Ég fór til tannsa í morgun til að skipta út gamalli fyllingu sem var orðin léleg. Ég hata þessar andstyggilegu borvélar sem tannsi notar en hins vegar elska ég að láta deyfa mig. Mér finnst fátt betra en að láta stinga í tannholdið á mér, eins pervertískt og það hljómar. Það er samt ekkert gaman að vera í vinnunni og slefa kaffi og munnvatni yfir allt.
29.10.07
26.10.07
24.10.07
Við sváfum illilega yfir okkur í morgun sem var alls ekki gott. Dagurinn fer alltaf í tómt fokk hjá mér þegar ég sef yfir mig. Ég varð illa geðsjúk af pirringi og allt var ómögulegt í vinnunni svo ég strunsaði út við fyrsta tækifæri. Ég brunaði upp í Skútuvog að sækja farsíma hjásvæfunnar í viðgerð. Ég kom 17:10 og það lokaði 17:00. Þá sturlaðist ég. Hvers á maður að gjalda að vera í vinnu allan helvítis daginn? Hvenær á maður eiginlega að geta gert nokkurn skapaðan hlut?
Anyway... til að nýta ferðina fór ég í Bónus en var búinn að steingleyma því að það er ekki til að létta lund nema síður sé. Ég þrammaði þar í gegn eins og fíll með fyrirtíðaspennu en náði þó að komast út stórslysalaust. Þegar ég kom heim trylltist ég því ég a) var ógeðslega svöng, b) náði ekki að halda á öllu helvítis draslinu inn og það datt fullt af dóti á rennblauta stéttina. Ég missti svo veskið mitt í drullupoll líka en það var nú ekki svo afleitt því það er vant slæmri meðferð... t.d. missti ég vatnsglas ofan í það sem brotnaði um síðustu helgi en það er nú önnur saga.
Ég er nú öll að koma til, en það er nú víst vissara að koma sér snemma í rúmið svo það sama gerist ekki á morgun. Og af því að ég er svo nýorðin gömul þá kann ég ekkert á þetta... hvað þurfa svona gamalmenni að sofa lengi eiginlega?
23.10.07
19.10.07
Ég skutlaðist með Glókolli austur fyrir fjall í gær. Hann þurfti að koma blæjubílnum sínum í geymslu því hann er að mygla og fá sveppasýkingar í allri þessari rigningu. Þ.e.a.s. bíllinn, ekki Glókollur. Og þó... maður veit aldrei.
Á leiðinni austur var svo tussubrjálað veður að ég hef bara sjaldan lent í öðru eins. Rigning, rok, þoka og alls konar. Ég var eins og gamalt hró við stýrið, sá náttúrulega ekki rassgat og var límd við framrúðuna. En til sárabóta sá ég dýrið þarna úr Neverending story á himninum - hvíta fljúgandi hundbangsann þarna. Eða ég held að þetta hafi verið hann.
Heyrðu, og meira selebb-spotting. Sjæse sko, ekki nóg með að maður sé best friends með Rob Schneider heldur svínaði Friðrik Þór Friðriksson á mig um daginn! Ég sver það.
16.10.07
Noh, ég var á klósettinu í vinnunni og fattaði að ég er í nærbuxunum öfugum. Ekki á röngunni heldur með rassinn framan á. Sem betur fer er ég ekki í g-streng segi ég nú bara!
15.10.07
Fékk þá spurningu (skiljanlega kannski) í kommentum hvort ég væri nokkuð ólétt fyrst ég er hætt að reykja. Nei, ástandið er nú ekki svo hörmulegt sem betur fer. Þessi umræða hefur reyndar komið upp hjá mér og ástmanninum því við myndum fá stærri íbúð á stúdentagörðum ef ég myndi unga út krakka. Reyndar stakk ég upp á því að ég myndi bara eignast orminn með öðrum kalli og þá fengjum við alltaf frí aðra hverja helgi. Við sjáum hvað setur.
En nei, reykleysið var bara eitthvað stundarbrjálæði og ég verð að viðurkenna að ég er búin að missa sjónar á því hvað var svona hörmulegt við það að reykja. En er nú samt ennþá reyklaus... ennþá.
Annars hitti ég Rob Schneider á djamminu á föstudaginn. Hann er sko miklu minni en ég. Ég setti hann í vasann og fór með hann á Ölstofuna.
10.10.07
Ég var að spá í að skella mér á Hamskiptin og út að borða á eftir en þetta reyklausa líf er að sjúga úr mér alla lífsgleði. Er annars nokkuð gaman að gera skemmtilega hluti ef maður getur ekki reykt á eftir? Hvað segið þið um það reykleysingjar? Eða kannski frekar þið sem hafið hætt að reykja... ef ég þekki einhverja svoleiðis. Díses, hvað er annars svona slæmt við það að reykja?
9.10.07
Þegar maður hefur ekkert gáfulegt að segja er víst best að þegja.
Og þú kúkur sem svínaðir á mig í gær... það er verið að bora í hnéskeljarnar á konunni þinni as we speak.
6.10.07
Ég hélt afmæli nr. 2 í dag sem var huggulegt kaffiboð fyrir eldri fjölskyldumeðlimi... talsvert snyrtilegra heldur en sukkveislan um síðust helgi skal ég segja ykkur. Ég er orðin svo þrautþjálfuð í að elda, baka og þrífa að ég held barasta að ég ætti að opna hótel.
Ég er reyndar leið yfir því að afmælispartýið sé búið því það var svooo gaman. Ef ég gæti myndi ég spóla til baka og upplifa það aftur og aftur og aftur.
Núna er búið að ganga frá og ég sit í rólegheitunum með hjásvæfunni og sötra rauðvín. Maður er orðinn svo gamall og settlegur sko. Ég er meira að segja komin með gamalmennameiðsl, já já, alveg að drepast í nára og mjöðm. Ætli þetta sé ekki bara gigt. Kannski maður geti þá farið að spá til um veðrið. Andskotans helvítis rugl... er þetta bara búið? Báðir fætur komnir í gröfina? Úff, meira rauðvín maður...
3.10.07
Jæja þá er maður loksins kominn í fullorðinna manna tölu og er það svosem ekkert nema gleðilegt (held ég!). Ég þakka kærlega fyrir allar kveðjur og þúsund milljón þakkir til ykkar sem komuð í ammmæli til mín á föstudaginn og tókuð þátt í skemmtilegasta partýi sem ég hef haldið. Allt ykkur að þakka dúllurnar mínar - þið eruð bezt í heimi! Alveg væri ég glötuð án ykkar. Og gjafirnar voru geggjaðar, allar með tölu. Takk takk takk!