Harmsögur ævi minnar

30.6.03

Nennekkað blogga. Sorrý...

26.6.03

Foo Fighters að koma til landsins - djöfull er ég ánægð með það. Ég er bara skíthrædd um að þurfa að standa í röð alla nóttina eða eitthvað. O jæja, ég ætla a.m.k. að reyna að fá miða.

Svo er aftur að koma helgi og tekílapúkinn í maganum á mér er farinn að pota í mig. Stundum langar mann bara að vera heima og horfa á vídeó um helgar en það eru alltaf einhver partý og eitthvað að gerast. Og svo er svo auðvelt að plata mig út. Og tekílapúkinn auðvitað... maður verður að hlusta á hann.

Getur annars einhver mælt með einhverju í bíó? Mig dauðlangar í bíó en sé ekkert spennandi. Þetta eru allt einhverjar kellingamyndir sem Tobbi myndi aldrei nenna að sjá. Hjálp!

24.6.03

Jamm og jæja. Ég ætlaði loksins að skrifa um helgina en nú man ég eiginlega ekki hvað ég gerði... let's see.

Á föstudagskvöldið bónaði ég gólfin hjá mér með Dóru og Fridzy hangandi yfir mér. Við fengum okkur svo í aðra tána og spiluðum Gettu betur og ÉG OG DÓRA UNNUM FRIDZY OG TOBBA!!!!! Ég væri nú ekkert að monta mig af þessu nema af því að þetta er í fyrsta skipti sem ég man eftir því að hafa unnið í þessu spili. Ég er mjög tapsár svo þetta er búið að vera erfitt, þótt mér finnist spilið skemmtilegt.

Við skunduðum svo á 22 og það voru þrír þar inni. Þrjóskuðumst samt við og fengum okkur drykk. Svo yfirgáfu Tobbi og Dóra mig (já nei nei þau fóru ekki saman... held ég) og Fridzy þurfti að kíkja á Næsta Bar svo ég sat ein og horfði á þessa tvo sem voru að dansa, og þeir voru kanar í ofanálag. Svo kom Fridzy og þá var nú kátt í höllinni. Smám saman bættist fólk í hópinn og á endanum var þetta næstum eins og venjulega: sveitt og stappað. Svo komu Súkkat og Megas að hitta Fridzy (já ég veit...) og þetta var sko alveg svalasti danshringur sem ég hef verið í á 22 (og hef þó dansað mikið um ævina). "Hey Megas við ætlum að fá okkur tekíla, viltu eitthvað af barnum?". 'S funny.

Fridzy gerðist meira að segja svo kræf að fara í eftirpartý með Megasukki en ég var orðin nokkuð lúin enda kominn morgunn. Ég tölti því heim í sólskininu (og hvað er málið með það?) og hitti fólk sem var að bera út Fréttablaðið. Þau horfðu á mig.

Á laugardaginn fórum við í útskriftarveislu til Begga, hann er semsagt orðinn kennari og allt. Á sunnudagskvöldið grilluðum við fyrir Ítalana hans Tobba og í gær fórum við í partý hjá kennaranum mínum. Ég er sko dauð úr þreytu af öllu þessu félagslífi.

Svo er Tobbi farinn að kalla mig Cuxhaven. Hann spurði mig hvort ég vissi af hverju hann kallaði mig það. Ég sagði: "Já, er það ekki af því að Hafnarfjörður og Cuxhaven eru vinabæir?" T: "Nei, það er af því að þú drekkur eins og togarasjómaður." Talandi um glerhús og eitthvað...

23.6.03

Ég veit að ég er letingi að blogga, þetta var samt frábær helgi og vonandi kemst ég í að skrifa eitthvað um hana. Svosem ekkert nýtt í gangi; sama fylleríið bara.

Það er bara svo brjálað félagslíf í gangi hjá mér að ég má ekkert vera að þessu. Places to go, people to see - þið vitið hvernig það er. Reyni samt að komast í þetta á morgun. Vá, ég held í alvörunni að einhver hafi áhuga á því að heyra um það hvað ég er að gera... talandi um sjálfsánægju. O jæja.

19.6.03

Ég er landlaus aumingi. Ég var að reyna að ná í lækni í dag en hann var í sumarfríi svo símastúlkan benti mér vinsamlegast á að tala við heimilislækninn minn. Ég bara á engan heimilislækni! Ég var rekin frá hafnfirska heimilislækninum mínum þegar ég flutti til Reykjavíkur (alltaf svo beiskt þetta lið). Síðan þá hef ég bara ekki kennt mér meins og er þar af leiðandi einhvers staðar á reki í kerfinu. Sniff sniff.

Fara ekki skattarnir mínir (tjah... ég borga nú ekki mikla skatta en samt...) m.a. í það að halda uppi heilbrigðisþjónustu? Ég vil bara fá það sem ég borga fyrir! Hvað ef ég fæ slæma hálsbólgu eða eyrnaverk? Hvert á ég að fara? Þarf Tobbi að setja rör í eyrun á mér sjálfur? Og taka úr mér kirtlana með gaffli? Það er nú reyndar búið að taka úr mér bæði háls- og nefkirtlana en maður veit aldrei. Það er nefnilega búið að taka úr mér nefkirtlana tvisvar og aldrei að vita nema þeir séu að vaxa á fullu as we speak. Og þeir hlæja að mér. Helvítis nefkirtlar... þetta eru andstyggilegar skepnur.

Ég er dauðfegin að það er búið að taka botnlangann úr mér líka, þá sleppur Tobbi við það a.m.k. Nema hann sé vaxinn aftur. Þ.e.a.s. botnlanginn en ekki Tobbi. Ég er örugglega bara með svo fullkominn líkama að um leið og hann fattar að eitthvað er horfið býr hann til nýtt.

Ég er samt sem áður drullufúl að vera ekki með heimilislækni.

18.6.03

Ég fór til fundar við gamlan óvin í gær.... bölvaðan passamyndakassann á BSÍ. Ég sver það að þessari maskínu er stjórnað af sjálfum djöflinum. Ég hef tapað stórfé á viðskiptum við þennan andskotans kassa og myndirnar eru alltaf undarlegar (þá sjaldan að þær takast). Einhvern daginn ætlum ég og baseball kylfan mín að heilsa upp á kvikindið og sjá til þess að fleiri verði ekki hlunnfarnir.

17.6.03

Þetta var nú skrýtnasta könnun sem ég hef tekið. Og finnst ykkur ekki skrýtið að það megi skrifa "skrýtið" með ý-i og í-i? Eða er það kannski ekki rétt hjá mér?


you are one horny smiley


What Smiley Are You?
brought to you by Quizilla

Ég trúúúúi ekki að Rachel í Cold Feet sé dáin!!! Ég grenjaði þvílíkt. Ég banna hér með öllum sem ég þekki að deyja því ég held að ég myndi ekki höndla það.

16.6.03

Vá hvað maður er vangefið þreyttur...

Fór í útskriftarveislu hjá Pétri og Hildi á laugardaginn og var þar vel veitt og mikið gaman. Ég ætlaði reyndar bara að fara heim með örþreyttum, vinnusjúkum sambýlismanni mínum en Guffi setti upp hvolpaaugun og gabbaði mig með sér í bæinn. Ég verð að fara að koma mér upp djamm-mótstöðuafli - það er allt of auðvelt að plata mig í eitthvað rugl þegar ég er aðeins komin í glas.

Við fórum á Næsta Bar til að hita upp og svo beinustu leið á 22, aldrei þessu vant. Ég veit ekki hvað er að mér en af einhverjum ástæðum finnst mér ekkert sniðugra en að sturta í mig Tekíla þegar ég er komin á bar. Ég ætlaði að sleppa því í þetta sinn en Guffi plataði mig aftur. Skulda ég honum því hausverk mikinn sem þjáði mig á sunnudeginum.

Við löbbuðum svo heim úr bænum því við eyddum taxapeningunum í sveitt kebab. Ég þurfti að labba heim á táslunum - DAMN YOU HIGH HEELS!!! Nú fer ég sko að taka með mér strigaskó í poka á djammið.

Það bjargaði samt sunnudeginum að pabbi bauð mér í kvöldmat og gaf mér grillaðar lambalundir nammi namm. Það er svo sjúklega gott að borða að það er bara hættulegt.

13.6.03

Ég virðist hafa tapað sálu minni einhvers staðar. Ungabörn bresta í grát þegar ég brosi til þeirra og gæsaparið með ungana sem ég labba fram hjá á leiðinni í vinnuna hvæsir á mig. Ég sé ekki spegilmynd mína neins staðar, myndast ekki og fólki er bara almennt mjög illa við mig.

Verst þykir mér þó að allt ungviði hati mig því ég er svo hrifin af öllu litlu. Þekkir einhver góðan heilara?

11.6.03

Kemur ekki enn einn furðufuglinn í búðina í dag. Þessi var þó hvorki fyllibytta né alvarlega geðveik en gekk þó greinilega ekki heil til skógar. Konuræfillinn var að leita að bangsa handa nýfæddu barni og spurði mig trekk í trekk: "Finnst þér þessi ekki sætur?", "Hver finnst þér sætastur?", "Hvaða litur finnst þér sætastur?", "Hvort myndirðu velja þennan eða þennan?". Auk þess spurði hún mig hundrað og tuttugu sinnum hvort það mætti þvo bangsa í þvottavél.

Nú, ég er svo tilfinningagreind að ég áttaði mig strax á heldur klénu gáfnastigi konunnar og sýndi því mikla þolinmæði og kurteisi. Þó neyddist ég til að yfirgefa hana örstutt þar sem löng biðröð hafði myndast við kassann og fólk horfði á mig grimmdaraugum. Meðan ég var að afgreiða reiða fólkið tróðst bangsakonan fram fyrir með tvo mjög sæta bangsa í hendinni og spurði mig hvor mér þætti sætari. Ég bað hana vinsamlegast um að hinkra andartak þar sem ég væri upptekin. Leit ég svo upp skömmu síðar og komst að því að hún hafði sett bangsana á borðið og farið út. Sætt.

Vá hvað ég get ekki beðið eftir því að fara til útlanda.
10.6.03

Hmmm...

Jæja, alltaf erfitt að koma sér í gang eftir langar helgar. Sjáum til hvort ég geti rifjað eitthvað upp.

Áætluð strandferð á sunnudeginum var blásin af sökum veðurs (eins og mig grunaði) og í staðinn var hópferð á Anger Management í Regnboganum. Það var skemmtilegt, samt skrýtið að fara í bíó í dagsbirtu sko.

Leit svo lengi út fyrir rólegt sunnudagskvöld. Guffi kom til okkar og við grilluðum svínakjöt og gæsabringur mmmm.... Svo kom Óli, seinna bættist Fridzy í hópinn og svo öllum að óvörum Gunna og Anton. Ætla ég ekki að fara út í nein smáatriði en varð úr þessum góða hóp eitthvað það svaðalegasta partý sem ég man eftir (ef frá eru taldar svallveislurnar hennar Fridzy á Barónsstígnum).

Það sem ég get sagt frá er að það var mikið húllað, mikið blásið af sápukúlum (fyrst úti til að klístra ekki gólfin en seinna um kvöldið var öllum orðið sama um það...) og mikið spilað. Þykir mér leitt frá því að segja að ég beið ósigur í Gettu Betur í enn eitt helvítis skiptið en ég og Fridzy bættum það upp með stórsigri í Partýspilinu sem er nú bara þrælskemmtilegt.

Var svo tekið til við að tvista á gríðarstóru dansgólfi Eggertsgötunnar og var ekki stoppað fyrr en farið var að líða yfir fólk. Við húsráðendur hófumst þá handa við að skola bjórdósir og ganga frá geisladiskum og hnigum í rúmið rétt fyrir sjö.

Einhvern tímann í vikunni stefni ég á að skúra gólfin því ég er alltaf að festast í bjór og ógeði.

En anyway, þið sem voruð á svæðinu; verið alltaf velkomin - það var geðveikt gaman!

P.s. Fridzy, Amaretto er nú svona líkjör til að nota í kökur og kaffi og svoleiðis, ekki til að drekka af stút...
P.p.s. Til hamingju með afmælið Guffi!!!

7.6.03

Æææææi! Ég varð allt í einu svo svöng að ég át flatkökurnar sem ég var búin að kaupa fyrir strandferðina. Þær voru nú samt góðar. Með kæfu og hangikjöti og kókómjólk með. Mmmmm. Muna að fara í búð á morgun. Verð svo að fara að grilla, við erum ekki búin að grilla í viku og er það hneyksli mikið.

6.6.03

Þá er maður að fara að skella sér á ströndina á sunnudaginn. Ítalavinir hans Tobba vilja endilega kíkja í Nauthólsvíkina og fá smá lit á kroppinn. Það verður frábært að sitja í gervisandi í hellirigningu og 10 vindstigum, nú eða sambærilegum metrum á sekúndu. Það er best að grafa upp gönguskóna og regnkápuna. Ég keypti samt flatkökur, hangikjöt og kókómjólk svo ég ætti að vera klár í slaginn.

Annars er það að frétta að ég er búin að bóka flug suður á bóginn með haustinu. Ég get meira að segja fært þær gleðifréttir að kyntröllið Tobbalicious ætlar að fylgja sinni heittelskuðu áleiðis. Það er notalegt, ég var farin að kvíða því að vera alein á einhverjum gistiheimilum og týna töskum og flugmiðum og vegabréfum og hvaðeina.

Þá er bara að vona að sumarið verði gott og gleðilegt and then I'm outta here.

5.6.03

Það eru margir klikkaðir sem koma í búðina mína. Laugavegurinn er náttúrulega mitt á milli Hlemms og Austurvallar og því gróðrarstía fyrir alls konar fyllibyttur og geðsjúklinga.

Til dæmis er einn sem kemur nokkuð oft og er bæði klikkaður og fyllibytta. Hann keypti fjarstýrðan bíl fyrir mörgum árum og hefur ekki látið búðina í friði síðan þá því hann heldur því fram að hann sé alltaf að fá gölluð hleðslubatterí. En þegar batteríin eru skoðuð sést greinilega að það hefur verið borað í þau með rafmagnsbor. Og hann þykist ekkert skilja í því. Eins hefur hann ásakað samstarfskonur mínar um að hafa hlaupið inn á lager og skipt á bílum, þ.e.a.s. látið hann hafa einn gallaðan í staðinn fyrir þann sem hann valdi. Jamm. Ég gat nú samt ekki annað en vorkennt honum þegar hann kom í fyrradag til að kvarta enn einu sinni yfir þessu, blindfullur og í náttslopp einum fata. Við þurftum að hringja í lögguna og höfum ekki séð hann síðan. Ég hef svo sem engar áhyggjur, hann á örugglega eftir að kíkja á okkur aftur...

3.6.03

Eftirfarandi frétt birtist í Fréttablaðinu í dag:


Gekk út skólaus:


Vissi ekki hvar hún var


LÖGREGLUMÁL Kona, sem ætlaði aðeins út með ruslið, lenti í ógöngum þar sem hún rataði ekki til baka. Hún hafði hitt mann og farið með honum heim.

Þegar hún svo yfirgaf íbúðina um morguninn, og var komin nokkurn spöl frá húsinu, áttaði hún sig á að hún hafði gleymt veskinu, skóm og yfirhöfn. Gat hún með engu móti fundið húsið aftur. Það varð úr að lögreglan fylgdi konunni heim til sín og ætlaði hún síðar að finna út hvar hún hafði verið.What tha???!!!

2.6.03

Ég er að fara að spila kana með Dóru, Tobba og Guffa. Við höfum ekki tekið upp stokkinn í marga mánuði og löngu tímabært að bæta úr því. Ég er samt ekki viss um að það sé gott fyrir heilsuna mína að spila. Ég verð eitthvað svo crazy og svo er ég ógeðslega tapsár. Ég er reyndar að vinna í þessu öllu saman með hjálp fagfólks en allt kemur fyrir ekki. Ég er komin með kvíðahnút í magann og einhver útbrot á bringuna sem mig klæjar í. Sveitt í lófunum og allt. Get ekki beðið eftir að fá spilin mín þrettán í hendurnar og raða... alltaf bíðandi eftir hinni fullkomnu hönd; Kana sóló aaaahhhh.....

Og smá ráð til þeirra sem lenda stundum í því að geta ekki sofnað.

Ég var alltaf að reyna að telja kindur en eftir sirka tíu kindur hætti ég að geta talið því þær fóru alltaf að troðast og frekjast og hoppa yfir grindverkið margar í einu. Þá datt mér í hug eftir eitthvað partýið þegar ég var að skola bjórdósir og setja þær í poka að það væri tilvalið að telja þær í huganum næst þegar ég yrði andvaka. Þannig að núna ef ég get ekki sofnað ímynda ég mér að ég sé að telja margar margar bjórdósir ofan í ruslapoka. Þannig hef ég fulla stjórn á talningunni og dósirnar hlýða alveg og troðast ekki neitt.

1.6.03

Verð að segja það að þó að beikon-Hlölli sé ágætur þá kemst hann ekki með tærnar þar sem beikon-Nonni er með hælana.

Ég næ heldur aldrei að klára Hlölla (af einhverjum ástæðum). Ég held að það gæti verið of mikið grænmeti á honum. En ég er nú líka alltaf í glasi þegar ég er að éta þetta og með mallann fullan af Martini. En samt get ég alltaf klárað Nonnann minn. Það er svo margt skrýtið í þessum heimi.

Ég fór ekkert út úr húsi í allan dag þó það væri æðislegt veður. Það er kannski eins gott því ég sat úti á svölum um daginn í sólinni og varð rauð á handleggjunum. Sum okkar eiga ekkert að vera úti í sólinni. Brúnkukrem here I come!