Harmsögur ævi minnar

30.8.04

Right... þá fer nú að styttast í heimkomu. Eins gott að það verði partý. Annars megið þið bara eiga ykkur.

Svo eru það bara réttir. Allir í réttir. Meeeeee....

Fór að skoða skó í dag. Sá biiiiluð rúskinnsstígvél. Reyndi að troða mér í þau (við mikinn hrylling afgreiðslukonunnar) en komst ekki einu sinni hálfa leið sökum svita og hitaþrútnunar. Aumingja sá sem tekur þau upp næst múhahaha. Reyni kannski aftur þegar hitastigið er orðið eðlilegt og brennivínsbjúgurinn lekinn af mér.

Svo vil ég bæta því við að bjór er sko ekki einn um það að búa til varadekk á fólk. Ég er komin með þennan fína belg bara af því að drekka vodka og hvítvín. Ég lít út eins og spírandi kartafla, smart lúkk. Já maður situr sko ekki auðum höndum hérna...

28.8.04

Skemmtileg nótt... lufsaðist í bólið um 3-leytið eftir smá vínsötr með Mikka. Lá þar svo í mestu makindum með bókina mína þegar ég heyri taktaktaktaktak... og viti menn - þessi líka spræki kakkalakki að tölta um herbergið mitt eins og ekkert væri sjálfsagðara. Náði í glas og bjó mig undir veiðar en það er hægara sagt en gert að veiða þessi kvikindi einn. Skepnan hljóp eins og andskotinn sjálfur inn í öll horn og bakvið húsgögn og hegðaði sér bara eins og geðsjúklingur. Náði honum þó á endanum, setti blað undir glasið og bjó mig undir að henda honum út. Hann fór þá að stinga fálmurum og löppum undir glasbrúnina til að reyna að komast út, ojjjjj. Komst loksins í rúmið klukkutíma síðar, löðrandi sveitt og taugaveikluð. Ég vafði lakinu sko þétt utan um mig áður en ég sofnaði; vil ekki að þessi ógeð verpi eggjum í rassinn á mér eða eitthvað.

Fór í matarboð dauðans um daginn hjá konunni sem ég leigi hjá (og býr einmitt á móti mér). Hana langaði svo endilega að bjóða okkur í ekta sardinískan mat.

Matseðill:

1. Soðinn kálfsmagi með tómatmauki og mintu (for fuck's sake...).




2. Niðurskorin lifur með ólífum, kapers, hvítlauk og lauk.

3. Soðnir sniglar með hvítlauk og tómötum.

Ég hjálpaði henni að útbúa óþverrann og allt. Var reyndar búin að smakka allt meðan á eldun stóð en kenni þynnku og yfirdrifnu hungri um að bragðlaukarnir gáfu ekki viðeigandi viðvörunarmerki. Í kvöldmatnum sjálfum gafst ég fljótlega upp á seigum og áferðarskrýtnum magavefjunum. Og minta. MINTA!?!?! Ef það er eitthvað sem ég hata í þessu lífi (mér finnst hún svo vond að ég veit ekki einu sinni hvort orðið er skrifað með i eða y). Sem betur fer kláraði Michael af disknum mínum meðan húsfreyjan fór að sækja eitthvað í eldhúsið. Lifrin var reyndar ekkert hræðileg og sniglarnir ágætir þótt þeir væru helst til slímugir. Hún bauð okkur svo aftur daginn eftir í leifar. Ég laug að ég væri boðin í mat annars staðar og laumaðist út til að ná mér í pizzu. Fékk samt sem áður að þjást þar sem innyfladaunninn sveimaði enn um stigaganga og íbúðir í húsinu. Ekta sardinískur matur ph-túí. Þá kýs ég nú heldur súra hrútspunga og kæstan hákarl.

27.8.04

Michael keypti kakkalakkagildrur. Þær eru ógeðslegar; það er beita inni í þeim svo þær lykta eins og gömul lifrarkæfa. Það stendur á pakkanum: "Beitan laðar að kakkalakka, jafnvel úr mikilli fjarlægð". Þannig að ef við höfðum þá ekki áður - we will now.

Það er til guð!!!

...Og hann kom til mín í gerfi Michaels, Þjóðverjans sem býr með mér í augnablikinu. Haldið þið að kvikindið hafi ekki bara dúndrað í gegn þráðlausu interneti á línuna. Tjah.... svei mér þá. Ligg uppi í rúmi eins og fín frú með tölvuna og nota íslenska stafi og allt. Það mætti halda að það væru jólin.

Annars svo langt síðan ég bloggaði síðast og svo mikið búið að gerast að ég held að ég nenni ekkert að segja frá öllu. Það má þá bara nota það þegar ekkert er að frétta.

Átti reyndar stórskemmtilegt kvöld með Amy í vikunni... ákváðum að borða saman og taka vídeó. Tókum hina stórgóðu og margverðlaunuðu American Pie: The wedding. Ég fékk svo vægt hjartaáfall þegar Amy dirfðist að játa það að hún hefði ekki séð Flashdance svo henni var kippt með. Stórskemmtilegt. Klaus, Michaelsvinur, glápti með okkur og skemmti sér stórvel líka enda ekki annað hægt. Reyndar er Flashdance hálf móðukennd þar sem við vorum komin vel á fjórða lítra af víni. Man samt að við veiddum kakkalakka og að Amy sparkaði öskubakkanum um koll. Á nýskúrað gólfið uss uss uss.

11.8.04

Fòr à snilldarhàtìd à sunnudagskvoldid. Vììììnhàtìd ì smàbaenum Jerzu einhvers stadar ì rassgati. Hàtìdin var fòlgin ì thvì ad thad var òkeypis vìn alls stadar og einhver grùppa ad spila ì midbaenum. Ekki slaemt. Eg og Amy sturtudum ì okkur vìni af ollum litum og tegundum og fannst vid svaka fyndnar og skemmtilegar. Enda blindfullar. Edrù bìlstjòranum okkar fannst vid ekkert fyndnar. Thad var sennilega best fyrir alla ad vid steinsofnudum bàdar à leidinni heim. Eg man samt ad loggan stoppadi okkur.... jà aei nei thetta er allt eitthvad blurry.

7.8.04

Gleymid bara thessum myndum. Linkarnir virka ekki. Thanks to tobbalicious. Skiptir ekki màli, thetta voru hvort sem er ògedslega ljòtar myndir.

Fòr annars à Troy um daginn. Thad er nefnilega tilbod ì bìò, 250 kall. Mèr fannst hùn bara allt ì lagi. Thad voru allir ad tala um ad thetta vaeri nù ekki alveg sagnfraedilega nàkvaemt but who gives. Eg graedi alltaf à fàfraedi minni, vissi ekki neitt um thetta lid og var bara sàtt. Mikid vaeri nù gaman ef menn ì dag vaeru svona mikil Karlmenni og kellingarnar bara heima ad sauma og huxa um bornin. Thad vaeri aldeilis huggulegt. Thà thyrftum vid ekki ad vera ad lufsast ì hàskòla og vinna og bla bla bla.

Sà lìka Big Fish. Hùn var gedveikt gòd, èg fòr meira ad segja ad grenja. Mèr er nù alveg haett ad standa à sama um thessa tilfinningasemi alla.

5.8.04

Hèr eru nokkrar myndir ùr kvedjupartyinu hennar Sophie ìrsku. Thad var trùdaparty en fordunardomurnar voru all drukknar thegar vid maettum à svaedid og ùtkoman eftir thvì:

Mynd eitt

mynd tveir

mynd þrírur

mynd fjóra

P.s. hvernig setur madur aftur linka og breytir nafninu. Thetta eru frekar ljòtir linkar.

Hejaaaa!
Hvad segja baendur thà?
I morgun kom taeknigaur med thvottavèl handa okkur. Sem er gott thvì hin er bùin ad vera bilud sìdan um midjan jùlì. Og ekki nòg med thad... thessi thvaer meira ad segja, eitthvad sem hin gerdi ekki eda eitthvad takmarkad a.m.k.... Eg og Anna Spànverja glàptum eins og aular à allan hreina thvottinn sem kom ùt ùr kvikindinu! Eins gott, èg er sko ì sìdustu hreinu naerbròkunum og tharf varla ad spyrja ad leikslokum hefdi gaurinn ekki komid ì dag. Eg hefdi jafnvel thurft ad handthvo, kristur almàttugur.

Ròlegheit ì ìbùdinni, Heidrun og Morten farin og thyzki homminn lèt sig hverfa ì gaer svo vid erum bara tvaer. Sem er mjog gott. Bràdum snùa thyzku trollin aftur.... ùff. Ef their drekka mjòlkina mìna à morgnana eins og sìdast verd èg alveg snaelduvitlaus. Eda a.m.k. pirrud.

Og thid Thorarensen-systkini... hvenaer eru rèttirnar nàkvaemlega? Mèr lìst asskoti vel à thessa hugmynd. Hestbak, kindur, brennivìn og reyktur hani. Hvad annad gaeti madur hugsanlega viljad?!

4.8.04

Enn ein mànadarmòt og enn einu sinni à èg ekki pening til ad borga Vìsareikninginn. Eg er alltaf ad fà lànad hjà einhverju lidi til ad borga hann en aetla ad nota odruvìsi strategìu ì thetta sinn. Eg aetla nefnilega ekkert ad borga. Sko fyrr en èg à pening. Thau geta bara sent handrukkara à mig til Sardin... til Uganda ef thau vilja fà aurinn sinn. Jahààà thegar èg vann ì bankanum hefdi thetta ekki hvarflad ad mèr, stòd alltaf ì skilum. En sitjandi hinum megin bordsins sem fàtaekur nàmsmadur og th.a.l. svarinn òvinur allra lànastofnana à èg ekki annarra kosta vol. Takk fyrir.

Fòr ad vaela thegar Morten fòr, edrù og allt eins og aumingi. Heimur versnandi fer. Annadhvort er èg ad mykjast med aldrinum eda thetta er eitthvad tìmabundid gedveikisàstand. Jà og èg fòr sko ekki ad grenja thegar kaerastan hans fòr tveimur dogum seinna... en hùn tapadi sèr ì tàrum. Thà leid mèr svolìtid eins og sàlarlausu helvìti. Ah well...