Blóð og aftur blóð...
Jæja ég og sambýlismaðurinn lufsuðumst í Blóðbankann í dag (loksins....). Konurnar tóku samt bara sýni og prufur til þess að athuga hvort maður megi gefa blóð. Ég er samt svo mikill lúser að ég fæ örugglega höfnunarbréf.
Konan sem tók úr mér sagði reyndar að ég væri með rosalega fínar æðar þannig að ef ég má ekki gefa blóð þá get ég a.m.k. átt farsælan feril sem sprautufíkill.
Svo fengum við að fara á kaffistofuna frægu... geðveikt girnilegt. Við þorðum samt bara að borða lítið því það var tekið svo lítið blóð úr okkur. Maður má örugglega bara éta í samræmi við það sem er tekið úr manni sko.
Ég er samt ekki ennþá búin að komast að því í hvaða blóðflokki ég er í. Kannski skrifa þau það í höfnunarbréfið. Ég er orðin mjög forvitin, Jóhanna er í A+ sem mér finnst soldið kúl, Haddi er í B- sem er líka svalt því það er geðveikt sjaldgæft. Þröstur í B+ sem er svona la la og Guffi í O+ sem mér finnst ekkert sérstakt. En hann er í einhverjum sjaldgæfum undirflokki (að hans sögn...). Fleiri veit ég ekki um þannig að ef þið nennið megið þið kommenta mér blóðflokkinn ykkar hérna fyrir neðan. Líka þið foreldrar mínir ef þið lesið þetta því þið hringið aldrei í mig svo ég geti spurt ykkur. Þá get ég séð hvar ég lendi kannski.... pabbi þú varst nú að monta þig af því að vera eitthvað sjaldgæfur var það ekki?