Þá er það hot-jóga aftur í kvöld. Það er ekki lítið hressandi. Þó hef ég dálitlar áhyggjur af mottunum í salnum. Ætli þær séu einhvern tímann þvegnar? Ég vona það... þarna eru allir ógeðslega sveittir og á tánum í ofanálag. Ekki svalt að liggja með andlitið ofan í svoleiðis óværu.
Annað sem er dálítið að angra mig er þegar jógakonan skipar öllum að vera með hnén saman. Það sér það hver heilvita maður að ég get ekki látið hnén á mér snertast. Ég er nefnilega hjólbeinótt mjög eftir að móðir mín gleymdi mér í hopprólu í marga klukkutíma þegar ég var nýburi. Eða ég vil a.m.k. meina að það sé út af því.