Harmsögur ævi minnar

28.12.08

Jæja... vinna á morgun þannig að ætli það sé ekki best að kroppa makkintossbréfin úr munnvikunum. Og finna hæfilega stórar joggingbuxur því ég ætla ekki einu sinni að reyna að komast í gallabuxurnar mínar. Annars er þetta búið að vera dásamlegt. Svona át-hátíðir (átíðir?) eru alveg minn tebolli. Við fórum upp í bústað til móður og skemmtum okkur konunglega eins og sjá má:



Kátínan var allsráðandi hjá sumum...


...á meðan aðrir horfðu reiðir um öxl.


Nóg var af pökkum undir jólatrénu...


...þrátt fyrir að tréð sjálft hafi nú oft verið glæsilegra.


Yngstu börnin fengu auðvitað líka pakka.


Og þá er bara að skauta inn í nýja árið með bjartsýni og gleði í hjarta. Þó er hugsanlega betra að vera í skautunum.

27.12.08

Er aftur byrjað að sýna Rachael Ray á Skjá einum?! Nei nei nei! Hingað og ekki lengra. Nú fær sjónvarpið að fljúga út um gluggann.

23.12.08

Ég er búin að heyra auglýsingar í sjónvarpinu undanfarið um einhvern þátt í kvöld sem lýsir ótrúlegri frægðarför Pol Pots upp á stjörnuhiminn óperunnar. Hérna er svo rétta lýsingin (af rúv.is):

Kl. 21:05 |
Paul Potts - Úr sölumanni í stórsöngvara - Paul Potts - Fra telefonsælger til verdenstjerne - Danskur þáttur um símasölumanninn Paul Potts sem sló í gegn í hæfileikakeppninni Britain's Got Talent og varð frægur um allan heim.

Mér fannst þetta líka eitthvað skrýtið.

22.12.08

Grrrreat. Ragnheiður Gröndal að syngja á rúv. Aldeilis frábær endir á góðum degi.

Djöfull verð ég ógeðslega skapvond í svona drulluskítaveðri. Rok og rigning er sko algjörlega ó-uppáhaldsveðrið mitt í öllum heiminum. Ef ofan á það bætast klofháir slabb-skaflar... og þá sérstaklega þeir sem líta út fyrir að vera snjór en eru svo rennandi blautt slabb frá miðju og niður úr þá... þá er lífið ekki skemmtilegt. Það vill einmitt svo til að ég var að koma aftur í vinnuna úr mat og ég er rennandi blaut upp að lærum. Það er drullufokkíngvibbi. Ég er baaaara að bíða eftir því að geta fengið útrás á einhverjum. Ég vil því biðja fólk um að hafa ekki samband við mig í dag nema það sé mjög mikilvægt. Þó gæti ég verið farin að róast í skapinu upp úr 10-fréttum ef ég þekki mig rétt.

17.12.08

Djöfullinn... slysaðist til að sjá smá af America's next top model... hvað í fokkinu er að Tyru Banks? Hún er nú meiri andskotans viðbjóðurinn. Er ekki hægt að taka þetta fyrirbæri úr umferð fyrir fullt og allt?

Djöh... Blogger gabbaði mig í að uppfæra og þá duttu út allir tenglar og Haloscan. Mjög slæmt því ég þarf einmitt að spyrja um álit á mjög mikilvægu máli. Kannski nenni ég að laga þetta í kvöld. Kannski klára ég bara frekar jólapúrtvínið mitt.

14.12.08

Jössss, búin að fá dagatal. Glitnir rúlar. Sambó er sko ekki búinn að fá neitt frá Kaupþingi.

12.12.08

Æi, ég vona að það hafi verið búið að prenta dagatöl fyrir bankana áður en þeir voru þjóðnýttir. Það er vonlaust að vera dagatalslaus. Ríkið er annars ekkert að spreða í svoleiðis, er það?

Fyrir listasjúkt fólk eins og mig (og þá á ég við fólk sem hefur unun af því að gera lista - ekki fólk sem hefur gaman af menningu og listum) er jólahátíðin yndislegur tími. Ég er búin að gera stórkostlegan jólakortalista og rétt í þessu var ég að ljúka við jólagjafalistann... hann er meira að segja kominn í lítinn plastgalla og allt og mun því passa vel í vasa án þess þó að krumpast eða drullast út. Ó, gleðihrollur! Nú og svo bætast við alls konar smotteríslistar, til dæmis eru smákökurnar búnar og þá þarf að gera nýjan innihaldsefnalista og þegar haldin eru partý og kaffiboð þarf að gera lista yfir snarlerí og drykki. Nú að ógleymdum vikulega Bónus-innkaupalistanum en ég verð að viðurkenna að mesti glansinn er farinn af honum.

10.12.08


8.12.08

Hvernig í ósköpunum getur SP-fjármögnun rukkað mig um 450 krónur í eitthvað fokkans innheimtugjald á hverja einustu greiðslu af bílaláninu mínu? Ég er búin að hringja og væla yfir þessu og benda á að ég þurfi ekki einu sinni þennan drullubleðil heim í pósti því reikningurinn birtist í heimabankanum en það er alltaf eitthvað „computer says no“ helvítis rugl í gangi. Samkvæmt fólkinu hjá SP get ég sleppt því að fá rukkun í pósti en ég þarf samt að borga. Ef fyrirtækið þarf ekki einu sinni að senda mér greiðsluseðil... í hverju í jevlanum er þessi kostnaður fólginn? Ekki nóg með að ekkert saxist á þetta viðbjóðslega lán heldur þarf ég líka að borga aukalega á mánuði til að láta níðast á mér. Eina leiðin til að sleppa við þetta er með því að láta skuldfæra beint af bankareikningi. Þá borgar maður 150 kall. Glæpamenn.

(Nú verður pottþétt búið að lykla bílinn minn í fyrramálið. Ó sorrý, bílinn „minn“.)

5.12.08

Hagkaup er mikið að auglýsa framandi ávexti þessa dagana. Ég fór einmitt í Hagkaup um daginn (já, nei ég versla ekki þar að staðaldri - vantaði bara dálítið) og festist í ávaxta- og grænmetisdeildinni. Það var svo mikið til þar af sniðugu dóti (eitthvað annað en í Bónus) og eftir smá skoðerí ákváðum við Sambó að kaupa eitt stykki drekaávöxt. Ég hafði svosem ekki hugmynd um hvernig þetta fyrirbæri væri á bragðið en fallegt var það; skærbleikt og grænt eins og sést á myndinni. Svo spáði ég ekkert í þessu meir fyrr en heim var komið en þá komumst við einmitt að því að þetta ávaxtarkríli kostaði næstum því fimm hundruð krónur. FIMM HUNDRUÐ!!! Djöfull var ég brjáluð... mest náttúrulega út í sjálfa mig fyrir að vera svona ógeðslega sofandi á verðinum.

En eníhú, ef þið viljið fara í Hagkaup og kaupa unaðslega og framandi ávexti, endilega gerið það. Ég hins vegar ætla ekki að gera þau mistök aftur, ekki nema ég fái þá að maka heilli vaselíndollu á stjörnuna fyrst.



Það má svo alveg bæta því við að þessi ávöxtur er ekkert spes á bragðið - soldið eins og bragðlítið kiwi.

4.12.08

Hvernig væri að þetta helvítis Vörutorg færi að fá nýjar vörur?!

2.12.08

Aaaah... var að fatta að þetta eru önnur jólin í röð sem ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af prófaveseni, ritgerðaskilum og þess háttar drullu.

Aldeilis ljómandi.