Vaknaði þúsund sinnum í nótt. Síðast klukkan 5 við eitthvað fífl sem skóf ís og klaka af bílnum sínum með þvílíkum látum að það hálfa hefði verið nóg. Var svo rétt að sofna aftur þegar ástkær systir mín pikkaði í mig klukkan 6 til að fara að bera út moggann í snjókomu. Don't you just love life? Og af því að ég nenni ekkert að blogga neitt og er þreytt og pirruð ætla ég bara að setja mynd af Önnu og Heiðrúnu sem búa með mér úti. Og neðri myndin er af þýzku tröllunum sem þið hafið séð áður. Þeir komu núna í smá heimsókn en ég missti því miður af þeim. Og þessi í rauðu skyrtunni er Jonathan, hinn ofurbreski og ofurskemmtilegi sambýlismaður okkar. Takk fyrir.
29.3.04
26.3.04
Það rann á mig kaupæði í gær. Ég og móðir mín höfðum skrifstofuna lokaða og fórum í 8 tíma bæjarferð í staðinn. Sniðugt en samt ekki.
Nýja vísakortið mitt (sem var hrein-t mey þangað til í gær) fékk loksins að láta ljós sitt skína. Samt var ekki um neitt ljúft fyrsta skipti að ræða heldur meira svona hópnauðgun. Kannski við hæfi þar sem mitt uppáhalds musteri mammons er eins og tittlingur í laginu. Í lokin þurftir móðirin að draga mig út úr byggingunni þar sem ég óð á milli búða með kortið í hendinni og brjálæðisglampa í augum; upptjúnnuð af sykri, kaffi og nikótíni. Gott ef hún sló mig ekki bara utan undir - man það ekki. Rankaði bara við mér á leiðinni heim með fullt af pokum.
En núna á ég samt fallegustu skó í heimi.
23.3.04
Ég er búin að þjást núna í tvo daga af leiðinda magaverk. Ekki svona venjulegum heldur svona sting ofarlega í kvikindinu... eins og einhver sé að pota í innyflin á mér með stórum prjóni.
Nú, ég er helst á því að ég sé með blæðandi magasár eða krabbamein þótt aðrir í kringum mig komi með minna dramatískar skýringar á óþægindunum. Móðir mín sagði t.d.: "Hvah, er'etta ekki bara skitustingur? Þú losar þetta í fyrramálið." Fylltist ég þá miklum kvíða því síðast þegar móðir mín sagði þessi orð fékk ég að þjást óbærilega í heila nótt þar til ég var loksins flutt á spítala með botnlangabólgu og allt skorið upp med det samme. Kannski hefur vaxið á mig nýr botnlangi og nú er komin bólga í hann. Já, fyrst það gat vaxið nýtt sett af nefkirtlum inni í mér sé ég enga ástæðu til að útiloka þetta. Ja, nema þetta sé bakflæði, soldið fúlt sko þar sem það var voðaleg í tízku hérna fyrir nokkrum árum en er eiginlega ekkert inn lengur. Hmmm....
22.3.04
Það er greinilega allt of duglegt fólk að vinna í þróunar- og markaðsdeild Always dömubinda. Nú fást þessi agætu dömubindi ekki á Ítalíu og því hef ég notast við aðra tegund á meðan. Ég man samt að það var alltaf verið að breyta þeim eitthvað. Pakkarnir skiptu um lit, öðruvísi táknmyndir sem útskýrðu magn blóðs (eða blás tærs vökva öllu heldur) sem komst fyrir í dömubindinu, undirflokkarnir breyttust úr super yfir í ultra og yfir í plus o.s.frv., vængirnir límdust betur og bla bla bla. Það var ekki fyrir heilbrigða manneskju að kaupa rétta tegund og vita vonlaust að senda aðra manneskju til að kaupa fyrir sig þar sem áralangrar reynslu var krafist til að vita hvað var hvað.
Nú endurnýjaði ég kynni mín við Always í gær og það var eins og við manninn mælt; auðvitað búið að breyta einhverju. Pakkningarnar voru sem betur fer eins en nú er búið að breyta eitthvað efninu sem dömubindið er búið til úr og sá ég ekki betur en það hefði verið skipt yfir í nokkurs konar krep-pappír (sem þó er ekki eins óþægilegt og maður gæti fyrst haldið). Að auki er búið að breyta munstrinu inni í dömubindinu sjálfu. INNI í dömubindinu!!! Why on earth? Þetta fólk er bara greinilega geðbilað og klikkað. Þessi dömubindi hafa alltaf verið ágæt en þau eru líka búin að vera jafn ágæt alltaf, þrátt fyrir allar þessar breytingar. Leave us alone!
20.3.04
Jæja Damien búinn. Ósköp lítið hægt að segja um þá tónleika, maðurinn er einfaldlega snillingur. Þvílík upplifun.
18.3.04
Ég veit ekki hvort ég er svona syndsamleg í útliti en það er alltaf eitthvað lið að reyna að frelsa mig. Það er nú ekki eins og ég sé með hakakross tattúveraðan á ennið á mér. En á þremur mánuðum hef ég fengið fjórar heimsóknir frá vottum jehóva; einu sinni á Sardiníu og þrisvar hérna heima (á þremur vikum!!!), meira að segja í vinnuna. Þeir hafa nú mildast með árunum blessaðir og eru t.d. hættir að stinga fætinum í dyragættina þegar maður reynir að loka. Best að taka bara nokkra bæklinga og þakka fyrir, þá pilla þeir sig yfirleitt í burtu. Samt kúl ef þetta yrði eins og á myndunum í bæklingunum; ljón, birnir og mannfólk (að sjálfsögðu af öllum kynþáttum en reyndar ekki öllum kynhneigðum held ég) að tína saman ber í náttúrunni. Allir brosandi og rosa happí. Já já, sé það samt ekkert endilega gerast þó huggulegt væri.
Jæja þá er ég hætt að vera húsmóðir í Hafnarfirðinum, í bili a.m.k. Ég held að bæði ég og systkini mín höfum sloppið sæmilega heil úr þessari þolraun og finnst ég bara hafa staðið mig nokkuð vel í starfi. Ég rak í skólann, bar út Moggann í skítagaddi, keypti nesti, keyrði á íþróttaæfingar og fékk meira að segja að setja í straff og allt. Dúndurfjör. Ég ætla sko alltaf að setja börnin mín í straff, á hverjum degi bara, þau verða þá ekki til vandræða. Þ.e.a.s. ef einhver börn verða svo óheppin að fá mig sem mömmu. Sumt fólk ætti náttúrulega bara ekkert að eignast börn.
Annars bara Damien Rice á morgun og tsjill. Hét ekki djöflakrakkinn í Omen myndunum Damien?
16.3.04
Var enn og aftur á heimasíðu púbbsins míns í útlöndum. Rakst þar á þessa mynd af nokkrum af Erassmussunum mínum kæru í banastuði. Öllu furðulegra mál er hvernig Rabbi komst inn á miðja myndina. Veit ég ekki til þess að hann þekki neitt af þessu fólki eða þá að hann hafi nokkurn tíma komið til Sardiníu. Kann einhver skýringu á þessu?
Mig dreymdi að við værum á Pixies tónleikum og í pásunni vorum við að spjalla við Frank Black sem var með ungan son sinn með sér. Svo fórum við út á flugvöll til þess að fara eitthvað út í heim og ég komst að því mér til mikillar skelfingar að það var búið að setja vaselín á bannlista í handfarangri. Ég var nefnilega svo hrædd um að fá varaþurrk í flugvélinni. Svo komst ég með það í gegn HAH!
11.3.04
Frábært. Í staðinn fyrir rigningu og rok er kominn skítakuldi og rok. Segið svo að það gerist aldrei neitt hérna! Annars á ég víst ekkert að vera að væla yfir veðrinu, gerði það í gær og fékk skammir fyrir. Þið sem ekki hafið lesið kommentin getið lesið það sem ER a.k.a. Krimminn a.k.a. Ástkær faðir minn skrifaði:
Já maður má víst þakka fyrir að hafa það svona gott. Takk pabbi minn fyrir að benda mér á það, ég mun taka sjálfa mig til endurskoðunar.
Svo er Frilla frænka að koma til landsins í kvöld, valdi reyndar afleitan dag því fimmtudagskvöld eru stútfull af skemmtilegu sjónvarpsefni. En það verður bara að hafa það. Stefndi auðvitað á það að kíkja út með henni um helgina en þá er víst búið að ráða mig í barnapössun. Eða unglingapössun öllu heldur því um er að ræða systkini mín sem eru næstum því fertug. Faðir minn þorir nefnilega ekki að skilja þau eftir ein heima meðan hann fer til Þýskalands. Ég á víst að passa að þau haldi ekki partý og kaupi ekki landa og svona. Reyndi að segja honum að það væri bara eðlilegt þrep í þroskastiga unglingsins en hann vildi ekki hlusta. Það er vandamálið sem er að hrjá heiminn í dag. Fólk bara hlustar ekki á mig.
10.3.04
Nei andskotinn hafi það. Eftir að hafa bitsjast dáldið með Jo-vicious á MSN-inu áðan yfir veðrinu er ég bara drullufúl yfir þessu öllu saman. Er að spá í að flytja á suðrænari slóðir for goooood.
Nú er ég að vinna fyrir móður mína á skrifstofu Happdrættis Háskóla Íslands suður í Hafnarfirði. Það er nú bara ágætt verð ég að segja, fyrir utan það að hver einasti maður sem kemur inn til að endurnýja segir eitthvað á þessa leið: "Þú verður svo að láta mig vinna eitthvað núna, ég er orðinn hundleiður á þessu - það kemur aldrei neitt á þennan miða!". Og ég brosi blítt og segi bara já og eitthvað; að ég skuli senda góða strauma. Glææætan. Eins og myndi ekki láta sjálfa mig vinna ef ég hefði eitthvað um þetta mál að segja. Ó jú.
Svo langar mig að veita Ingu Lind í Íslandi í bítið verðlaun dagsins fyrir ógeðslega ljótustu föt sem ég hef séð lengi. Gat enginn sagt neitt við stelpugreyið? Mér fannst þetta nú bara hálf cruel að leyfa henni að vera í þessu.
9.3.04
Fann þetta á netinu ef einhver hefur áhuga:
Gay Vacations in Iceland - Biking, hiking, diving, rafting and other active vacations in Iceland and elsewhere, for gay men and lesbians.
www.alysonadventures.com
Hugsa sér! Þetta fólk hefur bara næstum því sömu áhugamál og við hin... hvern hefði grunað það?
Fann þessa könnun hjá Jónsa. Skrýtið að vera Guinness, mér finnst bjór ekkert svo góður. En samt skárra en margt. Ég hefði t.d. getað verið camparí eða sjéníver (sem ég veit ekki einu sinni hvað er en ég held að pabbi minn drekki það) og þaaaað hefði nú verið bömmer.
You're a Pint of Guinness!
What Type of Alcoholic Beverage Are You?
brought to you by Quizilla
Fór með tobbalicious í bíó í gær á American Splendor. Hún er mjög góð og ekki orð um það meir. Sögumaður myndarinnar er raunverulega söguhetjan og einhver hvíslaði í sífellu: "Þetta er örugglega hann í alvörunni". Hmmm...
Svo vil ég fá að vita hvað er að gerast með þetta veður. Ég veit að það var örugglega svona í fyrra og árið þar á undan en ég gleymi bara alltaf á milli ára hvað það getur verið viðbjóðslegt. Hvað getur eiginlega verið mikið rok á einu landi? Ég held að þetta sé í hæsta máta óeðlilegt. Kannski hafa átt sér stað mistök. Set einhvern í málið. Dóra þú ert nú í mastersnámi!
7.3.04
Sunnudagur sunnudagur.... OJ.
Kíkti út á föstudagskvöldið, smá partý á Eggerti fyrst, biluð læti reyndar en okkur fyrirgefst það vonandi. Svo bara 22, mjög gaman en það var eiginlega alveg eins og áður en ég fór út. Það má nú alveg fitla í þessum playlista annað slagið. Hápunktur kvöldsins var reyndar ógeðslega sveitti beikon-nonninn sem tobbalicious keypti handa mér á leiðinni heim. Meeen var ég búin að sakna hans. Verð að kaupa nokkra áður en ég fer út aftur og setja í frysti.
Í gær tók ég svo vídeó með systrum mínum. Át allt of mikið nammi og steinsofnaði yfir myndinni. Algjör lúser. Samt var þetta voða kósí. Svo bara vinna og vinna. Og vonandi e-ð lær líka.
5.3.04
Ó hvað ég elska The Bachelor á Skjá einum. Það er æðislegt að fylgjast með hópi af brjáluðum kellingum slást um athygli piparsveinsins. Þær eru sko allar strax geðveikt ástfangnar af honum. Svo er kvenfólk svo undirförult og ógeðslegt. Þær eru sko byrjaðar að stinga hvor aðra í bakið eins og þær fái borgað fyrir það og eru þar að auki alltaf grenjandi. I love american tv.
Svo rakst ég á aðra mynd á heimasíðu púbbsins okkar sem ég varð að setja inn. Þetta er nú bara einhver strákahópur og væri svosem ekkert merkileg mynd ef ekki væri fyrir þá staðreynd að lengst til vinstri situr Frakkahelvítið sem bjó með mér, eða sækóið eins og hann er jafnan kallaður. Ég þarf reyndar ekki að óttast það að hitta hann þarna lengur þar sem hann var settur í ævibann eftir að hafa brotið bjórglas á hausnum á einum Ítalanum á kallaklósettinu. Það er nú klassi yfir stráknum.
4.3.04
Það var haft samband við mig út af næstsíðustu færslu. Var það faðir minn sem sakar mig um að kalla sig glæpamann þar sem ég segi e-r glæpamaður en eins og flestir vita eru upphafsstafir föður míns E.R., ég átti hins vegar við einhver glæpamaður og því smá misskilningur á ferðinni. Hann er orðinn svolítið trekktur svona í ellinni. Rólegur pabbi minn - ég garantera að það veit enginn neitt.
Búin að láta loka Vísakortinu mínu. Nenni ekki að standa í þessum svikafærslum. Einhver internetveðmálasíða er alltaf að taka af mér pening. Reikningurinn minn var 300.000.- og þó ég geti nú verið dugleg að strauja var þetta náttúrulega bara rugl. En ég fæ nýtt kort á föstudaginn... og þá er ég jafnvel að spá í að fara í Topshop múhahahaha....
3.3.04
Jæja þá er maður kominn heim í smátíma... ekki af góðu reyndar en ágætt að kíkja á liðið. Ég stökk beint í vinnu og er alltaf svo mygluð eitthvað að eina fólkið sem ég er búin að hitta eru Guffi og Dóra - bæði óvart. Ég stefni þó að því að bæta úr því bráðlega og mun kasta kveðju á ykkur sem skiptið máli áður en haldið verður út aftur.
Ferðin heim var vægast sagt disaster. Byrjaði á flugvellinum í Cagliari þar sem ég þurfti að borga bilaða yfirvigt þrátt fyrir að strákurinn gæfi mér 5 kílóa afslátt. Hélt hann myndi sleppa mér af því ég setti upp saklausa svipinn með smá tár í augunum en allt kom fyrir ekki. Lenti svo í Luton (LUTON???!!!), missti af rútunni yfir á Stanstead og þurfti að taka leigubíl fyrir ógeðslega mikinn pening. Helvítis herfan sem afgreiddi mig á Stanstead lét mig líka borga yfirvigt og ekki nóg með það heldur lét hún mig líka tékka inn handfarangurstöskuna (hún var nú samt ekki nema 15 kíló eða eitthvað). Ég þurfti sem sagt að setjast á hnén og rífa tölvuna upp úr handfarangrinum og vefja smygluðu líkjörunum mínum í handklæði svo þeir færu ekki í mauk. Áttaði mig svo á því þar sem ég var krjúpandi á gólfinu að redda þessu að ég var með risagat á rassinum á gallabuxunum mínum og í g-streng í ofanálag og öll dýrðin blasti við restinni af Íslendingunum í röðinni. Well... what're you gonna do?
Og hvað er eiginlega málið með þessi kílóatakmörk?? 15 kíló í ferðatösku og 5 kíló í handfarangri? Púff... það er sko bara ferðataskan mín og eitt skópar. Næst flýg ég með dýru flugfélagi sem rukkar mig ekki auka. Miklu betra; ég hefði sko vel getað leigt þyrlu fyrir allan þennan pening. Og svo fær maður að borða í dýru flugvélunum. Svik og prettir segi ég.
Ég set líka inn mynd af okkur sem var tekin á barnum sem við förum á a.m.k. þrisvar í viku í lok janúar. Ég er ekkert smá ánægð með hana af því að ég lít út alveg eins og e-r glæpamaður. Með mér á myndinni eru (frá vinstri): Sabrina (Belgía... reyndar eftirlegukind frá því í fyrra), Lucy (England), Jonas (Sviss) og svo eitthvað nobody sem ég hef aldrei séð áður.