Ég lenti í einhverju klukki sem ég ætlaði að leiða hjá mér en svo kom það aftur frá einhverjum öðrum þannig að ég dreg augljóslega þá ályktun að fólk sé æst í að fá þessar upplýsingar um mig:
1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Gjaldkeri í banka
Starfsmaður á plani, nei djók, vídeóleigu
Afgreiðsludama í leikfangaverslun
Þýðandi
2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
Stella í orlofi
Nýtt líf
Með allt á hreinu
Djöflaeyjan
(Það tók mig óratíma að rifja upp þessar fjórar myndir þannig að kannski held ég ekkert svo sérstaklega upp á þær)
3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Stekkjarhvammur 20
Via Carbonazzi 17
172 Cherry Hinton Road
Stúdentagarðar (oftar og lengur en ég kæri mig um að muna)
3. Einn staður sem ég myndi aldrei búa á:
Grafarvogur maður! Eða nei annars, ég ætla að segja Keflavík.
4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Amsterdam
Borgarfjörður
Gíbraltar
Marokkó
5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Spaced
Arrested Development
Black Adder
Friends
6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
mbl.is
facebook.com
dlisted.com
www.bigblackco... nei, spaug maður, hi.is
7. Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Lasagne
Hamborgarhryggur
Beikon
Ís
8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:
Múmínálfarnir (þær bækur sem ég átti... man ekkert hverjar þær voru)
Sumar á Saltkráku
Dísa ljósálfur
Madditt
(já nei, ég hef ekki lesið neitt oft eftir að ég komst á fullorðinsár)
9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
Á Tuerredda-ströndinni á Sardiníu (það yrði samt að vera sumar)
Uppi í sófa að horfa á Dr. Phil
Á veitingastað að borða gómsætan jólamat
Í partýi með Hrafni Gunnlaugs og Bob Dylan
10. Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Dr. Chazz, Geimveran, Tobbalicious og Smali.