Úff hvað sumir dagar eru glataðri en aðrir. Dagurinn í dag var alveg hörmulegur og fullur af heimþrá og ég-get-ekki og ég-vil-ekki. Það var meira að segja ogguponsu hluti af mér sem hugsaði að það væri ekkert svo slæmt ef ég myndi falla í ritgerðunum. Þá þyrfti ég ekki að pæla í þessu meir og gæti bara farið heim. Alveg glatað.
Ég prófaði pilates í kvöld til að reyna að ná jafnvægi en tókst svo sannarlega ekki að "connect to my inner core", eins og virtist vera takmarkið. Og það með Nóru Jones á fóninum, sem var nú reyndar afskaplega ljúft. Aðrir tengdust alveg hægri vinstri en ég, neibb. Varð bara pirraðri með hverri teygjunni. Kannski ég prófi frekar jóga á morgun.
Mig langar mest núna að vera heima í skítaveðri og kúra með ástmanninum og hafa ekki áhyggjur af neinu. Þannig var nú það.
(Og ég frábið mér öll "hættu þessu væli" komment)