Er annars að fara í kúreka/white-trash partý í kvöld.... á samt ekki neitt outfit sem fellur í þessa kategóríu. Ég hringdi samt í mömmu og hún ætlaði að reyna að finna ógeðslega ljót kúrekastígvél sem ég man eftir frá því ég var lítil. Svo verð ég bara að túpera á mér hárið og setja á mig mikinn kinnalit. Það verður síðan frábær lífsreynsla að reyna að klöngrast labbandi í partýið á boots. Í þessu líka viðbjóðslega veðri. Ég dett nefnilega við ýmis tækifæri og þarf hvorki hálku né hæla til þess. Ég verð bara að setja rauðvínsflöskuna í frauðplast svo hún bjargist...
31.1.03
Ætlaði að setja inn fína mynd en gat það ekki. Virðist ekki einu sinni getað sett inn link á mynd. Þetta er mjög frústrerandi allt saman - af hverju geta allir sett inn hreyfimyndir og linka og svona nema ég og Jóhanna???
30.1.03
Vissuð þið að Viggo Mortensen er fæddur 1958?!? Hann er eldri en mamma!!!
Orlando Bloom aftur á móti er jafngamall mér og rétt rúmlega 1,80 á hæð. Semsagt fullkominn fyrir mig. Hann er meira að segja nýbúinn að eiga afmæli. Verst þykir mér þó að drengurinn virðist ekki vera með almennilega skeggrót - það er náttúrulega atriði sem þarf að vera í lagi! Ég þoli sko engan mjúkan gelgjuhýjung. Ógeðslegt þegar drengir eru með unglingamottuna langt fram eftir aldri. Minn maður þarf að vera með þétta og grófa rót, líka undir neðri vörinni.
Þó er ég tilbúinn að gera undantekningar í einstaka tilfellum......
Hef fengið ýmsar athugasemdir um hina nýju ástmenn mína. Annaðhvort eru þeir of danskir eða of álfskir eða god knows what. Ég vil bara kæfa alla svona gagnrýni í fæðingu... þetta eru stórglæsilegir fulltrúar hins óæðra kyns og þið eruð bara öfundsjúkir af því þeir eru svo sætir og frábærir.
Anyway... tókst ekki að skipta um mynd á blogginu en er a.m.k. komin með Aragorn og Legolas á desktoppinn.
29.1.03
Gerði mjög svo heiðarlega tilraun til að taka Vitor Baia út af síðunni minni og rípleisa hann með hinum nýja ástmanni mínum, Aragorn son of Arathorn. En markvörðurinn portúgalski neitar að játa sig sigraðan og situr sem fastast. Ég skil eiginlega ekki hvernig það má vera... ég breytti linkum og breytti hinu og þessu en það gerðist ekkert! Þetta HTML er reyndar algjörlega óskiljanlegt bull fyrir eðlilegt fólk. Eins og ég er nú orðin leið á þessum vatnsgreidda suður-evrópska súkkulaðistrák... svoleiðis gæjar eru náttúrulega algjört prump þegar maður er búinn að kynnast alvöru Karlmanni.
Jæja lufsaðist á Lortinn og var nú bara mjög hrifin. En eins og ég hef áður bent á, hefði verið miklu gáfulegra að sjá enga myndanna fyrr en um næstu jól. Þá hefði maður getað horft á þær allar í einum rykk og ekki þurft að pirra sig á því að nú er næstum því ár í næstu!
Annars fær Viggo fullt hús purra fyrir Aragorn og Legolas er alveg easy on the eye líka. Það böggar mig samt dáldið að Arwen er ekki fallegri. Liv er svosum sæt og allt það en ætti eiginlega að vera svona breathtaking ef þið vitið hvað ég meina... við erum nú að tala um kærustuna hans Aragorns og sá ætti nú að geta valið úr föngulegum hóp. Þvílíkur argandi kynþokki í einum manni - maður fann sko næstum því testósterónlyktina. Þetta er sko Karlmaður með stóru K-i og takið ykkur hann bara til fyrirmyndar drengir.
Þ.e.a.s. allir nema Tobbi, því jú ástin mín, þú ert sko miklu sætari en hann.... svona svona!
28.1.03
Ég vil beina því til háttvirts bjórmálaráðherra að ég horfi ekki lengur á hina botnlausu áströlsku snilld; granna þá er við ná eru kenndir, né nokkuð annað þar sem Eggertsgatan er sjónvarpslaust heimili. Eina sem við sjáum þessa dagana eru ótrúlega menningarlegar svarthvítar bíómyndir frá fimmta og sjötta áratugnum í kúrs um ítalskar bíómyndir. Það er semsagt búið að útrýma allri lágkúru úr okkar lífi og eyðum við nú síðkvöldum í það að lesa Þórberg, finna villur í Orðabók Menningarsjóðs og kveðast á.
Or almost.
27.1.03
Jæja nú veeeerð ég að drífa mig í bíó og sjá þessa Lord of the rings framhaldsmynd þarna. Ég meina það.... ég er nýbúin að sjá hina myndina (og leið mikið fyrir það á sínum tíma að hafa ekki séð þá helvítis ræmu) og nú er strax byrjað e-ð röfl að fara að sjá hina! Það mættu nú alveg líða 3-4 ár á milli mynda, ég nenni ekki svona stressi en þessi kærasti minn er að panikka út af því að núna er hún víst komin í minni sal eða e-ð álíka hálfvitalegt. Eins og það skipti máli; ég sé nú hvort sem er aldrei allt sem er að gerast á svona risaskjá.
Auk þess finnst mér Tobbi ekkert eiga skilið að fara í bíó því hann eyðir fullt af peningi í sígarettur. Ég ætti semsagt (in a perfect world) að fá 500 kall á dag til að eyða í ís og nammi og bíó og svona en það er svo skrýtið að ég kaupi aldrei neitt nema mjólk og kornflex og e-ð!!! Ég ætti barasta að byrja að reykja dags daglega aftur til að fá það sem mér ber í þessu lífi.... peningalega séð þ.e.
Ekki nema ég þykjist bara reykja og feli svo peninginn í skónum mínum - æi það er nú soldið sad.
26.1.03
Nennir ekki einhver framtakssamur bissnessgæi að opna sjoppu hérna nálægt mér. T.d. bara í íbúðinni við hliðina eða eitthvað. Það er sko margra kílómetra labb í næstu sjoppu hjá okkur og það er alveg að fara með mig.... Þetta er líka frábært tækifæri, garanteraður gróði að eiga sjoppu sem ég og Tobbi verslum við. Við kunnum okkur ekki hóf í neinu nefnilega og höfum eytt óheyrilegum fjárhæðum í sælgæti á liðnum árum. Þið kannski komið þessu áleiðis til rétta fólksins...
Í bili er ég búin að gleyma öllum fjárhags- og annars konar vandræðum. Tobbi fékk að hafa áfram ofur-LÍN-yfirdráttarheimildina sína og svo fékk ég svo ÓGEÐSLEGA góða súkkulaðiköku hjá Jóhönnu að ég get bara ekki annað en verið hamingjusöm í marga daga...
23.1.03
Mikið rosalega eru þessir skiptinemavinir hans Tobba skrýtnir! Þeir haga sér alltaf eins og þeir viti ekkert hvernig þeir eiga að vera eða hvað þeir eigi að segja. Þ.a.l. gera þeir mann hálf nervus því báðir aðilarnir eru alltaf að bíða eftir því að hinn segi eitthvað og maður verður rosalega meðvitaður um það hvað þetta er asnalegt. Á endanum lýgur maður bara að það sé að byrja tími sem maður þurfi að mæta í eða eitthvað, svona til þess að losna úr vandræðalegheitunum. Þetta er mjög skrýtið.
Eeeelsku mamma.... ef þú lest þetta - geturðu ekki farið að toga í einhverja andskotans spotta svo ég vinni nú einhvern tímann í þessu guðsvolaða Happdrætti Háskólans??? Ég er búin að styrkja þetta fyrirtæki síðan ég fæddist og nú þarf ég að fá inneignina mína borgaða (verandi námsmaður við þessa sömu stofnun), en samkvæmt lauslegum útreikningi á ég inni tæpan 250.000.- kall miðað við núgildandi verðlag. Það dugir akkúrat til að redda mér fram í apríl. Jááá, hefði maður nú lagt peningana inn á reikning í staðinn fyrir að taka þátt í fjárhættuspili þá væri maður í góðum málum. Þeir hefðu átt að taka viðtal við mig í þessum spilafíklaþætti í sjónvarpinu. Ég er búin að vera spilafíkill frá núll ára aldri og á tuttugu og sex árum er HHÍ á grimmilegan hátt búið að gera mig gjaldþrota. Það er nú skrýtið þar sem Happdrættið er einmitt rekið til að styrkja fólk til náms við Háskólann!!!
22.1.03
Uss uss uss. Allt að fara fjandans til. Hætt að vera kúkalykt af hægðunum hans Tobba og Chesney Hawkes ekki búinn að gefa út plötu í nokkra mánuði. Þetta er nú hreint ekki gott. Vantar fjör og mör og pening í mitt tilbreytingarsnauða og fúla líf. Veit e-r hvort maður fær pening fyrir að hýsa skiptinema? Það er kannski athugandi... Vil svo ítreka hið frábæra tilboð á æðislega bílnum mínum sem ég auglýsti til sölu hér um daginn. Svörin hafa e-ð staðið á sér... ætli þið séuð ekki með vitlaust netfang bara, það er sko hafdisey@hi.is svo það sé nú á hreinu. Fyrstur kemur fyrstur fær.
21.1.03
Hef ekkert nennt að blogga enda hef ég yfirleitt ekki frá neinu að segja. Get þó með mikilli gleði tilkynnt að við erum alveg að verða búin að koma okkur fyrir í nýju íbúðinni og fólk velkomið í kaffi hvenær sem er. Ég er t.d. búin að vera að líma plaköt og myndir upp í allt kvöld (gat sko ekkert lært fyrir öllum þessum framkvæmdum) og það er orðið mjög heimilislegt. Ætlaði svo að taka verðskuldaða pásu áðan og setjast á gólfið með rauðvínsglas og dást að fagurlega skreyttum veggjunum. Vildi þá ekki betur til en svo að ég rak feita rassgatið á mér í glasið svo allt rauðvínið (þetta var svo auðvitað restin af flöskunni og ekki til önnur) sullaðist á gólfið. Maaan hvað það var leiðinlegt. Ég fékk mér þá vatnsglas en það var vægast sagt anti-climax ársins.
17.1.03
Skoh! Er ekki bara Frissa frænka mætt til mín! Hún er sko garanteraður drykkjufélagi... he he he. Þarf ekki að hafa samviskubit lengur.
P.s. Auglýsi eftir styrkjum til háskólanáms. Blowjob ekki útilokað fáist almennilegur peningur fyrir.
Jæja loftlaust á helvítis bílnum í dag eina ferðina enn. Nú er ég búin að fá nóg. Auglýsi hérmeð til sölu æðislegan Lancer '91, fagurrauðan, fjórhjóladrifinn með góðri vanillulykt og auka dekkjasetti. Selst hæstbjóðandi og fylgir bjórkippa með í kaupbæti.
Er núna að fagna fyrirfram sölu á druslunni ein ofan í rauðvínsflösku. Fyllibyttukærastinn minn er meira að segja búinn að fá nóg af þessu eymdarfylleríi og neitar að taka þátt í þunglyndinu. Oh well. Ég get sko alveg drukkið ein.
16.1.03
Ég er svooo glöð að vera komin með alnet heim til mín að það er ekki eðlilegt. Við erum reyndar búin að vera með aðgang að háskólanetinu í nokkra daga en það er nú takmarkað fjör þar. Samt tók ég heilt kvöld í það að éta ís og skoða heimasíður nemenda. Sad part is að það var ekki einu sinni fólk sem ég þekkti eða neitt. Bara eitthvað fólk. Myndir af fjölskyldunum þeirra og úr brúðkaupum og svona... margt af þessu fólki er líka löngu útskrifað eða jafnvel dáið.
Ótrúlega skrýtið samt að sjá e-r fæðingarstofumyndir og svona af e-u fólki. Mér finnst það nú soldið persónulegt sko. En kannski er heldur ekkert ætlast til þess að e-r jón útíbæ sé að forvitnast svona. En ég myndi ekkert endilega setja svona slímugar fylgjufæðingarmyndir á netið. Það er nú barasta ógeðslegt! Og fyrst við erum nú komin í þá sálma þá á ekkert að taka ljósmyndir af fylgjum... hvort sem þær eru að fæðast eða ekki.
Æi ég verð að fara að snúa sólarhringnum við... af hverju gat ég ekki verið fyrir hádegi í skólanum?h
15.1.03
Ha ha ha get aðeins skrifað þar sem ég er að leysa mömmu mína af í vinnunni og hef þ.a.l. aðgang að tölvu. Anyway, fyrir þá sem ekki vita þá vinnur mamma mín á skrifstofu HHÍ í Hafnarfirði og rétt áðan komu inn einhverjir óknyttapiltar. Þetta voru 3 strákar svona 10-12 ára eða eitthvað svoleiðis og man oh man hvað þetta er VANGEFINN aldur. Bróðir minn sem er 10 ára er greinilega algjört ljúfmenni miðað við þessa hálfvita. Þeir voru með þvílíka stæla; þóttust eiga e-n vinning inni og vildu fá peningana eða lífið og lyftu upp öllum blöðum og grömsuðu í öllu! Ég sver það... það er ekki einu sinni hægt að ræða við þetta eins og fólk. Ég sagði þeim þá að drulla sér út og kaupa sér heila fyrir peningana í staðinn fyrir Happaþrennu og jafnvel aukatíma í lestri fyrir afganginn því þetta var svo stupid að þetta gat ekki einu sinni lesið auglýsingaspjöldin inni á skrifstofunni. Á endanum þurfti ég að henda þeim út - tók meira að segja um axlirnar á einum og þrykkti honum upp að veggnum og þá komu nú handboltavöðvarnir sér vel skal ég segja ykkur! Og ef ég væri aaaðeins meira sækó en ég er þá hefði ég nú barasta löðrungað þá alla fyrir að vera fífl og dónar og bjánar. Geta foreldrar þessa lands ekki drullast til að ala börnin sín upp þannig að þau sýni smá helvítis kurteisi sér eldra fólki?? My god, þetta voru sko ræflar framtíðarinnar... það sást alveg á þeim. Er ekki málið að keyra með svona pakk upp í Heiðmörk og offa það þar og henda ofan í e-a holu, ÁÐUR en þetta fer að ræna sjoppur til að fjármagna fíkniefnaneyslu???
Nenni ekki að skrifa baun í bala fyrr en ég er komin með þetta svokallaða alnet heim til mín. Þar hafið þið það.
11.1.03
Ég og Jóhanna gerðum ææææðislega gin-martini-klakakurlsdrykki í gær með nýja blandaranum mínum. Mmmmm... mæli stórkostlega með þessu. Jóhanna á reyndar líka blandara en við fundum ekki millistykki á gamlárskvöld svo það varð ekkert úr rafmagnsblöndun það kvöldið. Ég sé fram á nýja og betri áfengistíma með þessu undratæki.
Mætti svo bara hress í vinnu í morgun, bara dáldið þreytt enda gestir hjá okkur til fjögur (n.b. í NÝJA húsinu sko!). Hvernig á maður líka að komast fram úr rúminu á laugardagsmorgni í svartamyrkri og rigningu og roki í ofanálag? Brrr....
9.1.03
Ég á svo mikið af drasli að það mætti halda að ég hefði flutt að heiman fyrir þrjátíu og fimm árum. Ég bara skil þetta ekki! Endalausir kassar af rusli; gömlum möppum og verkefnum og einkunnum og skólablöðum og whatchamacallit....HJÁÁÁLLPP!!!!
8.1.03
Heyrðu.... fíni sófinn sem ég keypti maður! Pullurnar duttu úr honum í gær þar sem Þorvaldur og Guðbjartur voru að bera hann inn í nýju íbúðina, og viti menn... hann er bara blóðugur undir pullunum!!! Mamma heldur að hann hafi verið í íbúð á Leifsgötunni því það er alltaf verið að myrða fólk þar. Svo kom Óli í heimsókn og sagði að þegar við færum fram á næturnar þá sæti e-r draugur með hníf í sér í sófanum... og nú á ég aldrei eftir að þora að fara á klósettið eftir sólsetur. Jæja hann kostaði nú svo lítið. Beggars can't be choosers.
7.1.03
Æi mig langar svo í Tekkvöruhúsið og kaupa mér borðstofuborð og leðurstóla sem passa við á 300.000.-. Mig langar ekkert að vera með allt gamla draslið mitt sem er að liðast í sundur af margra fjölskyldna ofnotkun. En ef maður spáir í því þá væri ekkert gaman að kaupa sér neitt ef maður ætti nóg af aurum. Sko.... núna á maður aldrei pening þannig að loksins þegar maður kaupir sér eitthvað fínt þá er það líka ógeðslega gaman. Ef maður gæti alltaf keypt sér allt sem mann langaði í, þá veitti það manni ekki nærri því eins mikla ánægju að leyfa sér eitthvað.
But then again.... væri ég alveg til í að erfa einhvern sko... ég lofa að ég myndi ekki tapa geðheilsu og verðmætamati og vera góð manneskja og gefa í Rauða Krossinn og svona... hear that god?
6.1.03
...já og það er ekkert hægt að fá lánaðan svona sæðisopinberandi lampa. Ég verð bara að skrúbba sófann með Ajaxi og sprauta á hann lyktareyðandi efni.
Heyrðu... fann þennan fína sófa í Góða Hirðinum í dag á aðeins kr. 6000.- !!!! Hann er úr brúnu leðri og geðveikt hallærislegur en samt sko á góðan hátt. Ja hérna, ég veit ekki af hverju ég hef aldrei kíkt í þessa búð, það er til ógeðslega mikið af drasli þarna. Gamlar vínylplötur og bækur á fimmtíukall og svona. Gaman gaman.
Jibbí jei! Íbúðin losnar á morgun...bless bless Hafnarfjörður. Fór að kíkja á sófa fyrir helgi og sá þó nokkra notaða á 12-15 þúsund kall. Það verður að teljast vel sloppið en ég neita því ekki að mér finnast notuð húsgögn ekkert sérlega aðlaðandi. Maður veit nefnilega aldrei, kannski eru rónar og dópistar búnir að sofa í þeim og ***** sér í þau og svona. Ugghh... Best að fá lánaðan blacklight lampa hjá löggunni og tékka á þessu.
4.1.03
Jæja, maður þarf víst að hella í sig í kvöld.... aftur! Er ekki hægt að fá borgað fyrir það að drekka brennivín? Þá væri maður í góðum málum. Auglýsi hér með eftir styrkjum til drykkju. Get jafnvel látið mig hafa það að fara í merktum auglýsingabolum á djammið. Óli heyrirðu það?! Lindor, Sacla, Cirio... you name it buddy, fyrir tvær þrjár flöskur er það sjálfsagt mál!!
3.1.03
Jæja, ætli það sé ekki best að opna eina rósavín og sulla í sig svo maður þurfi ekki að hafa áhyggjur af því hvað maður er skítblankur.... nenni ekki að pirra mig á því, neibb, þá er nú betra að vera fullur. Rosalega verður gaman í júní að byrja að vinna og geta keypt sér eitthvað fallegt.
Ég má samt ekki vera mjög full í kvöld. Þá kannski lendi ég aftur í því að ætla að þrífa af mér maskarann með eye-make-up removernum mínum en setja í staðinn naglalakkshreinsi í bómullina og skella í augað á mér. Boy did that burn.
2.1.03
Ég verð að flytja inn í Reykjavík bráðum.... þessi bévítans bíldrusla er alveg komin á síðasta snúning og óvíst hvort kvikindið á eftir að virka í vetur. Best að hringja í fólkið hjá Stúdentagörðum á morgun og sjá hvenær holan losnar. Verst að þar veit aldrei neinn neitt og getur ekkert gert. Væri þá ekki bara ráð að ráða einhvern sem eitthvað kann og getur gert eitthvað? Ótrúlegt bjargarleysi alltaf hjá þessum skrifstofublókum hjá Háskólanum.
Vil annars nota tækifærið og þakka Jójó og sambýlismanni hennar fyrir þrusugott stuð á gamlárskvöld. Þetta verður að endurtakast bráðlega. Bjórmálaráðherra fær aftur á móti skömm í hattinn fyrir að allt fjör skyldi vera búið hjá honum mjöööög snemma kvölds þegar undirrituð ásamt unnusta og tveimur öðrum rónum ætlaði að kíkja í partý. Það var nú gamlárskvöld for crying outloud!!!