Harmsögur ævi minnar

30.10.05

Alltaf skrítnir draumar. Núna síðast dreymdi mig að ég væri að búa til lasagne og það fór allt úrskeiðis. Ég setti negulnagla í besjamelluna í staðinn fyrir múskat, það voru göt á eldfasta mótinu, gestirnir þurftu að fara og ég veit ekki hvað og hvað. What does it all mean? Sjálfsagt bara að ég er biluð.

Ég er alltaf með beinverki.

28.10.05

Ég var að segja við Fridzy að ég ætlaði að svelta mig fram að jólum til að komast í árshátíðarkjól litlu systur minnar á gamlárskvöld. Fridzy kom þá með lausnina - lífstykki auðvitað! Hérna er semsagt lúkkið sem ég stefni á. Þýðir ekki annað en að taka þetta með trompi fyrst maður er að þessu á annað borð. Wish me luck.

Pröööfið búið. Það verður spennandi að sjá útkomuna úr því. Eða ekki.

27.10.05

Það má eiginlega segja að þessi ritgerð sem ég var að skrifa um daginn hafi eyðilagt líf mitt. Ég sneri sólarhringnum gjörsamlega við til að klára hana og hún var samt ógeðslega léleg. Nú er allt í rusli, er stanslaust þreytt, með hausverk og beinverki og er að reyna að læra fyrir hjúds bókmenntapróf á morgun. Sem gengur náttúrulega ekki því ég get ekki haldið mér vakandi. Og samt er ég búin að skrópa fullt til að hafa meiri tíma.

Og eins og þessar hörmungar séu ekki nóg þá er ég líka með sár í gómnum eftir að hafa hakkað í mig heilan poka af Dracula brjóstsykri á bókhlöðunni í gær. Þetta líf sko!

21.10.05

Úps, kannski mistúlkaði ég drauminn. Ég fór nefnilega með mömmu í Bónus í gær og verslaði helling. Svo fórum við á kassann og ég setti mitt dót fyrst og plastskilrúm á milli. Mamma gerði sér svo lítið fyrir og tók skilrúmið laumulega í burtu þannig að allur varningurinn okkar fór saman í gegn. Hún borgaði svo fyrir allt saman. Ég var svo þakklát að ég fékk tár í augun og allt og faðmaði og kyssti móður mína fyrir framan alla.

Og aftur að draumnum. Þarna má kannski segja að móðir mín hafi tekið upp hanskann fyrir, hvað, vísakortið mitt? Einhver merking hlýtur að liggja þarna að baki. Stakur ljósbrúnn leðurhanski, Bónus, móðir... hmmm.

En þá er ég náttúrulega fokkt með ritgerðina sem er öllu verra mál.

20.10.05

Í nótt dreymdi mig að mamma gæfi mér pakka. Ég var full tilhlökkunar og velti mikið fyrir mér hvað skyldi leynast þessari óvæntu gjöf. Í pakkanum reyndist vera einn ljósbrúnn leðurhanski.

Þennan draum ætla ég að túlka sem fyrirboða um það að ég nái að skila þessari glötuðu ritgerð sem ég er að gera á réttum tíma. Og að ég fái hátt fyrir hana. Takk mamma.

18.10.05

Það er þessi líka rosalega þoka úti. Ég hef örugglega sagt það hérna áður en ég segi það aftur: Þoka er sko lang uppáhalds veðrið mitt í öllum heiminum.

17.10.05

Jeminn eini, fór í IKEA áðan með mömmu til að fá mér kjötbollur og ís og tapaði mér, TAPAÐI MÉR yfir öllu jólaskrautinu. Ekkert grín, djöfull var ógeðslega mikið til af flottu jóladóti. Ég skríkti og hoppaði eins og vanviti yfir allri gleðinni, litunum og ljósunum (enda mikið jólabarn).

Það er nokkuð ljóst að vísa frændi verður misnotaður um helgina.

16.10.05

Fór í oggu göngutúr áðan og kíkti á glænýju frænkuna, þ.e.a.s. frumbann hjá Sölva og Maríu. Hún er afskaplega frítt barn. Bara ótrúlega sæt. Annað hefði nú reyndar verið óeðlilegt í svona fallegri fjölskyldu. Jamm og já.

(Og nú vil ég ekki fá einhver helvítis komment um að það sé "eggjahljóð" í manni. "Eggjahljóð"...oj!)

Djöfull er Häagen-Dazs Cookies & Cream ísinn ótrúlega góður. Hann er nú bara eiginlega of góður.

Þá eru allar afmælisgjafirnar komnar í hús og ekki vitlaus hugmynd að gera lista og þakka þeim er gáfu:

  • Dumle karamellupoki frá Tobbaliciousi
  • Kindasegull, sápukúlur og geðveik Yellow Submarine spil frá fröken Dóru
  • Snilldar örbylgjuofn frá pops og frú
  • 3 djúsítjúbs (mmm...) og trefill frá Sandy
  • Fallegasta úlpa í heimi frá múttu
  • Tvískipt handklæði frá Morten (annar helmingurinn merktur arse og hinn face svo maður þurrki sér ekki með rassaendanum í framan ef maður notar sama handklæðið oftar en einu sinni)
  • Bókin Novecento frá Gianni
  • Kindaostur, salami, kaffi, kaffikanna, saffran, pasta og cappuccino þeytari frá Önnu og Ritu
  • Grana Padano og hálsmen frá Albertino
  • Mp3 spilari frá Ivani

Svo fékk ég fullt af kveðjum náttúrulega. Takk kærlega fyrir mig gullin mín.

15.10.05

Jæja, hitti Bjórmálaráðherra í gær og hann skipaði mér að hætta þessu helvítis væli á blogginu, það væri ekki lesandi orðið og helst farið að minna á skriftir Glókolls í ástarsorg (Glókollur skrifar ekki lengur, enda er hann ekkert lengur í ástarsorg).

Nú, ég tek allri krítík vel og breyti því um tón. Úti er rok og rigning sem er ágætt. Get reyndar ekki beðið eftir skammdeginu, það er svo huggulegt að sitja í myrkrinu með kertaljós og kakóbolla.

Skólastress, tjah, hvað er svosem það versta sem getur gerst? Maður fellur þá bara, annað eins hefur nú komið fyrir á bestu bæjum. En ég á samt ekkert eftir að falla, ég veit það alveg. Ég er svo ótrúlega klár.

(Jæja... ánægður Haðrekur? Þetta er nú alveg überhresst!)

13.10.05

Jah, eða kannski bara tekílaflösku? Hvernig væri það?

Sunshine, lollipops and fokking rainbows...

Mikið afskaplega getur verið erfitt að vera til stundum. Getur einhver komið til mín með mat (kemst ekki út því ég er komin í náttfötin og hef heldur engan áhuga á að hitta neinn, og þá sérstaklega engan af þessum andstyggilegu nágrönnum mínum), fullt af gamanmyndum og nokkrar rauðvínsflöskur? Nei, ég bara spyr.

Mér skjátlaðist; þetta var ekki miðannarstresskastið í gær heldur bara fyrirboði. Kastið kom núna áðan þegar ég kom heim úr skólanum og brast í grát. Mig langar helst að skríða inn í geymslu og koma út á aðfangadag. Ég hef gefist upp, það er ekki nokkur séns að ég nái að klára þessa önn og skrifa ítölskuritgerðina. Ekki fokking séns.

12.10.05

Fékk miðannarstresskastið í dag. Þegar maður hugsar: "Guð minn fokking almáttugur hvað ég á eftir að lesa mikið". Ekkert nema gott um það að segja. Manni leiðist ekki á meðan.

Er að spá í hvort ég eigi að taka veðrið í Cagliari út. Svoldið glatað að vera að velta sér upp úr því hvað það er gott veður annars staðar meðan maður er að krókna. Kannski set ég inn jólagjafalista í staðinn. En varið ykkur, það fær enginn jólagjöf í staðinn frá mér. Í mesta lagi mamma og pabbi. Kannski.

9.10.05

Nenni ekki að blogga svo ég ætla bara að setja inn mynd af tilvonandi manninum mínum:

Ef þið hittið hann þá megið þið gjarnan láta hann vita að ég er að bíða.

6.10.05

Búið að klukka mig aftur... sem er mjög fínt því þá hef ég eitthvað til að blogga um:

  1. Ég er ógeðslega langrækin og get beðið í mörg ár með það að hefna mín á einhverjum þangað til rétta stundin kemur. Þetta er galli sko, ég held reyndar að ég sé búin að skána helling. Kannski af því ég er orðin svo gömul að ég man ekkert eftir því þegar fólk gerir mér eitthvað.
  2. Ég þoli ekki illa uppvaskað og kámugt leirtau.
  3. Ég hata dót sem annað fólk er búið að vera með uppi í sér, s.s. tannbursta, tyggjó, tannréttingagóma og slíkt. Djöfulsins viðbjóður.
  4. Í beinu framhaldi af því finnst mér ógeðslegt að lána tannburstann minn eða fá lánaðan tannbursta hjá öðrum. *Hrollur*, sé alveg fyrir mér tannsýklu hins fasta í hárunum (samt finnst mér ekkert ógeðslegt að fara í sleik!).
  5. Ég get gert sjálfa mig brjálaða með alls konar áráttuhegðun eins og "Slökkti ég á kaffivélinni? Slökkti ég á henni?? En eldavélinni??", "Læsti ég öööörugglega útidyrahurðinni?" (hef labbað ófáa kílómetrana til baka til að taka í hurðahúninn). Stundum get ég alls ekki stigið á samskeyti því mig kitlar í iljarnar af þeim, og stundum ef ég rek mig í hægra megin verð ég að reka mig í vinstra megin líka til að fá jafnvægi.
  6. Ég naga skinnið í kringlum neglurnar af miklum móð og verð yfir mig spennt ef það kemur sigg eða húðflipi sem ég get dundað mér við að uppræta.

Klukka þá tíkina, tobbalicious og Ku-Birm Kwon.


3.10.05

Mikið finnst mér nú leiðinlegt að læra fyrir próf. Þá á ég það líka til að narta stanslaust í sætindi. Og ég sem er alltaf á leiðinni út að hlaupa og það tekst ekki neitt. Ég vildi að ég gæti quantum leapað mig til Hawaii. Eða bara eitthvert.

2.10.05

Gleymdi að minnast á að ég er komin með glænýja klippingu. Börkur snyrti mig á föstudagskvöldið. Var góð hugmynd þá, ekki svo góð hugmynd daginn eftir. En ég er að venjast þessu, er bara nokkuð smart finnst mér. Frökenin fékk líka snyrtingu, öllu fagmannlegri og látlausari hjá Tobbaliciousi. Sumt fólk þorir aldrei að breyta til. Piff.

1.10.05

Þrususkemmtun á Eggerti í gær og dansað fram á rauðanótt. Nágrannasnótin var reyndar með vesen aftur. Ég veit ekki hvað er hægt að gera við svona fólk. Við reyndum meira að segja að bjóða henni í partýið en hún svaraði ekki.

En eins og var gaman í gær var dagurinn í dag hörmulegur. Mér finnst afspyrnu leiðinlegt að gubba og ég gerði mikið af því. Þynnka þynnka þynnka. Ég má ekki við því að eyða tíma í svona rugl og hef því tekið þá ákvörðun að fá mér ekki í glas fyrr en í lok annar. Einn bjór eða vínglas endrum og eins er í lagi en ekkert svona rugl. Bara fáránlegt að maður fatti ekki hvað það er ógeðslegt að vera þunnur þegar maður er að drekka. Og hvaða rugl er þessi þynnka? Mjög ósanngjarnt.

Skólabókin sem ég er að reyna að lesa (fyrir próf á þriðjudaginn) er þeim merkilegu hæfileikum gædd að svæfa mann á undraskömmum tíma. Ég hef aldrei lesið í þessari bók án þess að sofna eftir 2-3 blaðsíður. Hvernig í ósköpunum á ég þá að lesa hana fyrir prófið?

Sem betur fer er fröken Dóra á leiðinni til bjargar með rauðvín og slúður. Frökenin rúlar.