Um daginn var ég eitthvað að snuðra í snyrtiveski yngri systur minnar. Í dágóða stund skemmti ég mér konunglega við að þukla á einhverju fyndnu og undarlegu í litlum taupoka. Eftir smástund komst ég að því að þetta var álfabikar systur minnar. Þá hætti ég að skemmta mér konunglega og þvoði mér vel og vandlega um hendurnar. Ííííjúúú.
28.5.09
22.5.09
Af hverju segja sumir alltaf „við sjáustum“, „við hittustum“ og svo framvegis? Nei, við sjáumst og við hittumst. Hvaðan kemur þessi óskapnaður?
20.5.09
Jakk, ég vissi að góða veðrið yrði til þess að alls konar fólk flykktist út. Núna eru einhverjir gúbbar í hópefli fyrir utan vinnuna hjá mér, kastandi bolta á milli sín og syngjandi eins og bjánar. Enginn friður.
19.5.09
Getur einhver sagt mér nákvæmlega hvað þetta endalausa panini með öllum fjandanum er á kaffi- og veitingahúsum bæjarins? Panino er ítalska og þýðir samloka. Panini er fleirtalan af panino. Mjög exótískt eða hitt þó heldur. Ég átta mig ekki á hvort þetta er búið að festast við ákveðnar gerðir af samlokum eða bara notað til að láta matinn hljóma aðeins meira fansí. Meira ruglið.
13.5.09
Ég er að spá í að fara að æfa mig í að gera möffins. Þær er svo ótrúlega fallegar og girnilegar. Kannski samt eftir Ítalíu... ég vil ekki líta út eins strandað hvaldýr á ströndinni. Er ekki annars til eitthvað gott íslenskt orð yfir möffins? Þetta er ómögulegt... ein möffin, margar möffins? Neeeeei. Mig minnir að stundum sé notað orðið múffa en af augljósum ástæðum er ekki hægt að nota það lengur. Bara alls ekki.