Harmsögur ævi minnar

26.7.05

En skemmtilegt. Þjóðverjastelpan setur dömubindin sín allsber í ruslafötuna eins og Anna. Mér finnst ekki gaman að opna ruslafötuna og glápa beint ofan í notað dömubindi...

...SETJIÐ ANNAÐHVORT KLÓSETTPAPPÍR EÐA UMBÚÐIRNAR AF NÝJA DÖMUBINDINU UTAN UM GAMLA DÖMUBINDIÐ SÓÐARNIR YKKAR!!!

(A.m.k. ef þið deilið baðherbergi með öðru fólki).

Svo er leiðinlegt að segja frá því að það er svitalykt af henni líka. Greyið... varla segir maður neitt? Eða ég veit ekki... ég myndi reyndar vilja vita af því ef það væri svitalykt af mér. Oh well, þetta er vandamál fyrir þá sem verða hérna áfram... screw you guys, I'm goin' home.

Hún virkar samt geðveikt fín. Rólegheitastelpa. Jamm.

25.7.05

Úps! Það voru vatnsmelónubitar inni í ísskáp sem voru byrjaðir að mygla all svakalega... ég ætlaði að henda þeim en þetta var blautt og ógeðslegt svo ég vildi ekki henda þeim í ruslið.

Mundi þá eftir karamellubúðingnum í klósettinu um daginn og datt það snjallræði í hug að gera slíkt hið sama. Trallaði inn á bað með skálina og blubbs blubbs blubbs, henti öllu heila klabbinu í dolluna. Þetta var kannski vanhugsað plan hjá mér því þegar ég sturtaði niður sátu bitarnir sem fastast í gatinu og klósettið fylltist af vatni. Ég þurfti því að eyða drjúgum tíma af deginum í að tína þá upp úr með gaffli. Ekkert sérstaklega skemmtilegt.

Note to self: Búðingur - já, vatnsmelóna - nei.

Það er bara búið að vera brjááálað að gera hjá mér. Öllum að óvörum birtust Morten og Heidrun (slumm-erasmus parið) á eyjunni og vinur hans Jonathans og nýr meðleigjandi sem er rauðhærð þjóðverjastelpa. Svo þegar Jonathan fer á miðvikudaginn kemur fröken Dóra. Þannig að bæ bæ BA ritgerð.

Svo hækkaði ég yfirdráttarheimildina mína þannig að það er aldrei að vita nema maður skelli sér í klippingu... hárið á mér er eins og All-Bran stönglar, þurrt og ógeðslegt.

18.7.05

Jeminn hvað það er heitt. Sit inni í eldhúsi í svitabaði... rótsterkur karrýréttur í hádegismat var hugsanlega ekki það gáfulegasta heldur.

Húsflugurnar láta mig ekki í friði, þær eru að reyna að komast í apríkósurnar mínar en eftir að ég setti viskastykki yfir þær urðu þær fúlar og nú setjast þær á mig og festast í svitanum. Jakk.

Ég myndi fara í sturtu en ég veit að ég á hvort sem er eftir að svitna við það að þurrka mér. Svo ég ætla bara að sitja sveitt áfram.

Merkilegustu fréttir dagsins eru þær að ég fór á klósettið og hélt að Jonathan hefði skitið lunga... þvílíkt var ógeðið í dollunni. Ég var alveg að fara að hringja á sjúkrabíl en þá komumst við að því að þriðji meðleigjandinn hafði hent risastóru creme caramel-i í klóið og gleymt að sturta niður. Það var nú léttir. Og gott að Jonathan þurfti ekki að fara á spítala.

14.7.05

Ætlaði að reyna að skrifa í dag en er hálf dofin í höfðinu. Það er allt Jonathan að kenna náttúrulega. Við ætluðum nefnilega að greiða úr mp3 ruslinu mínu á þriðjudagskvöldið... setja í möppur og svona. Óþolandi óreiða á þessu... litlir stafir sums staðar í titlum og plötumöppur með bara einu lagi, uss uss uss.

Nema hvað að til að koma okkur í stuð opnuðum við vínflösku og það varð ekki aftur snúið. Næst tók JoJo til við að tæma SOS-skápinn. Það er ógeðsskápur inni í eldhúsi sem inniheldur (eða innihélt öllu heldur) partýleifar síðustu tveggja ára. Við náðum á undraverðan hátt að klára restarnar af e-i bónusrommflösku, vodkaflösku, ginflösku (þar af helmingurinn blandaður í vatn því blandið var búið), e-a hnetulíkjöra sem voru opnaðir fyrir ári síðan og löngu orðnir skrýtnir, og svo til að setja punktinn yfir i-ið drukkum við eitthvað, og ég segi eitthvað, í grænni flösku með stöfum sem við skildum ekki. Ætli það hafi ekki bara verið Absynth. A.m.k. er ég búin að vera geðveikt undarleg síðan.

Merkilegasta var að fyrir utan dofinn og tóman haus (en það ástand gæti reyndar hafa verið til staðar áður...) var ekki nein þynnka í gangi daginn eftir. Ekki agnarögn. Kannski var allt áfengi hreinlega gufað upp úr þessu drasli.

En ekki kvartar maður svosem... mér finnst ekkert gaman að sitja á klósettinu heilu og hálfu dagana með þ**********u.

Ég er búin að gefast upp á upphandleggjaflöpsunum. Og það áður en ég lagðist til atlögu við þá. Héðan í frá mun þessi líkamspartur minn heita "Wings of Love" og verður flaggað í heila stöng með stolti upp á hvern dag. Hlýrabolir, get ready.

Fyrst kallar mega vera með ástarhandföng (æl...) þá hlýt ég að mega vera með Wings of Love.

12.7.05

Tjah, ýmislegt hefur nú á daga manns drifið síðan síðast. Ég er búin að fara í heljarinnar strandferð (með heljarinnar magni af mat auðvitað), sjá 15 ógeðslega sæta nýfædda Sjeffer hvolpa, klifra upp í hæsta turn borgarinnar og læra smá. LÆRA!

Og í sambandi við það... dyggir lesendur muna kannski eftir frábæra undirstrikunarpennanum mínum sem var með innbyggðum mínípóstits. Þessi penni var þvílíkur gleðigjafi að lærdómurinn varð að hreinustu ánægju í langan tíma. Það þarf því væntanlega ekki að útskýra gremju mína og vonbrigði þegar ég kláraði síðasta mínípóstitsið í morgun. Það versta er að ég er þegar búin að merkja helming heimildanna í ritgerðinni minni með rauðum mínípóstitsum. Hvað á ég þá að gera við hinn helminginn? Merkja með stórum gulum póstitsum? Nei nei og aftur nei, það gengur engan veginn!

Og fyrsta verkefni Málfarsfasistanna í haust verður að finna gott orð fyrir póstits og mínípóstits. Punktið þetta hjá ykkur... ég vil fá góðar tillögur.

8.7.05

Stefnir í Trivial/Pictionary og vodka í kvöld. Það verður hörkustuð væntanlega.

Kann annars e-r ráð til að losna við upphandleggjaflapsa? Og þá auðvitað án þess að líkamsrækt komi þar nokkuð við sögu. Það er örugglega hægt að fá krem eða e-ð. Hvað varð um Svenson bæklinginn góða? Ég hef ekki séð hann í mörg ár en hann var einmitt barmafullur af alls konar skyndilausnum. Ætli það sé hægt að fá hann sendan til útlanda?

Ég ætla samt að passa mig á svona momentary-madness megrunarkaupum. E-s staðar vel falinn liggur ennþá magaþjálfinn sem ég keypti úr infómörsjali á Rúv fyrir mörgum árum... þessi sem var eins og geimskutla. Þvílík skömm. Vonandi var honum bara hent.

7.7.05

The Jesus And Mary Chain
You Are... The Jesus And Mary Chain.

You are moody and unpredictable. You are the
underdog who refuses to sink to the bottom. You
have more talent than you ever really let
anyone know. It almost seems as if you try and
sabotage whatever good things may be going on
in your life, and you often feel like you may
be giving people a bit too much of yourself.
Being in the spotlight is something you find to
be rather uncomfortable though you secretly
yearn to be loved by everyone. You lean toward
things of a darker nature and are prone to self
destructive tendencies. You struggle with
happiness for the simple fact that you seem to
be in love with your misery. You are a realist.


what Creation Records band are you? (complete with text and images)
brought to you by Quizilla

Já, það er nefnilega það...

Hvað er að bévítans Haloscan? Ef ég hefði ekki borðað ógeðslega góðan ís áðan væri ég bara hin fúlasta!

Vá, vaknaði eldsnemma og setti í þvottavél og fínt. Fór svo aftur upp í rúm og lagðist í kóma í 2 tíma. Það er alltof erfitt að koma sér af stað í svona hita. En meðan ég lá í kómanu dreymdi mig fáranlegustu drauma ever. Sjitt. Jæja, hlýt að lifa það af.

Eitt sem ég var að spá í sambandi við e-a bókagrein sem ég var að lesa... kannist þið ekki við svona "Bókin á náttborðinu" dæmi í dagblöðum? Hvernig stendur á því að fólk er alltaf með 4-5 bækur á náttborðinu hjá sér akkúrat þegar blaðið hringir í það og það er ALLT e-ð geðveikt intellektúal stöff?? "Já, ég var einmitt að byrja á Hamskiptunum eftir Kafka, og svo er ég að lesa Blikktrommuna eftir Günter Grass sem er sko skyldulesning. Nú næst á listanum er "x" sem er sjálfsævisaga rússnesks hermanns sem lifði af seinni heimsstyrjöldina...fa fa fa". Yeah right! Meira að segja fegurðardrottning Trékyllisvíkur er að lesa Dostojevski.

Það þarf sko enginn að segja mér að meirihlutinn af þessu fólki er örugglega bara með Séð og heyrt og Danielle Steel á náttborðinu. Mér finnst að "Bókin á náttborðinu" dálkurinn ætti að fara óvænt heim til fólks... þá myndum við kannski fá "Raunverulega bókin á náttborðinu". Útkoman yrði örugglega e-ð aðeins minna menningarleg, but hey, af hverju í ósköpunum þarf fólk alltaf að þykjast vera e-ð sem það er ekki? Ég les sko fullt af krappi og er stolt af því. Reyndi einu sinni að lesa Meistarann og Margarítu af því allir voru að dásama hana og gafst upp... mér fannst hún bara huuuundleiðinleg. Nei, þá frekar les ég Grisham.

6.7.05

Af hverju skrifar fólk alltaf e-h í staðinn fyrir eitthvað og einhver... á maður ekki að skrifa e-ð og e-r? Ég bara spyr...

5.7.05

LÍN ætlaði að borga mér í gær en gerði ekki. Svosem ekki stærsta vandamálið í augnablikinu. Ég fór nefnilega á stúfana í gær til að leita að bókunum sem mig vantar. Það eru ítalskar málfræðibækur. Ég hugsaði með mér að það væri nú fínt að vera á Ítalíu í sumar, ég gæti þá keypt bækurnar vandræðalaust í bókabúð og byrjað að skrifa.

Ó ó ó hvað maður getur verið saklaus. Af sjö bókum sem ég leitaði að fann ég eina. EINA! Í tíu mismunandi bókabúðum! Það er eitthvað svo stórt að bókabúðasisteminu hérna að það hálfa væri nóg... ég var bara búin að gleyma því. "Öööö, nei veistu, við erum ekki með neina höfunda sem byrja á L". "Nei, við erum bara með bækur um tölvufræði og bandarískar skáldsögur eftir 1931". "Hmmm... ítölsk málfræði, nei veistu það er bara ekkert til, þetta er sko ekki beinlínis málfræðisísonið".

What??? Mér var boðið að panta bækurnar en síðast þegar ég gerði það beið ég í tvo mánuði. I'll be long gone eftir tvo mánuði og nenni ekki að taka sénsinn á því.

Það er heldur ekki eins og ég sé að biðja um Þjóðsögur Jóns Árnasonar þýddar yfir á færeysku. ÍTÖLSK MÁLFRÆÐI!!! Á ÍTALÍU!!! AF HVERJU ER ÞETTA EKKI TIL?? AF HVERJU ER ÉG MEÐ BJÓRVÖMB?? AF HVERJU NOTA ÉG SKÓ NR. 36? WHYYYYY?????

4.7.05

Ansans... ég var búin að plana að kaupa nokkrar skólabækur í dag til að ég gæti byrjað á annarri BA ritgerðinni (svona fyrst maður hefur smá lausan tíma á daginn á milli sólbaða).

LÍN sagðist ætla að leggja inn á mig restina af námslánunum í dag svo þetta hefði átt að merjast. Það sjást hins vegar engir aurar á reikningnum mínum svo ég veit ekkert hvort ég á að taka sénsinn og kaupa bara bókadruslurnar og treysta svo á að þeir leggi inn á mig svo ég eigi fyrir skólagjöldunum... eða bíða með það og vera með samviskubit áfram yfir því að ég sé ekki að læra.

Og svo þarf ég að borga leigu líka en get líklega reddað því. Úff hvað það er erfitt að vera atvinnulaus. Oh well... veðrið er a.m.k. gott. Og bjórinn ódýr.

Ég held að það séu vírusar í tölvunni minni... stundum þegar ég klikka á linka kemur e-ð online spilavíti á skjáinn, og stundum tippi og svoleiðis. Geðveikt neyðarlegt... "heyrðu, ég ýtti bara á mbl.is og það kom upp þessi svaka dónasíða!"... right!

Fórum nokkur á strönd í gær með Ritu og miðaldra félögum hennar. Það var stuð. Rita sagðist ætla að koma með nesti og nesti kom kellingin með. Ég er ekki að tala um kæfusamlokur og trópí, ó nei. "Nestið" var djúpsteiktar nautakjötssneiðar, hrísgrjónasalat með ólívum, túnfisk, lauk, papriku og fullt af öðru dóti, upprúllað brauð með tómötum og reyktum laxi, samlokur með eðalskinku og salati, melónur, kirsuber og ferskjur, og svo snilldar rauðvín til að skola þessu niður. Það er víst önnur ferð plönuð næsta sunnudag, aldrei að vita nema maður skelli sér með.

Allir urðu sólbrúnir, náttúrulega allt Ítalir nema Jonathan... en hann er hálfur Filippseyingur svo hann varð svartur líka. Ég varð aðeins minna bleik... ég held að ég ætti að fara að trappa mig niður í sólarvörninni svo ég fái nú aðeins roða í kinnar. Kannski ég noti bara 20 næst. Nú eða 15, neeeei ein geðveikt flippuð, segjum 20.

Hins vegar er hárið á mér orðið geðveikt glyðrulega ljóst og ég er mjög ánægð með það.

2.7.05

Ég þori ekki að slökkva á tölvunni af ótta við að hún virki ekki þegar ég reyni að kveikja á henni aftur.

Er annars að bíða eftir liði... þarf að fara út að skemmta mér. Nenni því samt engan veginn... ég og JoJo duttum í það með fullt af vodka í gær spilandi Axis og Allies við þriðja meðleigjandann. Ég og JoJo tókum bráðlega fram úr þeim þriðja í drykkju og töpuðum dómgreindinni og þ.a.l. leiknum skömmu síðar. Við ofmetnuðumst, eyddum öllum peningunum í sprengjuflugvélar og öxulveldin nýttu sér veikleikann. Allt helvítis vodkanum að kenna. Ég reyndi í örvæntingu minni að svindla (gerist ekki nema ég sé komin vel í glas) og svo fótbraut ég þýskan hermann í bræðiskasti. Það er sko ekkert gott að vera tapsár þegar maður er að spila eitthvað sem maður er ekkert sérstaklega góður í.

Svo bara ströndin í dag... og núna er ég að spá í að fá mér ís. Nenni ekki brennivíni enda er maður orðinn alltof gamall fyrir tvö kvöld í röð.

Og já, LÍN svaraði mér... þeir borguðu mér óvart bara 78% af láninu mínu... ætti að rukka þá fyrir allar sígaretturnar sem ég reykti í peningastresskasti.

Nautsj, komst á undraverðan hátt á netið í minni tölvu. Ég á ekkert endilega von á því að það gerist aftur svo það er víst best að nota tækifærið og blogga smá.

Minn heittelskaði Jonathan er kominn til að vera hjá mér allan júlí. Það er ótrúlega ánægjulegt. Hann er eini maðurinn sem ég þekki sem er hægt að detta í það með og spjalla svo um málfræði allt kvöldið. Gríðarlegt stuð.

Svo kvaddi Subbi með pompi og pragt á miðvikudaginn... lenti meira að segja í handalögmálum í kveðjupartýinu sínu (ekki við mig þó...), geri aðrir betur. Hann sagðist myndu sakna mín en ég gat því miður ekki fengið mig til að svara í sömu mynt. Hann var ágætur greyið, bara ekki sem meðleigjandi. Nú loksins verður hreint og fínt hjá okkur.

Og talandi um hreint og fínt... óþol dagsins er sko alveg þegar fólk tekur þvottinn minn niður af snúrunni til að búa til pláss, ætlar svo að gera mér svaka greiða og brýtur saman fyrir mig. Já nei nei nei, það er ekki gott! Einhver hafði t.d. brotið saman fyrir mig handklæði og rúmföt í gær á kolvitlausan hátt. Ég reyndi að slétta úr öllu og brjóta rétt saman en þá voru ennþá línurnar eftir vitlausu brotin sjáanleg AAAARRRGG! Mér er sko skapi næst að henda þessu öllu aftur í þvottavélina.