Harmsögur ævi minnar

27.9.10

Þá er það hot-jóga aftur í kvöld. Það er ekki lítið hressandi. Þó hef ég dálitlar áhyggjur af mottunum í salnum. Ætli þær séu einhvern tímann þvegnar? Ég vona það... þarna eru allir ógeðslega sveittir og á tánum í ofanálag. Ekki svalt að liggja með andlitið ofan í svoleiðis óværu. 
Annað sem er dálítið að angra mig er þegar jógakonan skipar öllum að vera með hnén saman. Það sér það hver heilvita maður að ég get ekki látið hnén á mér snertast. Ég er nefnilega hjólbeinótt mjög eftir að móðir mín gleymdi mér í hopprólu í marga klukkutíma þegar ég var nýburi. Eða ég vil a.m.k. meina að það sé út af því.

20.9.10

Ég er að horfa á True Blood þessa dagana. Jú jú, þetta eru sæmilegir þættir en aðalatriðið er þó karlpeningurinn. Ég hef bara aldrei séð annað eins samansafn af kynþokkafullum gaurum. Það er eiginlega alveg átakanlegt.

Uss uss nei, við skulum taka ljótu konuna:

Thaaaat's more like it.

14.9.10

Það er allt í einu komð suddalega mikið haust. En það er allt í lagi. Ég fíla haustin. Það er einhver kósí fílíngur sem fylgir þeim. Nú og svo er ammmlið mitt á haustin og það er alltaf jafn skemmtilegt. Í ár langar mig í þriggja herbergja íbúð með baðkari og uppþvottavél í afmælisgjöf. Og helst með garði. Sá sem gefur mér svona verður að eilífu uppáhalds. Takk takk.

13.9.10

Oooo mig langar svo í svona:

 

10.9.10

Það er algjörlega vangefið hvað ég er heppin þessa dagana. Ég fékk þennan tölvupóst rétt í þessu:

Þú hefur unnið!

Netfangið þitt hafa unnið 850,000,00 Euro (Átta hundruð og fimmtíu thaosand evru) í Euro Million netinu getraun program haldinn 2010/08/09 í Hollandi. Vinsamlegast hafðu samband við Mr. Frederiek Henk-Jan, fyrir kröfu og fram hér að neðan aðlaðandi upplýsingar til hann

Nöfn:
Sími:
Þjóðerni:
Ticket Number:
Ref Number:
Hópur Fjöldi:
Verðlaun Númer:

STAATSLOTERIJ EMAIL stöðuhækkun.
Tel: 0031-682-079-999
Svara þessum E-mail: staatsclaim@aol.nl

Það er mikilvægt að hafa í huga að verðlaun þínar kom út 2010/09/09 með eftirfarandi upplýsingar fylgja henni. Hér að neðan eru Aðlaðandi Upplýsingar's Tilvísun Num þitt: 33/56/21/87/45, Verðlaun Num: 76/20/11/58/28, Hópur Num: 44/40/608, Ticket Num: 23/26/48/59 / 24, Vinsamlegast athugið að gildistími sigur er 21 virkir dagar. Bilun til að mæta þörf dagsetningu færslu þinni verður öryrki.

Takk,
Frú, Sanderine Nathan
Aðgerðir Framkvæmdastjóri.


Jahso! Aðlaðandi upplýsingar! Bilun verður öryrki! Þetta er allt svo fallegt. Fyrir utan það náttúrulega að ég skil ekki hvað netfangið mitt er alltaf að taka þátt í einhverjum lotteríum upp á sitt einsdæmi. Þetta veður uppi.

2.9.10

Facebook er að fara með mig. Ég er að eipsjitta yfir persónuupplýsingaáhyggjum og því að fullt af líði sé að skoða myndir af mér og svoleiðis. En steininn tók nú úr í kvöld; ég átti nefnilega 349 vini í gær, 347 í dag og svo núna 348. Samt hef ég ekki bætt neinum við eða samþykkt. Hver er að dömpa mér? Hver er að bætast við? Hvað í fjandanum er að gerast?! Þetta apparat er ekki fyrir svona stressaða eins og mig.