Ég er komin í Subway-megrun. Muniði ekki eftir Jared sem fór í Subway-megrun og missti 70 kíló eða eitthvað álíka? Mér líst gríðarlega vel á það. Ég er reyndar ekkert viss um að Jared hafi beðið um þrefalt beikon og lítra af mæjónesi á bátana sína en hvað um það, það verður nú að vera eitthvað helvítis bragð af þessu.
Faðir minn hringdi í mig áðan. Hann er alltaf hræddur um að ég sé að svelta þegar ég væli yfir því að eiga ekki pening. En ég svelt eigi, ó nei. Þó að debbinn sé tómur á ég tvö kreditkort með himinháum heimildum og sit í þessum töluðu orðum og borða Babybel osta og Mozartkúlur. Ég þarf samt að fara að eyða minni peningi í bjór. Þó ekki væri nema fyrir þessa hroðalegu vömb sem er farin að hanga yfir buxnastrenginn hjá mér.