Ég og minn kæri R fórum á Sólon um daginn og snæddum tapas og rauðvín með. Það var í einu orði sagt geggjað. Brjálæðislega gott. Svo lækkaði líka Sólon verðin á matseðlinum um 6% sem er gott. Mmmm mig langar í svoleiðis núna. En það er víst stroganoff í matinn. Sem hjásvæfan er að útbúa af því ég er svo viðbjóðslega löt og ömurleg. Ég sofnaði meira að segja á bókhlöðunni í dag. Ég hef sofnað á bókasöfnum í þremur löndum, geri aðrir betur.
Ég fór líka á Sirkus í gær í bjór með frábæru fólki. Það var skemmtilegt. Hitti svo gamla félaga í kvöld. Þetta er allt saman æðislegt.