Ennþá er lítið um skrif, enda þarf ég sem betur fer ekki að sitja við tölvu 24/7 lengur og ég nenni eiginlega ekkert að kveikja á tölvunni minni því hún er hææææg. Auk þess er stanslaus gestagangur og nóg að gera. Svo er bara útskrift og stuð á morgun. Ég þarf að ná í restina af átfittinu mínu í fyrramálið... semsagt einhverja hettu sem maður krækir á kuflinn og svo auðvitað ferkantaðan hatt. Vonandi reddast þetta allt saman. Ég fattaði reyndar áðan að það er ekki til straujárn í húsinu mínu svo ég neyðist til að vera í krumpaðri skyrtu og pilsi. Og ég verð víst líka að vera í sokkabuxum því berir leggir eru ekki liðnir hjá háskólanum í Cambridge. Fleira sem er ekki liðið eru stuttar ermar, aðrir litir en svart og hvítt, opnir og/eða mjög háhælaðir skór, áberandi andlitsfarði og ónáttúrulegir háralitir, sem og áberandi hárgreiðslur eða skartgripir. Viljiði pæla?
Annars kem ég heim á föstudaginn í næstu viku svo þið getið strax byrjað að kvíða fyrir.