Nú er illt í efni. Ég hef verið að fá háðsglósur frá vinum og kunningjum sem virðast halda að ítölskuviðtengingarháttarritgerðin mín verði ekki spennandi aflestrar. Ég hef heyrt t.d.: "Já, sjitt hvað ég á EKKI eftir að lesa þessa ritgerð", "Ha ha ha, er ekki kominn biðlisti á bókhlöðuna strax eftir ritgerðinni? DJÓK!", "Viðtengingarháttur?! Já sæll, það er ótrúlega áhugavert eða hitt þó heldur!".
Nú vil ég bara tilkynna ykkur það að ykkar refsing verður að þið skulið sko lesa þessa helvítis ritgerð þó það verði ykkar síðasta verk. Ég mun standa yfir ykkur á meðan. Það dissar enginn viðtengingarháttinn minn. Þegar ég er búin með hana þá byrja ég að ganga í hús. (Nema Doktor og Fridzy, ég sendi ykkur tölvupóst).
Be afraid, be very afraid.