Harmsögur ævi minnar

26.11.08

Það virðist fylgja mér dálítið í lífinu að sveiflast öfganna á milli. Núna til dæmis er ég stundum harðákveðin í því að eyða ekki um efni fram á þessum síðustu og verstu, sleppa dýrum jólagjöfum, baka ekki neitt (kannski eina sort) og stilla áti í hóf. En ég lendi líka stundum í því að sitja yfir gömlum Gestgjöfum og uppskriftabókum með sturlunarglampa í augum og græðgisslef í munnvikum á milli þess sem ég kaupi allan heiminn handa mínum ástkæru nánustu í huganum.

Ég var að spá í að reyna að fara einhvern milliveg, but then again - millivegurinn hefur einhvern veginn aldrei verið minn stíll.


25.11.08



24.11.08

Ég lenti í einhverju klukki sem ég ætlaði að leiða hjá mér en svo kom það aftur frá einhverjum öðrum þannig að ég dreg augljóslega þá ályktun að fólk sé æst í að fá þessar upplýsingar um mig:

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Gjaldkeri í banka
Starfsmaður á plani, nei djók, vídeóleigu
Afgreiðsludama í leikfangaverslun
Þýðandi

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
Stella í orlofi
Nýtt líf
Með allt á hreinu
Djöflaeyjan
(Það tók mig óratíma að rifja upp þessar fjórar myndir þannig að kannski held ég ekkert svo sérstaklega upp á þær)

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Stekkjarhvammur 20
Via Carbonazzi 17
172 Cherry Hinton Road
Stúdentagarðar (oftar og lengur en ég kæri mig um að muna)

3. Einn staður sem ég myndi aldrei búa á:
Grafarvogur maður! Eða nei annars, ég ætla að segja Keflavík.

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Amsterdam
Borgarfjörður
Gíbraltar
Marokkó

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Spaced
Arrested Development
Black Adder
Friends

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
mbl.is
facebook.com
dlisted.com
www.bigblackco... nei, spaug maður, hi.is

7. Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Lasagne
Hamborgarhryggur
Beikon
Ís

8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:
Múmínálfarnir (þær bækur sem ég átti... man ekkert hverjar þær voru)
Sumar á Saltkráku
Dísa ljósálfur
Madditt
(já nei, ég hef ekki lesið neitt oft eftir að ég komst á fullorðinsár)

9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
Á Tuerredda-ströndinni á Sardiníu (það yrði samt að vera sumar)
Uppi í sófa að horfa á Dr. Phil
Á veitingastað að borða gómsætan jólamat
Í partýi með Hrafni Gunnlaugs og Bob Dylan

10. Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Dr. Chazz, Geimveran, Tobbalicious og Smali.

Af hverju eru ástar-ferómón í svitafýlu en ekki prumpufýlu?

21.11.08



Góðu fréttir dagsins eru þær að líkþornið sem þóttist vera varta er næstum því horfið.

20.11.08

Ég þoli ekki þegar fólk hengir þvottinn sinn illa upp. Lið sem kann ekki að hengja upp þvott á ekki að fá að nota þvottahús í fjölbýlishúsum. Þvílík sjónmengun.

19.11.08



18.11.08

Af hverju er Domino's alltaf að reyna að pranga inn á mann þessum helvítis brauðstöngum? Ég vil ekki brauðstangir! Það étur þetta enginn sem ég þekki.

Nema auðvitað ef ég ætti börn þá myndi ég láta þau borða brauðstangirnar. Alveg pottþétt.

17.11.08


14.11.08




13.11.08

Getur verið að Kalla Café sé leiðinlegasti sjónvarpsþáttur sem hefur verið framleiddur á Íslandi?

11.11.08

Mikið finnst mér það leiðinlegt þegar ég segi „heyrðu“ við fólk og það svarar „já alveg ágætlega“. Ég lenti í þessu í vikunni í ónefndri búð. Ég sagði einmitt „heyrðu“ við ungan pilt og hann svaraði um hæl „já ég heyri“. Ég gnísti tönnunum svo fast að ég braut upp úr jaxli. Það er vegna þess að ég er svo stillt og prúð og legg það ekki í vana minn að röfla í afgreiðslufólki í búðum; sérstaklega ekki bara vegna þess að það segir eitthvað sem fer í taugarnar á mér. Nei, ég bæli þetta allt niður.

Ég veit ekki hvers vegna í ósköpunum ég ætti að vera að spyrja fólk hvort það heyrði (það myndi heldur væntanlega ekki heyra í mér ef það gerði það ekki), en ef ég vildi gera slíkt myndi ég væntanlega spyrja „heyrirðu?“, ekki satt?

7.11.08


4.11.08

2.11.08

Miðað við alla þessa svakalegu tækni sem lögreglan í Miami býr yfir þá er ég nú bara steinhissa á því að það séu óleyst glæpamál í Flórída-ríki. Tjah, eða bara Bandaríkjunum öllum. Það fer sko ekkert, ekkert framhjá Horatio Cane og félögum.