Harmsögur ævi minnar

31.7.06

Þá held ég að listinn sé tilbúinn:

Djammföt
Þynnkuföt
Nærföt
Íbúfen
Imodium
Vítamín
Bjór
Bíkíní
Sólgleraugu
Hárdót
Málningardót
Tannbursti
Blöð og bækur
Húllahringur
Sígarettur (treysti ekki á landsbyggðarsjoppur)
Nóg af spariskóm
Hlaupaskór (á þessum bæ er bjartsýnin í fyrirrúmi)
Brúnkukrem
Sólarvörn
Vaselín
G&T
Myndavél
Gemsi + hleðslutæki
Mp3 spilari
Tölva + hátalarar + flakkari
Húfa og vettlingar (er ekki alltaf snjókoma þarna fyrir norðan?)
Kex og kókómjólk fyrir bílferðina
Vísakort og Mastercard
Neyðarnúmer fyrir Vísakort og Mastercard
Spliff, donk og gengja
Spilastokkur, Pictionary og Gettu Betur
Derhúfa
Krossgátublað eða sudoku

Er ég að gleyma einhverju?

Það er svo geðveikt gott kaffi hjá mér í vinnunni að það bjargar öllu - meira að segja mánudögum. Annars verður þetta stutt vika hjá mér þar sem ég verð í fríi á föstudaginn og fæ að fara fyrr á fimmtudaginn til að fara í hársnyrtingu. Svo bruna ég til höfuðstaðar Norðurlands á fimmtudagskvöldið með hjásvæfunni og Glóa (maður fær aldrei pössun) og verður þar mikið glens og grín ef ég þekki okkur rétt. Ég er að sjálfsögðu farin að stressa mig á því hvað ég á að taka með mér, enda margt sem þarf að huga að fyrir fjögurra daga ferðalag... og það hinum megin á landinu. Bezt að fara að útbúa lista.

27.7.06

Það er merkilegt hvað maður hefur lítið að blogga um þegar lífið er skemmtilegt og maður er alltaf glaður. En ég fer nú að öllum líkindum í skóla aftur í haust þannig að Fúla-Deeza með allt á hornum sér snýr væntanlega aftur, tvíefld og pirruð sem aldrei fyrr og vælandi yfir subbulegum meðleigjendum. Það verður í lok september. Fram að því get ég engu lofað.

26.7.06

Það eru allir í kringum mig með bullandi ælu- og niðurgangspest, bæði í vinnunni og vinahópnum. Ég drep einhvern ef ég fæ þennan viðbjóð; það er sennilega fátt verra en svona viðbjóðs upp-og-niður-dæmi. Oj oj oj.

24.7.06

Það er svo yndislegt að hugsa til allra hlutanna sem ég ætlaði að gera í sumar en er einmitt ekki búin að gera. Ég er t.d. ekki búin að labba á Esjuna, ekki búin að hreyfa mig rass, hvorki búin að fara í útilegu né bústað, ekki búin að opna bók... og ég sem hlakkaði svo til að lesa allar bækurnar sem ég átti eftir að lesa en gat ekki því ég var alltaf á kafi í skólabókum í vetur. Ég er heldur ekki búin að taka til í geymslunni og fataskápnum, ekki búin að þvo gluggana og ekki búin að ganga alveg frá skólamálum fyrir næsta vetur. Sumarið líður náttúrulega bara alltof hratt. Ég er líka alveg meðvituð um það að ég geri aldrei allt sem ég ætla að gera (og fæst reyndar) þannig að þetta er ekkert svekkelsi. Þetta er búið að vera frábært sumar hvað sem öðru líður.

22.7.06

Mér finnst gríðarlega hressandi að vinna á laugardögum. Seinnipartinn verður svo brunað í sveitina á ættarmót og væntanlega brunað aftur í bæinn síðla kvölds til að fara í ammmæli hjá Krillunni sinni. Bara gaman.

20.7.06

Geeeisp hvað maður verður latur í blogginu svona yfir sumartímann. Enda ekki yfir neinu að kvarta - loksins komin sól, nóg af kaffihúsahangsi og bjór, allir í fínu stuði og tsjilli og ekkert nema gleði gleði gleði. 59th Street Bridge Song er algjörlega uppáhaldslagið mitt þessa dagana. Ba-da ba-da ba-da ba-da... feelin' groovy!

19.7.06

Æi það á nú bara að loka bankanum þegar það er svona gott veður.

18.7.06

Andskotans djöfull, ég svaf mega yfir mig í morgun... aftur. Nýi glæsilegi síminn er greinilega með annað snús-system en gamli. Eða eitthvað svoleiðis. Vaknaði af værum blundi við það að yfirmaðurinn minn hringdi og spurði hvort ég ætlaði ekkert að mæta í vinnuna. Ég fékk algjört fokkíng áfall og rauk fram úr rúminu með þvílíkum flumbrugangi að ég sparkaði í eitthvað og tábraut mig alveg örugglega. Mætti svo á hlaupum, haltrandi, morgunmatar- og sturtulaus með skítugt hárið í tagli... oj oj oj. Algjör helvítis horror að sofa svona yfir sig. Má ekki.

14.7.06

Uss, okkur Glókollli er farið að förlast - við náðum ekki að verzla nærri því allt sem við ætluðum í gær og erum þó þaulvanir spreðarar. Það þurfti að henda okkur út úr Smáralindinni þegar búðirnar lokuðu, en þá var ég reyndar búin að slæda mér Indiana-Jones-style undir nokkur öryggishlið í adrenalínhræðslukasti yfir því að ná ekki að kaupa allt sem mig vantaði. Ég er búin að fjárfesta duglega síðustu daga en betur má ef duga skal. Það er t.d. ekki séns að ég fari út á laugardaginn nema ég finni mér nýja skó. Ég leitaði út um allt en fann engan veginn neitt sem mig langaði í. Það eru viðbjóðslegir skór á útsölu í mollunum, en ég á Laujarann eftir og ég skal finna eitthvað.

13.7.06

Eruði ekki að fokkíng grínast í mér??? Er helvítið hann Sufjan að fara að halda tónleika hérna fokkíng mánuði eftir að ég fer fokkíng út??? Það væri náttúrulega hægt að búa til bíómynd um það hvað ég er yfirgengilega óheppin. Ég vil þá að Janeane Garofalo leiki mig.

11.7.06

Ég át yfir mig af prins pólói í kaffinu. Maður er sko ennþá að fagna sigri. Jamm, og pasta með beikoni og rjóma í kvöld. La dolce fokkíng vita maður.

10.7.06

Jessss jessssss JESSSSSSSSSSS!!!!!!!!!!! ÁFRAM ÍTALÍA!!! Ooooo hvað þetta var mikil hamingja.

6.7.06

Ég læt neikvæð ummæli um ítalska landsliðið í kommentakerfinu hér að neðan sem vind um eyru þjóta. Úrslit leiksins sögðu allt sem segja þurfti og þið getið bara farið í rassgat.

Helvítis Frakkarnir mörðu það að komast í úrslit, og ó mæ hvað ég fer ekki út úr húsi framar ef þeir vinna.

Vantar pening. Skrýtið... það virðist ekki skipta neinu máli hvort ég er að vinna eða í skóla, ég á aldrei bót fyrir boruna á mér. Samt ætla ég að kíkja á útsölur á eftir. Mig laaaangar svo í eitthvað fallegt. Enda er ég að græða ef ég nota mastercardið því ég fæ sko ferðaávísun eftir veltu. Alltaf að spara maður, alltaf að spara.

4.7.06

Rigning og leiðindi, allt í drasli og viðbjóði heima hjá mér og myglulykt úr ísskápnum. En það er í góðu lagi því eftir vinnu ætla ég á púbb og horfa á ítölsku folana taka skítuga Þjóðverja í bakaríið.