Harmsögur ævi minnar

13.7.09

Mikið hlakka ég til að fara í frí.


12.7.09

Ég, Sambó og litla systir kíktum í matjurtagarðinn í dag. Hann var auðvitað skraufþurr og morandi í arfa. Við tættum aðeins í burtu en vorum svosem ekkert með það á hreinu hvað var arfi af þessu og auk þess erum við löngu búin að gleyma hvað við settum niður og hvar. Það var samt eitthvað komið upp, t.d. nokkrir stönglar af klettasalati (sem við átum), kartöflugrös og radísur. Radísur, auðvitað. Ég vildi engar helvítis radísur en mamma heimtaði þær. Radísur eru ógeðslegar á bragðið. Samt vilja allir rækta þær. Í skólagörðunum var maður alltaf látinn setja niður radísur. Hvurs lags þráhyggja er þetta? Svo er það týpískt náttúrulega að eina grænmetið sem enginn étur er það eina sem sprettur eins og baunagrasið hans Jóa á sterum. Ég veit heldur ekkert af hverju ég var að hlusta á mömmu. Þetta er kona sem laug blákalt að mér þegar ég var barn að brauðskorpan væri hollasti hlutinn af brauðinu og að eggjarauðan væri hollasti hlutinn af egginu. Svikakvendi.

9.7.09

Þegar ég vinn í lottói ætla ég að láta draga Ísland aðeins sunnar og smíða skjólvegg allan hringinn. Svo ætla ég að láta reka alla fábjána úr landi. Svo ætla ég að banna leiðinlega tónlist. Og slúðurdálkinn á vísi.is-myndir. Með mig sem einræðisherra verður Ísland helvíti á jörð fyrir þá sem ekki hafa sama smekk og ég. En auðvitað frábært fyrir alla aðra. Já og ég ætla líka að láta feitt komast í tísku svo ég geti troðið mig út af gúmmulaði. Djöfull hlakka ég til.

7.7.09

Oooo... mig dreymdi að ég hefði drullast upp í matjurtagarð. Þar var allt í blússandi gangi og alls konar grænmeti og góðgæti komið upp. Veruleikinn er sennilega allt annar.

Ég skil ekki ennþá af hverju exið valdi Wannadies fram yfir Beck á Reading 2000.

5.7.09

Tvífarar vikunnar:


2.7.09




1.7.09