ég á t.d. ennþá eftir að taka öltimeit mp3- og stafrænna mynda sortéringu. Já og svei mér þá, ég held ég hafi bara ekki snert á neinu svoleiðis síðan ég útskrifaðist úr háskólanámi. Ég hef heldur ekki raðað bolum í litaröð. Maður þyrfti að taka eins og eina góða prófatörn til að koma öllu í röð og reglu heima hjá sér.

17.6.11

Ég fagnaði víst of snemma. Ég er ennþá með hita og munu stórhættulegar rassamælingar því verða stundaðar áfram á Eggertsgötunni.

Jæja, ég held að ég sé aðeins að skána af hörmulegum veikindum mínum. Það er gott. Aðallega vegna þess að það er viðbjóður að vera veikur en líka út af því að ég hef alltaf svo miklar áhyggjur af því þegar ég er að mæla mig að rassinn á mér herpist óvænt saman og brjóti mælinn. Það er örugglega ekkert gaman að vera með þarmana fulla af kvikasilfri og pínkulitlum glerbrotum. Nú get ég hætt að hafa áhyggjur af því.

15.6.11

Nú er miður júní og í stað þess að njóta fyrstu sumardagana (loksins!) þá ligg ég veik. Þetta er rosa kát pest: kvef og beinverkir og stíflaðar ennis- og kinnholur, og svo óvænt aukaeinkenni á hverjum degi. Í gær fékk ég t.d. niðurgang sem var sérlega hressandi viðbót. Í ofanálag er ég að sálast úr áhyggjum yfir vinnunni af því að þar kemur ekki maður í manns stað... þ.e. allt sem á eftir að gera bíður eftir mér þar svo ég þarf að ráðast á megastafla og 700 tölvupósta þegar mér batnar. EF mér þá batnar.
Litla systir mín ætlar að fara með mig til læknis í kvöld sem mér er meinilla við. Ég held alltaf að ég sé að drepast úr alnæmi eða malaríu eða heilaæxli þegar eitthvað er að mér en hei, sennilega er best að vita það þá strax.

26.5.11

Ég elska, elska leikfimiteygjur þar sem maður á að setja á sig kryppu. Ég er nefnilega krypplingur af guðs náð og líður aldrei betur en þegar ég er með bakið á mér kengbogið og hökuna grafna í bringuna. Mér finnst hins vegar ógeðslega óþægilegt að vera með beint bak og já, bara beinlínis mjög erfitt. Þetta getur verið til vandræða í vinnunni. Þar langar mig auðvitað mest að vera svona:


En er eiginlega dáldið meira svona:

Þetta er sannarlega ekki nógu virðulegt.

25.5.11


Þessi er svalur. 

24.5.11

Djöfull langar mig í svona. Brátt í brók á mikilvægum fundi? Ekki vandamál.

16.5.11

Ég elska hot jóga. En ég vildi að ég þyrfti ekki að reka andlitið á mér ofan í gamla frauðdýnu sem aðrir jógarar svitna líka í. Ætli þessar dýnur séu einhvern tímann þvegnar? Nú á ég reyndar mína eigin dýnu en ég tími eiginlega ekki að drulla hana út í skítugum íþróttasal (í hinu hottjógasvittninu).

Annars er ég orðin svaka liðug, það vantar ekki. Það sem hefur valdið mér mestum vandræðum er þessi fjandans slökun í lok tímans. Ég er með njálg í rassinum og þetta hefur verið mér óbærilega erfitt. Ef ég þarf að liggja kyrr og ekki hugsa um neitt þá er það bara ávísun á vandræði. Mig klæjar út um allt (sennilega út af ókunnugra manna tásveppum sem skríða um líkama minn), ég finn stanslausa þörf til þess að ræskja mig eða hósta og svo hugsa ég líka um hvað ég þarf að kaupa í búðinni og hverjum ég þarf að muna að senda tölvupóst og hvað ég þarf að gera í vinnunni daginn eftir. Ég slaka svo lítið á í þessari slökun að ég er eiginlega alveg á nálum af stressi þegar hún er búin. En batnandi hottjógakonu er best að lifa. Þetta kemur allt saman.

11.5.11

Það er alveg sama hvað fer ofan í mig, ég er alltaf svöng. Hvað er það? Ætli ég brenni svona ógeðslega miklu við að sitja á rassinum allan daginn? Oooo já, það er örugglega það.