Harmsögur ævi minnar

28.2.05

Úff... búin að hafa voða lítinn tíma...

Ekkert mikið í gangi, bara að reyna að læra og læra og læra... Anna meðleigjanda átti afmæli á föstudaginn og við héldum rosa matarboð hjá Ritu. Þessi helgi er bara búin að vera stanslaust át og smá Axis & Allies.

Svo horfði ég á þátt í sjónvarpinu um daginn um Scampia, sem er ógeðslegt gettó-úthverfi í Napólí. Æsufellið er eins og huggulegasta parhús í Garðabæ miðað við himinháu steinkumbaldana sem fólkið býr í þarna. Camorran (mafían í Napólí) ræður ríkjum í hverfinu og fjármagnar starfsemi sína með dópsölu og ránum. Í fyrra var framið morð að meðaltali 6 daga vikunnar (í öllum útgáfum, t.d. mjög vinsælt að afhöfða líkin og brenna þau inni í bílum) og í görðunum í kringum blokkirnar ráfar fólk um með heróínsprauturnar hangandi úr handleggjunum.

Það voru lesnar ritgerðir skrifaðar af krakkaræflunum sem búa þarna. Þau skrifuðu meðal annars:

-Ég vildi að við gætum spilað fótbolta úti í garði en við megum ekki fara þangað því það er allt fullt af dópistum. Ég segi aldrei neinum hvar ég á heima því ég skammast mín.

-Ég vildi að mamma mín þyrfti ekki að selja krakk til að við getum borðað en hún fær enga aðra vinnu.

-Ég er alltaf hræddur og ég þori eiginlega ekki að fara út. Pabbi minn var myrtur af Camorrunni fyrir 2 árum fyrir framan mig og bróður minn.

Þetta var þvílík eymd að ég trúði ekki mínum eigin augum... það á enginn að þurfa að búa við svona viðbjóð. Það er nokkuð ljóst að ef ég eignast einhvern tímann börn þá kaupi ég mér hús uppi í sveit heima á Íslandi. Og fæ mér hund og kanínur.

23.2.05

Jæja... ætli það sé ekki kominn tími til að hætta að reykja. Aftur. Þetta fer nú að verða þreytt dæmi hjá mér. Spurning fyrst maður hefur gaman af því að setja sér óraunhæf markmið að gera það bara almennilega? Jú, þá hafið þið það. Ég ætla að stækka um 10 sentimetra í mars. Og kaupa mér tígrisdýr.

22.2.05

"Ofninn" minn dó. Eftir að kúturinn í gasofninum kláraðist hef ég notast við e.k. rafmagnsviftu-ofn sem blæs heitu lofti. Þetta er svona svipað gagnlegt og að setja hárþurrku í gang en þó skárra en ekkert. Kvikindið tók upp á því að fremja sjálfsmorð, hætti að ganga og dreifði ískyggilegri brunalykt um allt hús.

Það er núna svo SKÍTKALT í herberginu mínu að það er ekki eðlilegt! Í nótt svaf ég alklædd, í tveimur peysum og með húfu. Svo varð mér ógeðslega kalt á nefinu því það var eini hlutinn af mér sem stóð út úr. Þá setti ég hausinn undir sængina og ég held svei mér þá að það hafi liðið yfir mig því ég var nýbúin að prumpa.

Gaman að því.

21.2.05

Var hjá Ritu... held svei mér þá að ég sé með ofnæmi fyrir annaðhvort hundkvikindinu, kattarhelvítinu eða báðum. Mig byrjaði allt í einu að klæja í nefið og eyrnagöngin, hnerraði eins og skrattinn sjálfur og úr nefi mínu runnu lítrar af vatnskenndu hori.

Kannast einhver við þetta? Er þetta ofnæmi eða bara skyndikvef?

Heyrðu nú mig... ég var aldeilis göbbuð í gær. Var búin að lofa að spila Risk við meðleigjandann. Ég fór inn í eldhús og var að sæka mig upp, spilið tilbúið og allt. Þá tók ég eftir því að þetta var ekkert Risk! Þetta var nefnilega Axis & Allies, sem þarf doktorsgráðu til að skilja. Þetta var ansi mikið sjokk en þar sem meðleigjandinn gaf sig ekki neyddist ég til að spila.

Og það var spilað í 10 tíma. Fór í rúmið kl. 4 í nótt. Með spilinu var drukkinn bjór, reykt of mikið, borðað með diskinn í annarri hendi og teningana í hinni... baunir með tómatsósu mmmm.... (Reyndar kom gat á plastdiskinn minn (I know - plebbar) og ég makaði árásarspjald Sovétríkjanna út í tómatsósu við lítinn fögnuð spilseiganda.)

Ég reyndar fékk ekki doktorsgráðu en a.m.k. BA próf þar sem hernaðarkænsku minni fór fram með hverri umferð og lauk að lokum með glæstum sigri Þýskalands og Japans í seinni heimstyrjöldinni. Kannski ekki alfarið mér að þakka þar sem ég byrjaði með bandamenn en tókst alls staðar að koma þeim í vonlausa stöðu. Svo við skiptum á liðum og ég tók við öxulveldunum sem voru náttúrulega blómstrandi sökum heimsku minnar í upphafi. En sigur er svosem sigur.

Nú get ég ekki beðið eftir að spila aftur. Þarf að kaupa meiri bjór og snakk og svona. Ég vona að þetta eigi ekki eftir að koma niður á náminu hjá mér.


20.2.05

Ég var í búðinni að kaupa mér mjólk, kornflex og sígó fyrir síðasta klinkið. La dolce fokking víta maður.

Anyway, það helltist yfir mig rosalega undarleg tilfinning í búðinni... allt í einu fór ég að hugsa um það hvað lífið mitt er skrýtið. Ég veit ekki neitt í minn haus. Ég veit ekki hvað ég ætla að verða þegar ég er orðin stór eða hvar ég vil búa. Ég veit ekki neitt. Mig langaði eiginlega bara að skríða upp í eina hilluna í búðinni og bíða þar og sjá til.

Það er svo asnalegt að vita ekkert hvert maður er að fara. En um leið og maður planar eitthvað þá gerist eitthvað sem breytir öllu hvort eð er... þannig að þegar öllu er á botninn hvolft veit maður ekkert hvað gerist. Hefði einhver sagt mér fyrir ári síðan hvar ég yrði í dag þá hefði ég nú ekki tekið mikið mark á því. Furðulegur andskoti þetta líf.

En nú ætla ég að fá mér tebolla og spila Risk.

Ósköp viðburðalítil helgi hjá mér... rigning, þrumur og eldingar. Voða notalegt. Tók mig til og raðaði myndum í möppur í tölvunni. Hélt að það yrði ekkert mál að halda myndunum skipulögðum eftir að maður varð svona stafrænn og huggulegur. En ég er alveg sama lufsan og fyrir stafrænt. Heima bíður mín fullur Hagkaupspoki af ljósmyndum héðan og þaðan, sumum í umslagi, sumum stökum. Djöfull nenni ég ekki að fara í gegnum þær.

Annars var ég að sjá að ég á örugglega ekki eftir að hafa efni á að fara út aftur eftir vorpróf. Sú tilhugsun gerir mig óendanlega þunglynda. Það þýðir að ég þarf að hanga á klakanum í einhverri skítavinnu allt sumarið. Í rigningu og roki. Viiiiil ekki....

18.2.05

Lenti í geðveikt dónalegri afgreiðslukonu í gær. Sat á kaffihúsi með tveimur vinum og drakk kaffi og mirto í mestu huggulegheitum. Við sátum úti því það má náttúrulega ekki reykja inni neins staðar.

Nema hvað að eftir all langan tíma þurfti ég að fara á klósettið svo ég labba inn og er að opna klósetthurðina þegar ég heyri frá einhverri tík á barnum, sem var reyndar ekki sú sem afgreiddi okkur úti:
Tík: "Heyrðu afsakið!"
Ég: "Ha hvað?"
Tík: "Get ég e-ð aðstoðað?"
Ég: "Nei ég ætlaði bara á klóið..."
Tík: "Já, maður heilsar nú og biður um leyfi"
Ég: "Ha heilsar? Ég heilsaði nú afgreiðslustúlkunni þegar hún afgreiddi okkur fyrir tveimur tímum síðan" (minntist ekki einu sinni á að hún gleymdi pöntuninni okkar)
Tík: "Já samt kurteisi sko... þú veist heldur ekkert hvort klósettið er upptekið"
Ég: "Góðan daginn, má ég fara á klóið?"
Tík: "Já alltílæ"

Ég átti nú bara ekki til orð! Þvílík herfa.

16.2.05

Ætli eróbikk-kennarinn minn sé skotinn í mér? Ég var alltaf að lenda í geðveikt óþægilegu augnsambandi við hana í speglinum í leikfimi í dag. Hún er nú eiginlega of mössuð fyrir mig hvort sem er. Fyrir utan það að ég er ekki lesbía, but you know, maður veit aldrei.

Svo varð hún e-ð fúl út í mig af því að mér tókst ekki að halda einhverjum heimskulegum bolta milli hnjánna á mér. En það er bara af því að ég er gríðarlega hjólbeinótt eftir að hafa verið sett nauðug í hopprólu og látin dúsa þar fyrstu 3 ár ævi minnar. En ég nennti nú svosem ekkert að útskýra það neitt frekar.

P.s. Hvort er 1 eða 2 n í hnján(n)a??? Djöfull er maður orðinn slakur...

15.2.05

Var að koma frá Ritu (sörpræs sörpræs). Við erum lagstar í líkjöraframleiðslu af miklum móð og í kvöld var lagt í ljúffengan sítrónulíkjör og unaðslegan mandarínulíkjör. Ég er svo mikill nagli að ég fékk blöðrur á hægri hendina af því að skræla sítrónur. Skrældi og skrældi eins og skrattinn sjálfur svo um var talað. Eftir skræl gæddum við okkur á uppskerunni frá því í síðustu viku og átum sæt ravioli fyllt með heimagerðu marsipani, velt upp úr flórsykri. Jömmí. Ég held að þessi blessaða megrun geti bara hypjað sig þangað sem sólin ekki skín. Maður neitar nú ekki svona kræsingum.

14.2.05

Jiii hvað þetta er nú ömurlega dípressing eitthvað að hafa þessi hjörtu á veðurkallinum. Fussumsvei.

13.2.05

Djöfull hata ég sunnudaga. Búin að liggja í þunglyndi í allan dag... og rigning úti í ofanálag. Gekk meira að segja svo langt að ég fékk heimþráarkast. Verandi heima og liðið eins hefði ég þó sjálfsagt óskað mér þess að vera einhvers staðar í útlöndum. Jamms, maður er aldrei ánægður.

Lenti annars í skrýtinni reynslu í nótt, ég hrökk nefnilega upp við það að einhver var að strjúka blíðlega á mér kinnina. Ég lá grafkyrr, opnaði augun en sá engan. Þurfti svo að pissa svo ég stóð upp og þá var svefnherbergishurðin opin. Ég loka henni alltaf og ég lokaði henni líka í gær. Geðveikt krípí... ég ætlaði næstum ekki að þora á klóið. Gekk þó allt áfallalaust fyrir sig... og ég hitti engan. Thank god.

12.2.05

Úps, klippti á mér toppinn áðan. Svona eftir á að hyggja var það ekkert sérlega gáfulegt eftir að hafa drukkið 3 rauðvínsglös og 4 limoncello í lönsj hjá Ritu.

11.2.05

Var að rifja upp eitt sem Guffinn minn sagði mér einu sinni þegar við sátum blindfull uppi í kirkjugarðinum við Suðurgötu kl. 7 á sunnudagsmorgni. Hann sagði: "Hafdís mín, ég elska þig, þú ert æðisleg vinkona. En ég held að þú sért ömurleg kærasta." Skyldi skepnan hafa haft rétt fyrir sér?

Á ég þá bara að fara á námskeið hjá Þórhalli presti eða hvað?

Ojojoj, er að dreeeepast úr skyndibitaþörf. McDonalds er svo lítið og aumt eitthvað (búin að taka það fram áður að það er eini sveitti skyndibitinn sem fæst hérna) þannig að ég er búin ákveða að steikja eggjabrauð með osti, lauk og pulsum með BBQ sósu. Þarf bara að hlaupa út og kaupa brauð og mæjónes. Og kók... já eigum við ekki að hafa það dæjet fyrst maður er nú í átaki.

Sko... ef ég ætti pening þá myndi ég pottþétt opna útibú af Nonnabita hérna. Það sem ég myndi drepa akkúrat núna fyrir eitt beikonkvikindi með extra sósu.

Jæja, tókst loksins að vakna... ekki af góðu reyndar. Pakkið fyrir neðan okkur keypti íbúðina fyrir ofan okkur og eru að gera hana upp. Að gera upp íbúð hérna þýðir greinilega að ryðja niður öllum veggjum og innréttingum og það er sko byrjað kl. 7 á morgnana.

Fyrir utan helvítis hávaðann er ég líka skíthrædd um að þessir klaufsku iðnaðarmenn brjóti niður e-a stoðveggi og ég fái loftið ofan á mig. Þeim tókst nú að bora niður í eldhús hjá okkur úr íbúðinni fyrir ofan. Og eins og þetta sé ekki nóg þá er sama pakkið (þau búa ennþá fyrir neðan) með nýfæddan krakkaorm sem gólar og grenjar. Þau eru alls staðar. Ég var svo fúl í morgun þegar ég vaknaði við þetta að ég var næstum því búin að hringja á lögguna. En í staðinn steytti ég hnefann reiðilega í átt að loftinu.

Mig minnir nú að þetta lið hafi einhvern tímann kvartað þegar við vorum með partý... eins gott að þau reyni það ekki aftur.

8.2.05

Jæja ég nennti augljóslega ekki að vakna kl. 4. Stillti í staðinn vekjaraklukkuna á 8:30, ætlaði að koma mér á lappir, hella mér upp á kaffi og borða morgunmat í rólegheitum yfir e-i krappí sápuóperu. Næsta sem ég veit er að ég vakna og klukkan er fokking 11!!!! Hvað í andskotanum er að mér? Það er ekki normalt að geta ekki drullast fram úr rúminu á eðlilegum tíma. Núna er næstum hálfur dagurinn farinn í e-ð rugl og ég ekki ennþá byrjuð að læra... ég bið hérmeð um aðstoð eða ráð til að vakna á morgnana. Og ekki eins og ég hafi farið seint að sofa... nei nei var komin í draumalandið um miðnætti.

HJÁÁÁÁÁÁÁÁÁLLLPPP!!!!!!!!!!!!!!!!

7.2.05

Get ekki ákveðið mig hvort ég á að læra á morgun eða fara í veiðiferð með forráðamönnum rússneska knattspyrnusambandsins. En þá þarf ég að vakna kl. 4 í nótt. Ákvarðanir ákvarðanir... af hverju þurfti ég að fæðast vog?

Er ekki Michael að koma siglandi til eyjunnar í vikunni með þýzka hersveit! Skíthrædd að þeir ráðist inn á okkur og byrji að elda, steikja og vaska ekki upp. En Rita er víst búin að planta þeim í námsmannahúsið. Vona að það sé eldunaraðstaða þar. Ekkert grín að vera fastur án eldavélar ef maður eldar 14 sinnum á dag.

6.2.05

Nennti ekki að læra áðan svo ég sótthreinsaði hárburstann minn með ammoníaki í staðinn.

Komst svo að því að hamsturinn er brjálaður í parmesanost og sykrað morgunkorn. Anna verður brjáluð ef hún kemst að þessum tilraunum hjá mér... hamsturinn er nefnilega í megrun sko. Ekki mér að kenna, þau eiga bara að hafa vit á því að skilja mig ekki eftir eina heima!

Jæja, ég á stefnumót við lítra af súkkulaðiís, ta-ta.

5.2.05

Nú er ég aldeilis komin í sparnað. Fór í búðina í dag og keypti fullt af ódýrum mat... pasta á tilboði, baunir, hrísgrjón og alls konar hundleiðinlegt drasl þegar mig langaði mest að fylla körfuna af jömmí ostum og kjöti.

Vantaði líka andlitskrem og ákvað að sleppa 5000 króna Clinique kreminu mínu (því það er augljóslega bruðl!). Keypti í staðinn e-ð stórmarkaðskrem, Bónuskrem: Hinn bezti kostur fyrir yðar húð. Keypti líka 3ja lítra dúnk af hárnæringu sem á stendur (n.b. á portúgölsku): Hárnæring er góð fyrir hárið.

Já maður er sko alltaf að spara.

Svo kom Rita við áðan með nýdjúpsteiktar sykraðar bollur. Það var snilld. Ég er ekki einu sinni með samviskubit því laugardagar eru nammidagar. Eins og restin af vikunni... o jæja, ég byrja af fullum krafti á mánudaginn.

4.2.05

Komst að því alveg óvart að ég get notað debetkortið mitt í búðunum hérna. Bara eins og ekkert sé! Þetta hefði getað haft skelfilegar afleiðingar í för með sér ef ég ætti einhvern tímann pening inni á því blessuðu.

Dísös nú er megrunin alveg farin í kúk. Rita lendleidí er á einhverju sætabrauðsbökunarnámskeiði og er veifandi Sacher-tertum og dýrindis rjómagúmmulaði framan í mig allan daginn. Ég reyndi að laumast inn í gær án þess að hún sæi mig en hún þrusaði upp hurðinni, dró mig inn og lét mig borða. Ég svitnaði kökukremi í alla nótt. Núna veit ég hvernig Hans og Grétu hlýtur að hafa liðið.

2.2.05

Kate Bosworth og Orlando Bloom eru hætt saman! Ef ég væri ennþá ástfangin af Orlando Bloom þá væri þetta alveg tilvalið. En svo er ekki. Ég er alltaf svo óheppin.

1.2.05

Það er búið að snjóa fullt á Sardiníu. Ekki í Cagliari en bara rétt hjá samt. Frost á næturnar og allt. Ég ætla að fara út á land og taka myndir. Ekkert smá fáránlegt að sjá pálmatré, kaktusa og aðrar hitabeltisplöntur þakið í snjó.

Sá e-r Kastljósið í gær? Mér fannst eins og þau væru hálfpartinn að hæðast að Robertino greyinu.