Ég lenti í mjög skemmtilegu atviki á kjörstað á laugardaginn. Konan sem afhenti seðlana spurði mig um heimilisfangið mitt. Létt verk og löðurmannlegt, jú, nema hvað að ég gat ómögulega munað það. Ég gat gubbað upp úr mér götunafninu en númerið var alveg týnt. Ég stóð því þarna eins og bjáni í alltof margar sekúndur þar til systir mín kom mér til bjargar og gólaði húsnúmerið mitt yfir fjöldann. Ef ég hefði verið kosningafólkið þá hefði ég ekki leyft mér að kjósa. Fólk sem getur ekki munað hvar það á heima hefur svo sannarlega ekkert með það að gera að taka þátt í lýðræðinu. En þau létu mig bara hafa kjörseðil eins og ekkert væri... greinilega ekkert eftirlit með þessu.
27.4.09
19.4.09
Jæja, þar höfum við það.
Kosningakompás mbl.is - niðurstaða
Samsvörun svara þinna við svör flokkanna er sem hér segir:
Flokkur | Samsvörun | |
---|---|---|
Borgarahreyfingin (O) | 78% | |
Lýðræðishreyfingin (P) | 77% | |
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V) | 71% | |
Samfylkingin (S) | 69% | |
Frjálslyndi flokkurinn (F) | 64% | |
Framsóknarflokkur (B) | 59% | |
Sjálfstæðisflokkur (D) | 56% |
17.4.09
Í blokkinni minni býr einhver sem hefur sett miða með eftirfarandi á póstkassann sinn:
Engan auglýsingapóst eða "frí" dagblöð!
Hvað í fokkinu eru "frí" dagblöð?!
Eníhú, í mjög beinu framhaldi af því... frábær síða sem Snorz benti mér á.
15.4.09
Mikið er ég fegin að Bubbi heldur áfram að tjá sig um hörmungar kreppunnar og spillinguna í íslensku samfélagi. Hann er svo sannarlega maður fólksins. Sei sei já.
13.4.09
Það er gaman að blaða í dýrabók með norðlenskum sambýlismanni sínum og láta hann segja orð eins og „káputapír“.