Ég veit að þetta gæti virst frekt en fólk er endalaust að spyrja mig hvað ég vil í afmælisgjöf, svo ég hendi bara ótrauð inn lista yfir dót sem mig langar í:
- Bækur; skáldsögur (þó ekki vísindaskáldsögur), matreiðslubækur og bara alls konar bækur
- Sniðugt og fallegt eldhús- og matreiðsludót (t.d. vantar mig ísvél, pressukaffikönnu og George Foreman heilsugrill (þetta er fyrir fjáðari gefendur eins og t.d. foreldra)).
- Köku- og brauðform úr sílíkoni (svona sem er hægt að beygja og ekkert festist í)
- Náttföt, sokkar og nærbrækur eru alltaf í uppáhaldi, og þá helst með krúttlegu barnamunstri
- Ég er úrasjúk (líka fyrir fjáðari gefendur)
- Rauðvínsglös
- Úff... ég bara man ekki eftir fleiru. Eiginlega finnst mér allt bara fallegt og skemmtilegt.
- Uppfærsla: Fallegt glingur og skart er líka vel þegið :)
- Uppfærsla 2: Aaaarg, steingleymdi að ég er megasökker fyrir snyrtivörum og alls konar kremadrasli.