Harmsögur ævi minnar

25.8.03

Ég var búin að steingleyma Foo Fighters tónleikunum á morgun. Það var mjög skemmtilegt að fatta það. Nú er best að finna miðana. Þeir eru geymdir á mjöööög góðum stað. Hmmm...

22.8.03

Undur og stórmerki! Fékk mínar fyrstu vörtur... já ekki eina heldur þrjú stykki! Á mjög heppilega staði; tvær akkúrat undir fótinn og eina milli tánna. Fór til læknis og hann krukkaði í þær með hnífi og djúpfrysti þær svo með einhverju hrikalegu pyntingatæki. Djöfull var það vont. Ekki eins vont samt og þegar ég þurfti að labba á brunablöðrunum allan daginn í vinnunni. Ég get samt loksins látið gamlan draum rætast; að festast inni í lyftu með einhverju jakkafatakrípi og spyrja: "Viltu sjá vörtu sem blæðir úr?"

20.8.03

Ég eyddi happdrættistattúpeningunum í nýjan jakka. Samt langar mig ennþá í tattú. Helst öskrandi björn á bringuna. Spái í það.

18.8.03

Jæja, átti heldur viðburðaríka helgi. Fór nefnilega út í rassgat (austurland, nánar tiltekið) með mömmu, ömmu og tveimur systkinum til að heimsækja langömmu mína og horfa á fjórða systkinið keppa í frjálsum íþróttum.

Nú, sumt var skemmtilegt og annað ekki, eins og t.d. það að sitja í þúsund klukkutíma í bíl með krökkum sem rífast stanslaust. Það tekur á taugarnar. Annars var ferðin ágæt; það var auðvitað æðislega skemmtilegt að hitta langömmu sem ég sé mjög sjaldan. Svo var líka gaman að komast að því að í hverju einasta krummaskuði á landinu er vínbúð. En í Vík í Mýrdal er hún bara opin frá 17 til 19. Kannski vinnur sami maður þar og á pósthúsinu eða eitthvað.

Svo hafa svona ferðir hræðileg áhrif á meltingarkerfið. Maður étur ársskammt af frönskum, pulsum og sveittum borgurum á allt of stuttum tíma. Mér er búið að líða geðveikt illa í mallanum. Það er eins og einhver hafi dýft öllum líffærunum á mér í orlídeig og djúpsteikt þau. Gott á mig fyrir græðgina. Vonandi hreinsast þetta úr þörmunum í vikunni. Efast samt um það. Það er kannski vissara að fá sér rauðvínsglas til að hreinsa aðeins úr kransæðunum.

13.8.03

Vann loksins í Happdrætti Háskólans. Það var nú bara fimmtánþúsundkall en það er sama... nú veit ég að minnsta kosti að ég er með í útdrættinum. Ég er búin að eiga þennan miða síðan ég fæddist og var orðin úrkula vonar um að fá nokkurn tíma rassgat í bala. Held ég fái mér bara tattú fyrir peninginn.

10.8.03

Mig langar svo í íbúðina hjá stelpunni í IKEA auglýsingunni. Það væri ekkert smá kúl að geta snúið einhverri skífu og þá breytist allt. Vúhú. Annars er bara mánuður þangað til ég fer út. Það verður stuð.

6.8.03

Annars splæsti bjórmálaráðherra á mig... jú bjór, eftir vinnu í dag og fær hann stóóóóran koss fyrir!

Úps! Hef bara alveg gleymt að blogga. Svosem ekki eins og neitt hafi gerst þannig sko. Verslunarmannahelgin var bara fín; héldum massa grillveislu og fórum svo út að dansa dansa. Og drekka og eitthvað. Og þannig er lífið bara búið að vera... drekka, vinna, dansa. Það er bráðnauðsynlegt að dansa. Hollt fyrir líkama og sál.

2.8.03

Var að fá flottasta úr evvver frá sambýlismanninum. Honum hefur nú verið sparkað fram í sófa svo úrið geti sofið við hliðina á mér með sína eigin sæng og kodda. Mig er sko búið að langa í þetta úr síðan ég sá það í einhverri skartgripabúð í Kringlunni í desember og oh boy var það ást við fyrstu sýn. I'll never take it off.

1.8.03

Og svo er ég komin í heilla þriggja daga frí JIBBÍ!!! Góða helgi!

Ég fór í Bónus á Laugavegi í hádeginu í dag. Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að ég tafðist um tíu mínútur í kassabiðröðinni því maðurinn á undan mér var að kaupa samloku sem átti að kosta 95 krónur en það stimpluðust inn 99 krónur í kassann hjá afgreiðslustráknum. Gæinn var náttúrulega ekki að sætta sig við það að borga heilum fjórum krónum meira fyrir samlokuhelvítið og það var geðveikt vesen að laga þetta. Í alvöru talað... hvernig nennir sumt fólk að lifa?