Harmsögur ævi minnar

25.9.08

Nú er að byrja trilljónasta serían af America's Next Top Model. Ég hef ákveðið að taka ekki þátt í þessari vitleysu eina ferðina enn. Þessi þáttur er náttúrulega viðbjóður en aðalástæðan fyrir tilvonandi fjarveru minni er samt sú að ég nenni ekki lengur að pirra mig á geðsjúklingnum og fituhlussunni Tyru Banks.

Bottomlænið er semsagt að það verður óhætt að hringja í mig á miðvikudagskvöldum framvegis.

24.9.08

...Og fyrst við erum að tala um vísi.is. Ég rak augun í þessa fyrirsögn áðan:

Bakspik Jennifer Lopez áhyggjuefni - myndir


Um daginn var svo þessi æsifrétt í gangi:


Ómáluð Celine Dion veldur uppnámi - myndir

Nú spyr ég: hverjum veldur bakspik Jenniferar áhyggjum? Ég sef alveg róleg yfir því að minnsta kosti, en hvað veit ég svosem? Og það er ekkert smá sem Celine Dion hlýtur að vera ljót án andlitsfarða... „veldur uppnámi“? Rílí?

Vill fólkið á vísi.is bara alls ekki nota viðtengingarhátt? Hví spyr ég... hví?:

Leikkonan Lindsay Lohan, sem er 22 ára gömul, viðurkenndi í viðtali við bandarískan útvarpsmann, í þætti sem nefnist Loveline, að hún og plötusnúðurinn Samantha Ronson, sem er 30 ára, eru kærustupar.

Spyrillinn spyr meðal annars Lindsay hvort þær eru hamingjusamt par.

(vísir.is í dag)

23.9.08

Hvernig stendur eiginlega á því að það er að koma október? Hvert fer allur þessi tími? Árið er að verða búið!

En áður en október byrjar kemur 28. september sem þýðir að jú, ég verð einu ári eldri, enn eina ferðina. Ég er farin að halda að þetta sé óumflýjanlegur andskoti.

22.9.08

Ég er að spá í að rölta upp á bókhlöðu eftir vinnu í dag og athuga hvort reykingastöðvunarbókin eftir hann þarna tantra-gaur sé inni. Já já, ég veit að það er leim en litla systir segir að hún virki. Kannski læri ég að tantra í ofanálag. Það væri nú ekki amalegur bónus.

20.9.08

Hey, leikur - finnið túrhausinn:


17.9.08

Æi, er þetta ekki svolítið tilgerðarlegt?

15.9.08

Oooo það gerðist ekkert krassandi á endurfundunum. Allir voða stilltir og penir. Það var reyndar 2 fyrir 1 á barnum svo að ég og fröken D dúndruðum ginblöndunum ofan í kokið á okkur eins og skoskir togarasjómenn í helgarfríi. Við vorum því kannski ekki alveg til fyrirmyndar þarna seinni partinn en höfðum þó vit á því að drulla okkur snemma heim. Og ó ó ó hvað ég var þunn í gær. Ekki alveg svona ég-ætla-aldrei-að-drekka-aftur þunn en næstum því. Það er nú alveg merkilegt hvað ég nenni að fara út að skemmta mér miðað við hvað ég er léleg drykkjumanneskja frá náttúrunnar hendi - þoli ekki neitt og er alltaf að drepast úr þynnku ef ég fæ mér í glas. Ég er að spá í að fara að reykja krakk í staðinn.

11.9.08

Mbl.is í dag:

„Nokkur hundruð“ talin af

Hundruða manna er saknað eftir að aurskriða kaffærði bæ í Kína, og er ekki talin nein von um að fólkið finnist á lífi. Þegar hafa fundist 128 lík, að því er kínverskir fjölmiðlar greina frá. Skriðan féll á mánudaginn eftir að uppistöðulón með námuúrgangi brast. Heilt þorp með um eitt þúsund íbúa grófst undir skriðunni.

Haft er eftir kínverskum ráðherra að það sé „sáralítil von“ um að nokkur finnist á lífi, þar sem „fólkið hefur verið grafið í þrjá daga.“


Getur einhver útskýrt allar þessar gæsalappir fyrir mér? What does it all mean? Me so confused.

10.9.08

Ég vinn að því hörðum höndum þessa dagana að breyta mér úr B-manneskju yfir í A-manneskju. Ég reyni því að kýla mig í svefn vel fyrir miðnætti og ruslast á fætur uppúr sjö svo ég geti verið mætt í vinnuna klukkan átta. Nú þetta gengur bara ljómandi vel þó ég sé næturbröltari mikill... enda var ég svosem ekkert að gera neitt merkilegt seint á kvöldin - bara hanga eitthvað og glápa á þætti á netinu eða gramsa í matreiðslubókum. Allt hlutir sem hægt er að gera á daginn líka.

Í morgun var ég þó komin á ról um klukkan sex sem mér finnst heldur snemmt. Fyrst vaknaði ég af því að ég þurfti að pissa og svo þurfti ég að lufsast á fætur skömmu síðar til að bjarga kisukjána sem hafði einhvern veginn komist inn til mín en komst ekki út aftur. Það var nú samt voða kósí að elda hafragraut í myrkrinu og rólegheitunum og kúra svo aðeins meira. En ég ætla nú ekki að ofmetnast - sjö verður áfram takmarkið.

7.9.08

Jahsko, svo virðist sem fleiri en hjássi séu illa efrivaraðir frá náttúrunnar hendi. Sjálf Jennifer Garner, svei mér þá.


Ég er að horfa á High School Reunion á Skjá einum. Ég er einmitt að fara á 15 ára grunnskóla-endurfundi á laugardaginn. Ég vona svo sannarlega að það verði jafn spennandi og dramatískt og drullan sem fyrrnefndur sjónvarpsþáttur er. One can only hope.

5.9.08

Ég var næstum því búin að gleyma hvað þetta er übersvalt myndband.

Hrollur... ég var að reyna að borða samloku með rækjusalati áðan en kom henni ekki með nokkru móti niður. Annað hvort eru samlokufyrirtækin farin að búa til ógeðslega vont rækjusalat eða mér þykir rækjusalat hreinlega ekki gott lengur. Ég skýt á það fyrra.
---
Annars er helsta afrek dagsins hjá mér að vera komin með kvef. Það líst mér vægast sagt illa á. Hefur því öllum vitleysisgangi um helgina verið aflýst í bili og mun ég sitja við hannyrðir í staðinn með heitt toddý við hendina.

3.9.08

Hvað in the name of sweet baby jesus er í gangi með brjóstin á Christinu Aguileru? Það er greinilegt að við erum ekki allar jafn þjakaðar af þyngdaraflinu.