Harmsögur ævi minnar

30.4.05

Það er ALLTOF mikið gos í Pepsi maxi. Þetta er ekki drekkandi þetta helvíti! Ég þarf að hella upp í mig, halla svo höfðinu aftur og opna munninn til að losna við loftbólurnar. Annars fyllist allt og spýtist út úr manni. Já það er ýmislegt á mann lagt í þessu lífi.

Og svo er táfýla af vinstri hendinni á mér. Getur einhver útskýrt það fyrir mér?

Og þá á hin systirin afmæli í dag... TIL HAMINGJU SANDRA!!!

Þetta er allt að vaxa úr grasi. Ég er að verða kelling.

Ég gat ekki sofnað í gær því ég var svo viss um að ég myndi fá hjartaáfall í svefni og deyja. Þær áhyggjur reyndust ekki á rökum reistar. Greinilega. Líkaminn hefur bara ekki þolað sykurinn og óhollustuna úr 12 rískubbum og stórum snakkpoka og verið að reyna að hreinsa sig með miklu hjartapumpi.

En anyway, þessar dauðans áhyggjur fengu mig aðeins til að spá hvort maður ætti að láta einhvern hafa lykilorðið á bloggið. Svona ef maður skyldi hrökkva uppaf. Er ekki krípí ef maður deyr og bloggið manns verður um aldur og eilífð óhreyft á netinu? Bara frosið á síðustu færslu. Mér fyndist það svolítið óhugnarlegt. Já ég kannski geri þetta... maður veit aldrei.

29.4.05

Ef ég væri einu stigi latari þá myndi ég deyja úr leti. Asskoti er alltaf leiðinlegt að vera í prófum. En þetta gengur nú sem betur fer ótrúlega fljótt yfir.

Náði þeim merka áfanga í lífinu í gær að horfa á þrjá sjónvarpsþætti samtímis. Já það er hægt. Missti reyndar af svolitlu en það verður ekki á allt kosið.

Það var nokkuð sterkt atriðið í Desperate Housewifes þegar ljóshærða gellan gjörsamlega tapaði sér. Alveg eins og mamma!

En jæja, ég er orðin uppiskroppa með afsakanir til að læra ekki. Hef ekkert að segja, enginn póstur, ekkert blogg sem ég er ekki búin að lesa. Nú bara út í eina sígó og svo bara stuð! Ég elska skólann!

28.4.05

Jæja eitt próf búið... gekk la-la. Ekki alveg nógu frábærlega. En það er svona.

Annars allt ágætt að frétta af fésinu á mér. Öll bólga horfin og allt. Ég er reyndar orðin geðveikt skrýtin í húðinni af þessu steraveseni sem ég er að taka og lít út eins og sækóinn í "There's something about Mary". Af tvennu illu... jæja, það er sjálfsagt skárra að vera með nokkra rauða flekki í andlitinu heldur en haus á stærð við Perluna. Nú fer lyfjakúrnum senn að ljúka og býst ég þá fastlega við því að snúa aftur til míns fagra sjálfs. Aðeins þybbnara sjálfs kannski, sökum mikillar sælgætisneyslu, en það má hlaupa það af sér á ströndinni í sumar.

Svo vil ég kvarta yfir því að Batchelor og Desperate housewifes séu næstum því á sama tíma í kvöld. Það er ekki hægt!

23.4.05

Ég spyr bara enn og aftur: Why does god hate me?

Fór í hausaskanna í gær (sem Guffi vill meina að heiti sneiðmyndataka) og kellingarnar sprautuðu í mig e-u skuggaefni sem ég veit svosem engin frekari deili á, en er víst nauðsynlegt til að e-ð sjáist á slíkri heilamynd.

Nú, líður svo og bíður, ég bara heim að læra og allt í gúddí, nema hvað að seinni partinn byrjar mig að klæja alls staðar og húð mín verður rauð sem sólbrennd væri.

Ekki nennti ég að hafa miklar áhyggjur af þessu og fór bara í rúmið. Svaf vægast sagt illa þar sem mig klæjaði út um allt og var... já, bara í tómu fokki eins og maður segir á hinu ástkæra ylhýra.

Ég vaknaði svo í morgun og leið ekkert betur. Leit í spegil og HÓLÍMÓLÍ! Andlitið á mér var eins og fokking of-uppblásin 17. júní-blaðra. Ég var eldrauð í framan, eftir því sem ég sá best, sá reyndar ekki mikið út því augun á mér voru grafin inni í bólgunni. Hriiiikalegt.

Momms fór með mig á spítala og lá ég þar í allan dag með stera og andhistamín í æð. Er víst með ofnæmi fyrir e-u, líklega þessu skuggaefni djöfulsins. Frábært. Ætlaði svo að læra aðeins en varð e-ð fokkt opp í hausnum af þessu rusli að það varð fátt um fína drætti.

Svo ég spyr aftur: Why does god hate me? Hefði þetta t.d. ekki getað komið fyrir EFTIR próf? Andskotans vesen, nú fer ég að verða stressuð...

P.s. Ég tók mynd af mér í morgun og gæti svosem sett hana inn á bloggið. En over my dead body. Aaaaldrei.

22.4.05

Jæja já, komin heim og allt gekk vel... engin yfirvigt jibbífokkinjei Einu leiðindin voru þau að e-r fuglshálfviti skeit á mig þar sem ég stóð fyrir utan Stansted flugvöll og reykti. Og svo virðist gemsinn minn hafa eyðilagst þegar vatnsflaska opnaðist í veskinu mínu.

Býst nú ekki við að nenna að blogga mikið þar sem ég ætti að vera að læra og svo er internettengingin heima hjá föður mínum fótstigin og ekki fyrir eðlilegt fólk að hafa þolinmæði í svoleiðis hægagang.

Þannig að: Verið góð lömbin mín.

19.4.05

Jæja þá leggur maður í'ann eftir 5 tíma. Helvíti litli kall...

Sjáumst spræk *SMAK*

Svalur systir á ammmæli í dag. Hún nær þeim merka áfanga að verða 16 ára.

TIL HAMINGJU SVAAAALA!!!

17.4.05

Ekki eðlilega glatað þetta veður. Raki sem smýgur inn í merg og bein og ég með verki út um allt og hausinn fullan af hori. Búin að taka parkódín og drekka te með hunangi en líður samt eins og gamalli ælu. Ætla samt að skrifa ritgerð, ég skal ég skal. Ég er með akkúrat nægan mátt í líkamanum til að hreyfa puttana á lyklaborðinu. Restin af líkamanum getur hvílt sig á meðan.

Matur hjá Ritu í kvöld, e-ð bilað sjávarréttaþema... sjáum til með það. Nenni ekkert að mæta ef ég finn ekki bragð.

Svo kem ég heim á miðvikudaginn... vonandi kemur e-r að sækja mig. Tek það fram að það verður ekkert sniðugt gert fyrr en 11. maí þegar ég klára próf. Vill kannski enginn gera neitt með mér? Eru allir búnir að gleyma mér?? Búhúúú....

15.4.05

Ég er eiginlega búin að vera mjög dugleg að læra síðustu daga.

En núna er einbeitingin eitthvað að stríða mér. Það er eitthvað svo skrýtið að læra á föstudögum. Ég tók mig því til og skellti mér í klippingu hjá sjálfri mér. Það var stórskemmtilegt, ég skil ekkert í þessu liði hérna að skilja mig trekk í trekk eftir eina heima með skæri.

Svo er spurning að taka eins og einn Axis í kvöld ef stemmning er fyrir hendi... mikið væri nú ljúft aðeins að lyfta sér upp. Ég nennekkessu lestrarveseni... frábært að mygla úr leiðindum og prófin ekki einu sinni byrjuð. Þetta verður e-ð skrautlegt. Mygl mygl.

14.4.05

Hvað myndi ég eiginlega blogga um ef ég byggi ekki með Subba?? Blæðingar og prjónaskap?

Yndislegt! Anna talaði við Subba og benti honum á að hann hefði hvergi þurrkað af... Subbi steinhissa: "Haaa? Þurrka af hverju?",
Anna: "Nú, það þarf að þurrka rykið af öllu sameiginlega plássinu, t.d. hillunum inni í eldhúsi, öllum hurðum, sjónvarpinu og bara öllu!"
Subbi: "Það sagði mér það enginn... eru komnar nýjar reglur eða e-ð?!"
Anna: "Nei, þetta hefur alltaf verið svona, segir sig eiginlega sjálft að þetta sé innifalið í því að þrífa íbúðina..."
Subbi: "Ja hérna, og hvah, með hverju á ég að gera þetta?"
Anna: "Hmmm.... tusku?"
Subbi: "Já þú meinar..."

Jamm og jááá... Subbi var að subbast í eldhúsinu í hádeginu í dag og náði þeim frábæra árangri að kveikja í eldavélinni, drullusóta út viftuna og brenna filterinn innan úr henni. Geri aðrir betur.

Svo var hans þrifadagur í dag en það eina sem hann virðist hafa gert er að rennbleyta öll gólf og opna svo glugga til að þurrka það. Ég þurfti að synda á klóið... eins gott að það eru marmaraflísar á gólfinu en ekki parket. Og svo er ryk út um allt... ég er að tapa þolinmæðinni, ég sver það. Eins gott að það er CSI í kvöld.

Það er kona í blokkinni okkar sem er svo snældugeðveik að það er engu lagi líkt. Ég mætti henni áðan og... *hrollur*. Hún horfir á mann með galtómu og ráðvilltu augnaráði, soldið eins og Cujo í samnefndri bíómynd. Best er að passa sig að ná ekki augnsambandi og flýta sér í burtu, því ef hún nær að byrja að tala þá er fjandinn laus.

Þá fær maður að heyra t.d. hvernig allir karlmenn í blokkinni eru búnir að reyna að nauðga henni í lyftunni og hvernig bróðir hennar lamdi hana þegar hann bjó hérna (þá var hún að æpa og henda til húsgögnum inni í íbúðinni meðan vesalings bróðirinn stóð skíthræddur á stigapallinum).

Svo stoppaði hún Francesco (stráksómyndina hennar Ritu) á stigaganginum þegar hann var smákrakki og sagði honum að mamma hans væri mella og tæki á móti karlmönnum þegar hann væri í skólanum. Rita var/er nefnilega einstæð móðir sem þótti nú ekki fínt fyrir 20 árum á Ítalíu, en fyrr má nú rota en dauðrota. Hún hljóp líka á eftir Ritu sjálfri og æpti "Hóra, hóra!!". Rita játaði þetta allt á sig... enda svosem ekkert vit í því að þræta við svona fólk.

En hún er þvílíkt krípí þessi kelling.

13.4.05

Héldum óvænta veislu fyrir Ritu í gærkvöldi þar sem hún er fimmtug í dag kellingin. Það var ekkert smá stress og vesen. Ég og Anna ætluðum að gera lasanja og voru allir sáttir við það nema Subbi sem heldur (ranglega) að hann sé meistarakokkur því pabbi hans á veitingastað.

Þannig að Anna sagði honum þetta með lasanjað semsagt og hann fór að plana og skipa fyrir og segja að við þyrftum að setja þetta og hitt og bla bla blaaaaa. Sjálfskipaður yfirkokkur. Við Anna sögðum þá við hann að kaaaannski væri einn pastaréttur ekki nóg og hvort hann vildi ekki bara gera e-ð sjálfur og við myndum elda okkar.

Gekk eins og í sögu, hann var þvílíkt sáttur og gat brasað og subbað út að vild. Snilldarplan. Svo þegar við tókum pastaréttina út úr ofninum sagði Anna hátt og skýrt: "Þetta er pastað sem ÉG OG DÍSA gerðum, og þetta er pastað sem SUBBI gerði". Og það sem pastað hans var ógeðslegt og lasanjað okkar himneskt meeeeen. Svona lærir hann að steinhalda kjafti næst þegar hann fer að besservissera í eldhúsinu. Hvenær ætlar að fatta að hann eldar ógeðslegan mat??

Anyway, svo gerðum við líka hevví over the top rjómatertu með fullt af drasli og hún var snilld. Rita er svo hrifin af blautum og ofhlöðnum kökum. Og sörpræsið tókst svona líka vel; hún var rosa hissa og fór smá að gráta og allt. Júhú!

12.4.05

Já, þetta er ekki leiðinlegt!





Your Inner European is Irish!









Spirited and boisterous!

You drink everyone under the table.


11.4.05

Æi hvað ég nenni ekki að læra. Maður er líka oft svo þreyttur... geeeiisp. Self-Reliance eftir Emerson er ekkert skemmtilegri núna heldur en hún var í heimspekilegum forspjallsvísindum. Bara bla bla blaaaaa. Óskiljanlegt.

9.4.05

Ég var að enda við að panta mér pizzu með rækjum, krabbakjöti, laxi og rjóma. Ég er afar forvitin svo ekki sé meira sagt. Nammi namm.

8.4.05

Var að þrasa við meðleigjendur mína um reykingar. Þau voru að ásaka mig um að reykja of mikið. Eitthvað: "Já en Dísa sko, þú ert að reykja þessar hnausþykku heimavöfðu sígarettur í tugatali... þú setur ekki einu sinni filter!", og ég svaraði: "Filter?! Hver þarf filter... til hvers haldiði að ég sé með lungu???". Þá sögðu þau: "Já einmitt... finnst þér þetta eitthvað fyndið eða?". Ég: "Neeei nei". En ég var sko að drepast úr hlátri inni í mér. Ha ha ha... filter.

Dagur dauðans.

Reyndar komin á annan bjór svo ég er að róast en þvílíkt og annað eins helvítis helvíti.

Kveikti á tölvunni í morgun eins og venjulega en í staðinn fyrir að opna Windows stóð bara eitthvað get-ekki-búttað-whatchamacallit-andskotans-rugl. Ég slökkti og kveikti og allt bara en allt kom fyrir ekki og helvítis stykkið neitaði að virka. Ég sá fyrir mér allar ritgerðir og verkefni vetrarins horfin út í rass... fyndið þar sem ég var að spá í því í gær að vista háskólamöppuna á utanáliggjandi harða drifið svona bara til öryggis. En þá hugsaði ég með mér: "Naaah, hvað gæti svosem gerst?" Nú, auðvitað þetta. Fékk svo tölvuklára nágrannann minn í heimsókn og snillingurinn sem hann er þá tókst honum að laga allt saman... á 5 tímum þó. Ég sver það að ég reykti 2000 sígarettur á meðan... og kúkaði 15 sinnum af stressi.

Svo ætlaði ég í sturtu en þá hafði eitthvert gáfnaljósið á heimilinu tekið heitavatnskútinn úr sambandi í gær og gleymt að setja hann í samband aftur. Þannig að ái. Fífl.

Eftir þau leiðindi ætlaði ég að fá mér kaffisopa til að róa (já einmitt) taugarnar, en nei, kláraðist þá ekki gaskúturinn í eldhúsinu.

Eftir þessi leiðindi þá langar mig svo ekki til þess að læra og svo mest til þess að detta í það og dansa frá mér leiðindin. Ég er enn óákveðin... bakkus kallar. Skrýtið þetta... ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að það væri alkóhólismi í fjölskyldunni.

TOLVAN MIN VILL EKKI KVEIKJA A SER!!!!!!!!! EG ER SVO ALGJORLEGA FOKKT EF HUN DRULLAR SER EKKI I LAG!!!!! AI EG ER KOMIN MED MAGASAAAAAR.....

7.4.05

Ákvað að setjast fyrir framan tölvuna og læra aðeins fyrir svefninn. Heyrðu... allt í einu finn ég þessa líka lykt... svona eins og kemur af gamalli og skemmdri skinku. Fór að snusa út í loftið í leit að upprunanum og hah! Var það þá ekki bara lyktin af fótunum á mér þegar ég fór úr strigaskónum eftir 12 tíma. Alltaf er maður nú að uppgötva eitthvað nýtt.

Það er ógeðslega leiðinlegt að vera stressaður og pirraður og þurfa að skrifa eitthvað í flýti og penninn sem maður grípur skrifar ekki. Ég er reyndar ekkert pirruð núna en ég lenti í þessu um daginn... ég barði líka pennann í köku og henti honum svo fram af svölunum. Djííís hvað maður er tens stundum. Anger management anyone?

Svo var líka súperpirrandi í vetur þegar það var svo kalt inni að allir kúlupennar stífluðust (og ég nota bara kúlupenna). Ég þurfti að halda þeim yfir kveikjara til að lina blekið - skrifa nokkrar línur og endurtaka svo leikinn. Þetta hljómar nú eins og frásögn úr skotgröfunum í seinni heimstyrjöldinni. En svona er lífið bara... stundum stífnar blek af kulda og stundum ekki.

Ég var svo rétt í þessu að finna framköllunarmiða í skúffunni hjá mér. Ég fór semsagt með myndir í framköllun í byrjun janúar. Ef mig minnir rétt þá eru þetta myndir frá 2000-2001 þannig að ekkert liggur nú á. Ekki úr þessu.

Er 8°C frost í Reykjavík???? HAHA HAH AHA HA HAAAA!!!

5.4.05

Var að horfa á "Allt í drasli" á Skjá 1. Þessir þættir minna mig svolítið á sambúð mína og fyrrverandi. Ég væri þá væntanlega í hlutverki skólastjórans og hann í sporum greyið fólksins sem lætur skipa sér fyrir á eigin heimili.

Ekki það að ég sé e-r þrifafasisti... eða hann subba (bara dæmigerður karlmaður sem virðist ekki taka eftir ryki, skít og bremsuförum í klósetti). Ég á það bara soldið til að vilja að verkin séu gerð eins og ÉG vil og þegar ÉG vil, og er því yfirleitt stanslaust að skipta mér af, röfla og yfirtaka ýmis verkefni. Það hlýtur að vera ógeðslega skemmtilegt að búa með mér.

Ef það væri löglegt þá myndi ég giftast sjálfri mér. Þá væri alltaf allt eins og ég vildi hafa það og ekkert vesen framar. Og hananú.

Andskotans... vaknaði í morgun með bein- og hausverk og stútfull af kvefi. Þetta er ekki rétti tíminn fyrir veikindi svona rétt fyrir próf. Alveg týpískt. Ég ætla að kýla 2 parkódín ofan í kokið á mér og fara svo og kaupa C-vítamín. Ég gæti lamið einhvern af pirringi. Best að athuga hvort ég geti ekki a.m.k. krækt mér í rifrildi við einhvern... þ.e.a.s. ef það er e-r heima. Arg.

4.4.05

Róleg á rykmaurunum Anna... ég sver það - hún ryksugar rúmdýnuna annan hvern dag. Sækó.

Kræst ólmætí, það rignir og rignir og rignir. Ég sem ætlaði að fá mér ís í vikunni...

Gleymdi svo alveg í þynnkunni í gær að segja frá öllu enskumælandi fólkinu sem ég hitti í partýinu á laugardaginn. Ég hef ekki hugmynd um hvar þetta lið felur sig dags daglega í ekki stærri borg en Cagliari en það var allaveganna nóg af þeim þarna; Kanadabúar, Skotar, Írar, Englendingar og meira að segja einn Ástrali. Ástralska stelpan var ekkert smá hissa þegar ég sagði henni hvaðan ég kæmi og var á fullu: "VÁÁÁÁ EN FYNDIÐ!!!", "VÁÁÁ EN SKRÝTIÐ AÐ ÞÚ SÉRT FRÁ ÍSLANDI!!!". Ég sagði henni að mér fyndist miklu skrýtnara að vera Ástrali á Sardiníu heldur er Íslendingur... sem er alveg satt. Ein geðveikt beisk.

En langflottastir fundust mér Skotarnir sem voru sko ekki frá Glasgow eða Edinborg eða svoleiðis prumpi. Nehei, þessir Skotar voru frá The Isle of Skye. Er til eitthvað svalara en það? Ef ég væri þaðan væri ég alltaf að kynna mig fyrir einhverjum.

Þetta Íslendingadæmi fer nú annars að verða svolítið þreytt. Alltaf sama helv... "WOW REALLY????". Eins og íbúar Íslands séu 13 og það ólíklegasta í heimi að þeir ferðist eitthvað. Og hvað þá að rekast á þá í útlöndum... "WOW REALLY??!" Hrmmfff...

Svo var hálfur Sardi/hálfur Einhvers-staðar-frá-Afríkubúi sem bjó með nokkrum Íslendingum í Mílanó og gat sagt: "Mamma þín er beygla" og "Ég er blindfullur". Það var ánægjulegt.

3.4.05

Þrusustuð í partýinu í gær... svaka sniðugt að halda eftirmiðdagspartý. Ég var svo bara komin heim á miðnætti og voða huggó. Nema ég var að dreeepast úr hungri. Fann opinn pizzastað rétt hjá mér sem heitir Zahra & Yussef. Hálf vafasamt. En svo var gaurinn bara pjúra Ítali, ég veit eiginlega ekki hvaða djók þetta er með nafnið... Zahra & Yussef, svei mér þá.

2.4.05

Vá hvað ég er mikill snillingur. Var að bera framan í mig andlitskrem og tókst að klóra mig með litla putta hressilega frá efri vör upp að auga og á niðurleið klórsins rann ég upp í munninn á mér með puttann og klóraði á mér góminn. Ætli ég kæmist í Jay Leno?

Við héltum pínku matarboð hjá Ritu í gær. Elduðum svo bilað góðan mat að ég hélt ég yrði ekki eldri... cannelloni með ricotta og spínati, besjamellu og ragúi og svo beikonvafðar kornhænur. Schnilld.

Í dag er mér svo boðið í gin-partý klukkan 15:00. Ætli maður kíki ekki... áfengisneysla fer þó eftir ritgerða- og verkefnaafköstum fram að því. Djöfulsins skólaprump.

Er þegar farin að finna fyrstu einkenni prófstress-s. Get ekki sofnað og er komin með oggu kvíðahnút ofarlega í magann sem á eftir að stækka og stækka og stækka... Af einhverjum ástæðum fer líkaminn í þessum aðstæðum að kalla á meira koffín og nikótín sem gerir ástandið ennþá verra og ta-da... víííítahriiiingur daauuuuðans! (sagt mjög dimmraddað) Ofan á þetta bætist svo skelfilegur valkvíði þar sem það þarf að velja námskeið fyrir næsta vetur í vikunni. Ég get ekki tekið ákvarðanir og nú er ég farin að stressa mig á því líka. Ég ætti náttúrulega að vera a.m.k. 3% öryrki með allar þessar kvíðaraskanir. Í alvöru talað, þetta er ekki að hamla mér neitt smá í daglegu lífi.