Herregud hvað mig langar í svona krúttlegt eldhús. Ég get ekki ímyndað mér annað en að maður sé alltaf glaður með svona fallegt í kringum sig. Ég gæti náttúrulega alveg verið neikvæði nonni og bent á óhentugleika þess að hafa opna skápa og hvað þá fyrir ofan eldavélina, en sei sei nei, í dag ætla ég bara að vera ópraktísk og þykjast ekki vita neitt um slík leiðindi.
24.1.11
19.1.11
Nú er mikill niðurskurður í vinnunni minni eins og sjálfsagt annars staðar. Stærsti plúsinn: Það er ekki lengur keypt viðurstyggileg piparmyntuáfylling á lyktarsprautarana inni á klósetti, hjúkk maður. Stærsti mínusinn (einnig á klósettinu): Nýju sparnaðarhandþurrkurnar eru jafn rakadrægar og bökunarpappír.
- - - - - -
Svo er komið eitthvað æðisgengið ruslaflokkunarsystem... sér fata fyrir ál og önnur fyrir plast og svaka fínt. Nema hvað að ég var að éta epli um daginn og fann enga fötu fyrir það þegar ég var búin að borða. „Jú jú“, sagði húsvörðurinn, „eplið fer sko í fötuna fyrir óendurvinnanlegan úrgang“. Spes.
15.1.11
Ég fór í sund áðan sem var mjög góð hugmynd. Þar steig ég á vigt sem var ekki jafn góð hugmynd. En hey, svo fattaði ég, blautt hár + blautur sundbolur = a.m.k. 10 kíló. AÐ MINNSTA KOSTI TÍU KÍLÓ SEGI ÉG!
4.1.11
Mig dreymdi að ég hefði verið á tónleikum með Gino Paoli. Hann mundi ekki hvað lagið hét sem hann var að spila svo ég hvíslaði því að honum. Hann hreifst svo af mér að hann sendi mér gjafakörfu heim. Eða réttara sagt tróð henni inn um baðherbergisgluggann því ég vildi ekki opna fyrir honum. Undarlegur andskoti. Draumfarir mínar hafa verið vægast sagt skrýtnar undanfarið... ætli það sé ekki allur maturinn og áfengið.
Annars hefst árið að sjálfsögðu á fögrum fyrirheitum. Ég ætla t.d. ekki að bragða áfengi fyrr en í fyrsta lagi 28. janúar. Svo ætla ég líka að borða fullt af hollum mat og minna af sykri. Og fara í ræktina. Og læra á gítar. Og hætta að fá bólur. Og vera minna pirruð. Þetta verður geggjað. Hvernig getur annars verið komið 2011? Er þetta eitthvað grín?