Jæja, er að búa til stundaskrá fyrir næsta vetur, allt merkt inn: heimalærdómur, útihlaup, þrif og allt. Og auðvitað verður farið eftir þessu frá A til Ö.
Merkilegt hvað maður er alltaf fullur metnaðar í byrjun nýs skólaárs. Ætlar að setja allt jafnóðum í möppur, læra eftir hvern tíma og vera duglegur að lesa jafnt og þétt. Bregst svo ekki eins og Jónsi benti á nýlega að maður endar í kúk rétt fyrir próf, ekki búinn að gera rassgat og finnur krumpaðar glósur og minnismiða í úlpuvösum. En ég ætla samt að gera stundatöfluna, maður fær nú plús fyrir góða viðleitni. Er ég plebbi ef ég set "þynnka" á sunnudaga?
Annars er víst kveðjupartýið mitt í kvöld. Búin að setja klaka í frysti fyrir kæliboxið og þarf að fara að kaupa vodka og alls konar góðgæti. Þetta verður skrautlegt.
Fullt af nýjum og skemmtilegum meðleigjendum í húsinu sem ég þarf því miður að skilja eftir. Þýski læknaneminn sem er nýfluttur inn kom með þessa forláta egypsku vatnspípu (eins og púpan þarna í Lísu í undralandi notaði), og nú sitjum við á kvöldin í góðum fíling og reykjum eplatóbak og drekkum bjór. Mig langar sko ekkert heim.