Harmsögur ævi minnar

21.2.11

Er ekki að koma einhver árshátíðatími? Þá er nú eins gott að passa sig að vera upptekinn við annað, enda fátt viðurstyggilegra en 1000 manna fyrirtækjaböll í íþróttasölum. Nú, eða á Hótel Íslandi. Skemmtiatriðin leiðinleg og maturinn ekkert spes. Ég veit svo ekki hvort það eru leifar af einhverjum ónotalegum menntaskólaballaminningum en ég fyllist hryllingi við tilhugsunina um það að ráfa blindfull um myrkvaðan, alltof stóran og alltof fjölmennan ballsal í leit að einhverjum sem ég þekki, borðinu mínu, klósettinu, barnum eða bara einhverju. Í menntaskóla var maður náttúrulega annaðhvort að leita að einhverjum til að fara í sleik við eða að klósettinu til að geta ælt í það. Maður er nú blessunarlega laus við hvort tveggja núna (svona að mestu).

En nei, þá vil ég nú heldur sitja á Danska barnum í gúddí fílíng, takk fyrir pent.

20.2.11

Mig langar sjúklega að raka barnið.

14.2.11

Já einmitt, það er Valentínusardagur í dag. Þetta veit ég vegna þess að Feisbúkkið er stútfullt af kommentum eins og: „Fuss og sveiattan! Það er sko ekki haldið upp á Valentínusardag á mínu heimili“ og „Tek ekki þátt í einhverju bandarísku rugli, er ekki nóg að hafa konu- og bóndadag?“.

Mér finnst ósköp eðlilegt að halda ekki upp á eitthvað, sama hvað það er, en af hverju eru svona margir ótrúlega mikið á móti þessum degi? Er þetta eitthvað verri dagur en hver annar? Má fólk ekki bara alveg halda upp á Valentínusardaginn ef því sýnist svo? Er þetta kannski eitthvað hættulegt? Voðalega er mikið af neikvæðum nonnum þarna úti.

Mig langar að búa í svona sveppahúsi. Ég er hvort eð er vön því að búa í pínkulitlu.


Ef ég get ekki búið í sveppahúsi, þá langar mig að búa í skóhúsi.

9.2.11

Er ekki að koma sumar á þessu landi? Hvernig er þetta eiginlega?